Þórólfur um bólusetningu ólympíufara: Mjög erfitt að velja fólk eftir mikilvægi Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2021 13:01 Anton Sveinn McKee er eini íslenski íþróttamaðurinn sem unnið hefur sér inn sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. Ekki er öruggt að hann fái bólusetningu við COVID-19 fyrir leikana. Annað íslenskt íþróttafólk sem stefnir á leikana þarf að keppa á alþjóðlegum mótum á næstu mánuðum. Getty/Andrea Staccioli Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður að því á upplýsingafundi í dag hvort til greina kæmi að veita afreksíþróttafólki, til að mynda þeim sem stefna á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar, forgang í bólusetningu gegn COVID-19. Ekki var að heyra á Þórólfi að það myndi njóta nokkurs forgangs. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum sé haft í huga við forgangsröðun í bólusetningu. Bólusetning gæti gert mikið fyrir íþróttafólk sem sækja þarf alþjóðlega keppni erlendis, til að mynda tæplega þrjátíu manna hóp fólks sem freistar þess að komast á Ólympíuleikana í júlí. Aðeins einn íslenskur íþróttamaður, sundmaðurinn Anton Sveinn McKee, er kominn með sæti á leikunum en annað íþróttafólk þarf að ná lágmörkum eða safna stigum með keppni í alþjóðlegum mótum fram að leikunum. Klippa: Þórólfur um bólusetningu afreksíþróttafólks „Það eru mjög margir sem eru að biðja um forgang – að komast framar í röðinni. Við höfum yfirleitt ekki ljáð máls á því,“ sagði Þórólfur í svari við spurningu fréttastofu á upplýsingafundi í dag um hvort til greina kæmi að ólympíufarar nytu forgangs. „Ég held að við verðum að halda okkur við fyrra plan. Við erum með ákveðna stefnu varðandi forgangshópana og ég held að við eigum að halda því. Það er mjög erfitt þegar við förum að velja fólk eftir mikilvægi. Ég treysti mér ekki almennilega í það sjálfur. Því það eru auðvitað allir sem telja sig mikilvæga, og allir eru mikilvægir, en hvort að þeir eigi að fara fram fyrir aðra hópa er aftur á móti annað mál,“ sagði Þórólfur. Ólympíufarar í Ísrael og Danmörku bólusettir fyrir leikana Í síðustu viku bárust fréttir af því að í Ísrael og Danmörku reiknuðu menn með að allir ólympíufarar yrðu bólusettir fyrir leikana. Talskona ísraelsku ólympíusambandsins sagði að bólusetningu ólympíufara yrði lokið í maí, en í Danmörku er reiknað með að það taki lengri tíma þar sem að bólusetning heilbrigðs almennings hefjist í fyrsta lagi í apríl. Ungverska ólympíusambandið vonast til að bólusetja sína ólympíufara eftir nokkrar vikur og Belgar hafa beðið um að 400-500 ólympíufarar verði bólusettir. Talsmaður belgíska sambandsins tók þó fram að ekki væri ætlunin að komast fram fyrir heilbrigðisstarfsfólk eða viðkvæma hópa í röðinni. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. 12. janúar 2021 11:30 Alþjóðaólympíunefndin pressar á að Ólympíufarar fái bólusetningu Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað í fyrra og eiga að fara fram í sumar í staðinn. Nú vill Alþjóðaólympíunefndin að íþróttafólkið á komandi leikum fái bólusetningu á undan öðrum svo að leikarnir geti farið fram. 7. janúar 2021 08:31 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Sjá meira
Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum sé haft í huga við forgangsröðun í bólusetningu. Bólusetning gæti gert mikið fyrir íþróttafólk sem sækja þarf alþjóðlega keppni erlendis, til að mynda tæplega þrjátíu manna hóp fólks sem freistar þess að komast á Ólympíuleikana í júlí. Aðeins einn íslenskur íþróttamaður, sundmaðurinn Anton Sveinn McKee, er kominn með sæti á leikunum en annað íþróttafólk þarf að ná lágmörkum eða safna stigum með keppni í alþjóðlegum mótum fram að leikunum. Klippa: Þórólfur um bólusetningu afreksíþróttafólks „Það eru mjög margir sem eru að biðja um forgang – að komast framar í röðinni. Við höfum yfirleitt ekki ljáð máls á því,“ sagði Þórólfur í svari við spurningu fréttastofu á upplýsingafundi í dag um hvort til greina kæmi að ólympíufarar nytu forgangs. „Ég held að við verðum að halda okkur við fyrra plan. Við erum með ákveðna stefnu varðandi forgangshópana og ég held að við eigum að halda því. Það er mjög erfitt þegar við förum að velja fólk eftir mikilvægi. Ég treysti mér ekki almennilega í það sjálfur. Því það eru auðvitað allir sem telja sig mikilvæga, og allir eru mikilvægir, en hvort að þeir eigi að fara fram fyrir aðra hópa er aftur á móti annað mál,“ sagði Þórólfur. Ólympíufarar í Ísrael og Danmörku bólusettir fyrir leikana Í síðustu viku bárust fréttir af því að í Ísrael og Danmörku reiknuðu menn með að allir ólympíufarar yrðu bólusettir fyrir leikana. Talskona ísraelsku ólympíusambandsins sagði að bólusetningu ólympíufara yrði lokið í maí, en í Danmörku er reiknað með að það taki lengri tíma þar sem að bólusetning heilbrigðs almennings hefjist í fyrsta lagi í apríl. Ungverska ólympíusambandið vonast til að bólusetja sína ólympíufara eftir nokkrar vikur og Belgar hafa beðið um að 400-500 ólympíufarar verði bólusettir. Talsmaður belgíska sambandsins tók þó fram að ekki væri ætlunin að komast fram fyrir heilbrigðisstarfsfólk eða viðkvæma hópa í röðinni.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. 12. janúar 2021 11:30 Alþjóðaólympíunefndin pressar á að Ólympíufarar fái bólusetningu Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað í fyrra og eiga að fara fram í sumar í staðinn. Nú vill Alþjóðaólympíunefndin að íþróttafólkið á komandi leikum fái bólusetningu á undan öðrum svo að leikarnir geti farið fram. 7. janúar 2021 08:31 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Sjá meira
Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. 12. janúar 2021 11:30
Alþjóðaólympíunefndin pressar á að Ólympíufarar fái bólusetningu Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað í fyrra og eiga að fara fram í sumar í staðinn. Nú vill Alþjóðaólympíunefndin að íþróttafólkið á komandi leikum fái bólusetningu á undan öðrum svo að leikarnir geti farið fram. 7. janúar 2021 08:31