BBC fjallar um örar breytingar á Skaftafellsjökli Eiður Þór Árnason skrifar 1. febrúar 2021 11:49 Þrívíddarlíkan sýnir hvernig Skálafellsjökull, sem er austan við Skaftafellsjökul, hefur breyst milli áranna 1989 og 2019. Háskólinn í Dundee/Kieran Baxter Árið 1989 heimsótti breski ljósmyndarinn Colin Baxter Ísland heim ásamt fjölskyldu sinni og tók ljósmynd af Skaftafellsjökli í öllu sínu veldi. Um þrjátíu árum síðar var sonur hans mættur aftur fyrir framan skriðjökulinn til að feta í fótspor föður síns en við blasti heldur breytt landslag. Fjallað er um raunir feðganna á vef breska ríkisútvarpsins en samanburður BBC á ljósmyndunum sem feðgarnir tóku sýna hvaða áhrif hlýnun hefur haft á jökulinn. „Það er mikið reiðarslag fyrir mig að sjá þetta landslag breytast svona mikið á einungis fáum áratugum,“ segir Kieran Baxter, sem starfar við Háskólann í Dundee, í samtali við BBC. Hann hefur á síðustu árum skoðað þróun nokkurra íslenskra jökla sem hluta af verkefni sem hann vann í samvinnu við Háskóla Íslands og Veðurstofuna. Þá lét hann útbúa þrívíddarmódel til að sýna breytingarnar með myndrænum hætti. Fram kom árið 2019 að Skaftafellsjökull hopi um 50 til 100 metra á ári og hafi hopað um 850 metra frá árinu 1995. Um er að ræða skriðjökull sem fellur frá suðurhluta Vatnajökuls. Loftmyndir sýna hvernig Skálafellsjökull hefur breyst milli áranna 1989 og 2019. Þrívíddarsamanburðarmyndin var útbúin af Kieran Baxter sem hluti af tveggja ára verkefni hans sem hann vann í samvinnu við Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands.Landmælingar Íslands/Dr. Kieran Baxter - Háskólinn í Dundee Umfjöllun BBC er hluti af mánaðarlegri greinaröð sem skoðar hvernig jörðin er að breytast með hlýnandi loftslagi. „Oft er umfang loftslagskrísunnar að miklu leyti ógreinilegt með berum augum en hér sjáum við greinilega alvarleika stöðunnar sem hefur áhrif á alla plánetuna,“ segir Baxter í samtali við BBC en jöklar heimsins eru taldir vera ein skýrasta birtingarmynd þess að loftslagið sé að taka breytingum. Ein mesta rýrnun jökla frá upphafi mælinga Veðurstofa Íslands greindi frá því í maí síðastliðnum að rýrnun jökla árið 2019 hafi verið ein sú mesta frá því mælingar hófust. „Jöklar á Íslandi hafa hopað hratt í um aldarfjórðung og er rýrnun þeirra einhver helsta afleiðing og skýrasti vitnisburður hlýnandi loftslags hérlendis,“ sagði í samantekt Veðurstofunnar. Hefur flatarmál íslenskra jökla minnkað um það bil 800 ferkílómetra frá árinu 2000 og tæplega 2.200 ferkílómetra frá lokum 19. aldar þegar jöklarnir náðu mestu útbreiðslu síðan land byggðist. Síðustu árin hefur heildarflatarmál jökla minnkað um í kringum 40 ferkílómetra árlega að meðaltali, samkvæmt mælingum Veðurstofunnar, Jarðvísindastofnunar Íslands og Landsvirkjunar. Hraðast hörfar Breiðamerkurjökull eða milli 150 og 400 metra árið 2019. Þar hefur áhrif að jökulinn gengur fram í Jökulsárlón þar sem brotnar síðan af honum og ísstykkin fljóta upp. Fréttin hefur verið uppfærð: Í fyrri útgáfu kom fram að talið væri að Skaftafellsjökull hafi rýrnað um 400 ferkílómetra frá árinu 1989 og vísað til fréttar BBC . Sú tala er röng að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings og Snævars Guðmundssonar, sviðsstjóra Náttúrustofu Suðausturlands, og hefur sú staðhæfing því verið fjarlægð. Þar að auki var aðalmynd fréttarinnar ekki af Skaftafellsjökli heldur Skálafellsjökli en þar var byggt á röngum merkingum Háskólans í Dundee. Loftslagsmál Vísindi Skaftárhreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Fjallað er um raunir feðganna á vef breska ríkisútvarpsins en samanburður BBC á ljósmyndunum sem feðgarnir tóku sýna hvaða áhrif hlýnun hefur haft á jökulinn. „Það er mikið reiðarslag fyrir mig að sjá þetta landslag breytast svona mikið á einungis fáum áratugum,“ segir Kieran Baxter, sem starfar við Háskólann í Dundee, í samtali við BBC. Hann hefur á síðustu árum skoðað þróun nokkurra íslenskra jökla sem hluta af verkefni sem hann vann í samvinnu við Háskóla Íslands og Veðurstofuna. Þá lét hann útbúa þrívíddarmódel til að sýna breytingarnar með myndrænum hætti. Fram kom árið 2019 að Skaftafellsjökull hopi um 50 til 100 metra á ári og hafi hopað um 850 metra frá árinu 1995. Um er að ræða skriðjökull sem fellur frá suðurhluta Vatnajökuls. Loftmyndir sýna hvernig Skálafellsjökull hefur breyst milli áranna 1989 og 2019. Þrívíddarsamanburðarmyndin var útbúin af Kieran Baxter sem hluti af tveggja ára verkefni hans sem hann vann í samvinnu við Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands.Landmælingar Íslands/Dr. Kieran Baxter - Háskólinn í Dundee Umfjöllun BBC er hluti af mánaðarlegri greinaröð sem skoðar hvernig jörðin er að breytast með hlýnandi loftslagi. „Oft er umfang loftslagskrísunnar að miklu leyti ógreinilegt með berum augum en hér sjáum við greinilega alvarleika stöðunnar sem hefur áhrif á alla plánetuna,“ segir Baxter í samtali við BBC en jöklar heimsins eru taldir vera ein skýrasta birtingarmynd þess að loftslagið sé að taka breytingum. Ein mesta rýrnun jökla frá upphafi mælinga Veðurstofa Íslands greindi frá því í maí síðastliðnum að rýrnun jökla árið 2019 hafi verið ein sú mesta frá því mælingar hófust. „Jöklar á Íslandi hafa hopað hratt í um aldarfjórðung og er rýrnun þeirra einhver helsta afleiðing og skýrasti vitnisburður hlýnandi loftslags hérlendis,“ sagði í samantekt Veðurstofunnar. Hefur flatarmál íslenskra jökla minnkað um það bil 800 ferkílómetra frá árinu 2000 og tæplega 2.200 ferkílómetra frá lokum 19. aldar þegar jöklarnir náðu mestu útbreiðslu síðan land byggðist. Síðustu árin hefur heildarflatarmál jökla minnkað um í kringum 40 ferkílómetra árlega að meðaltali, samkvæmt mælingum Veðurstofunnar, Jarðvísindastofnunar Íslands og Landsvirkjunar. Hraðast hörfar Breiðamerkurjökull eða milli 150 og 400 metra árið 2019. Þar hefur áhrif að jökulinn gengur fram í Jökulsárlón þar sem brotnar síðan af honum og ísstykkin fljóta upp. Fréttin hefur verið uppfærð: Í fyrri útgáfu kom fram að talið væri að Skaftafellsjökull hafi rýrnað um 400 ferkílómetra frá árinu 1989 og vísað til fréttar BBC . Sú tala er röng að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings og Snævars Guðmundssonar, sviðsstjóra Náttúrustofu Suðausturlands, og hefur sú staðhæfing því verið fjarlægð. Þar að auki var aðalmynd fréttarinnar ekki af Skaftafellsjökli heldur Skálafellsjökli en þar var byggt á röngum merkingum Háskólans í Dundee.
Loftslagsmál Vísindi Skaftárhreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira