Steinhissa og kveðst ekki vita hvort Kjartan laug Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2021 11:31 Kjartan Henry Finnbogason með boltann í leik með Horsens gegn Bröndby. Getty/Lars Ronbog Danska knattspyrnufélagið Horsens samþykkti beiðni Kjartans Henry Finnbogasonar um riftun samnings svo að hann gæti farið heim til Íslands. Íþróttastjóri Horsens var því steinhissa þegar tilkynnt var í morgun að Kjartan yrði áfram í Danmörku enn um sinn. Esbjerg, sem leikur undir stjórn Ólafs Kristjánssonar í næstefstu deild Danmerkur, tilkynnti í morgun að félagið hefði gert samning við Kjartan sem gildir til 30. júní. Aðeins tveir dagar eru síðan að hann fékk samningnum við Horsens rift. Í viðtali við Fótbolta.net segir Kjartan að hlutirnir hafi gerst hratt eftir að samningnum var rift. Ólafur Kristjánsson hafi þá haft samband. „Tímabilið heima byrjar ekki fyrr en í byrjun maí. Ég vildi ekki bora í nefið í febrúar og mars á meðan við erum að pakka hérna úti og koma fjölskyldunni heim,“ sagði Kjartan við Fótbolta.net. Kjartan segist hafa heyrt í íslenskum knattspyrnufélögum en að það „þyrfti ansi mikið til“ svo að hann færi í annað lið en KR á Íslandi. Þá sé ekki útilokað að hann framlengi samninginn við Esbjerg, þó að líklegast sé að hann komi heim, hugsanlega í kringum upphaf Íslandsmótsins í vor en annars þegar félagskiptaglugginn opnist aftur 1. júlí. Segir Kjartan hafa lýst yfir skýrum vilja til að fara frá Danmörku Ljóst er að það kemur forráðamönnum og stuðningsmönnum Horsens rækilega á óvart að Kjartan ætli að spila áfram í Danmörku næstu mánuðina, eftir að hafa fengið samningi sínum rift á þeim forsendum að hann væri á leið heim til Íslands. „Ég verð að viðurkenna að þessu bjóst ég ekki við,“ sagði Niels Erik Söndergaard, íþróttastjóri Horsens, við Ekstrabladet. „Við settumst niður með Kjartani og hann gaf það skýrt til kynna að hann vildi fara heim til Íslands af persónulegum ástæðum, og að hann hefði engan áhuga á að spila áfram í Danmörku. Það kemur mér því verulega á óvart að hann skuli núna fara að spila í Esbjerg,“ sagði Söndergaard. Fljótt að breytast í fótboltaheiminum sem er stundum svolítið rotinn Söndergaard kveðst ekki bitur yfir niðurstöðunni en viðurkennir að þeir sem hafi verið lengur en hann hjá Esbjerg geti verið það. „Ég get bara sagt að hlutirnir eru fljótir að gerast í fótboltaheiminum, sem er stundum svolítið rotinn,“ sagði Söndergaard. En finnst honum Kjartan hafa logið til að losna undan samningi? „Það veit ég ekki. Kjartan verður að svara því hvað breyttist frá því að við töluðum saman, og hvað gerðist varðandi Esbjerg. Ég vil bara segja að ég er hissa en svo nær það ekki lengra,“ sagði Söndergaard. Danski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Sjá meira
Esbjerg, sem leikur undir stjórn Ólafs Kristjánssonar í næstefstu deild Danmerkur, tilkynnti í morgun að félagið hefði gert samning við Kjartan sem gildir til 30. júní. Aðeins tveir dagar eru síðan að hann fékk samningnum við Horsens rift. Í viðtali við Fótbolta.net segir Kjartan að hlutirnir hafi gerst hratt eftir að samningnum var rift. Ólafur Kristjánsson hafi þá haft samband. „Tímabilið heima byrjar ekki fyrr en í byrjun maí. Ég vildi ekki bora í nefið í febrúar og mars á meðan við erum að pakka hérna úti og koma fjölskyldunni heim,“ sagði Kjartan við Fótbolta.net. Kjartan segist hafa heyrt í íslenskum knattspyrnufélögum en að það „þyrfti ansi mikið til“ svo að hann færi í annað lið en KR á Íslandi. Þá sé ekki útilokað að hann framlengi samninginn við Esbjerg, þó að líklegast sé að hann komi heim, hugsanlega í kringum upphaf Íslandsmótsins í vor en annars þegar félagskiptaglugginn opnist aftur 1. júlí. Segir Kjartan hafa lýst yfir skýrum vilja til að fara frá Danmörku Ljóst er að það kemur forráðamönnum og stuðningsmönnum Horsens rækilega á óvart að Kjartan ætli að spila áfram í Danmörku næstu mánuðina, eftir að hafa fengið samningi sínum rift á þeim forsendum að hann væri á leið heim til Íslands. „Ég verð að viðurkenna að þessu bjóst ég ekki við,“ sagði Niels Erik Söndergaard, íþróttastjóri Horsens, við Ekstrabladet. „Við settumst niður með Kjartani og hann gaf það skýrt til kynna að hann vildi fara heim til Íslands af persónulegum ástæðum, og að hann hefði engan áhuga á að spila áfram í Danmörku. Það kemur mér því verulega á óvart að hann skuli núna fara að spila í Esbjerg,“ sagði Söndergaard. Fljótt að breytast í fótboltaheiminum sem er stundum svolítið rotinn Söndergaard kveðst ekki bitur yfir niðurstöðunni en viðurkennir að þeir sem hafi verið lengur en hann hjá Esbjerg geti verið það. „Ég get bara sagt að hlutirnir eru fljótir að gerast í fótboltaheiminum, sem er stundum svolítið rotinn,“ sagði Söndergaard. En finnst honum Kjartan hafa logið til að losna undan samningi? „Það veit ég ekki. Kjartan verður að svara því hvað breyttist frá því að við töluðum saman, og hvað gerðist varðandi Esbjerg. Ég vil bara segja að ég er hissa en svo nær það ekki lengra,“ sagði Söndergaard.
Danski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Sjá meira