„Þau þorðu að taka afstöðu í Eurovision-deilunni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. febrúar 2021 11:31 Eurovision-hópur Íslands 2019. Í grein á vefsíðu sænska ríkisútvarpsins er fjallað um heimildarmyndina A Song Called Hate sem fjallar um för Hatara í Eurovision-keppnina árið 2019 í Tel Aviv. Fyrirsögn greinarinnar er „De Vågade ta ställing i Eurovision-bråket“ sem gæti útlagst á íslensku „Þau þorðu að taka afstöðu í Eurovision-deilunni“. Í nær heilsíðuumfjöllun Dagens Nyheter segir að myndin dragi fram mannlegu hliðina á pólitískum átökum og aktífisma listamanna. Tilefnið greinarinnar er frumsýning heimildamyndarinnar A Song Called Hate í dag á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem er stærsta hátíð sinnar tegundar á Norðurlöndunum. Myndin er tilnefnd til Dragon verðlaunanna sem besta Norræna heimildamyndin árið 2020. A Song Called Hate var frumsýnd á Íslandi á RIFF síðastliðið haust og heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Varsjá þar sem hún var tilnefnd til Free Spirit verðlaunanna. Allar hátíðir á netinu Um þessar mundir er myndin í sýningu á Docpoint heimildamyndahátíðinni í Finnlandi og í Eistlandi. Myndin verður sýnd síðar í febrúar á See You Sound kvikmyndahátíðinni á Ítalíu og á Human International Documentary Film Festival í Osló í byrjun mars. Vegna heimsfaraldursins fara allar þessar hátíðir fram á netinu. Heimildamyndin er um aðdraganda Eurovision gjörnings Hatarahópsins og ferð þeirra til Tel Aviv árið 2019 þar sem þau komu fram í Eurovison fyrir Íslands hönd. Frumraun Hildar sem leikstjóri. Hatarahópurinn hlaut heimsathygli fyrir ádeilugjörning sinn en þau höfðu áður vakið athygli á Íslandi fyrir jaðarlist sína og yfirlýsingar um að markmið sitt að knésetja kapítalismann. Hatarahópurinn sætti harðri gagnrýni fyrir að virða ekki sniðgöngu og þótti sumum sem þeir hefðu orðið tækifærismennsku að bráð. Hatarahópurinn sagði á móti að þeir vildu taka dagskrárvaldið í sínar hendur með listgjörningnum og nýta sér sviðið í einum af stærsta sjónvarpsþætti heims. Þannig vildu þau benda á þversögnina sem fólgin er í að halda Eurovision viðburðinn á meðan mannréttabrot eru framin daglega í boði Ísraelsstjórnar í Palestínu. Í gegnum augu hópsins Áhorfendur sjá ferðalagið til Ísrael og Palestínu í gegnum augu Matthíasar og Klemensar sem eru söngvarar hópsins og fylgja þeim eftir þegar þeir þurfa að horfast í augu við harðan veruleikann sem blasir við Palestínubúum daglega. Getur ópólitísk söngvakeppni í raun verið ópólitísk við þessar aðstæður? Skiptir góður ásetningur þeirra um að vekja athygli á þessu máli? Og hvaða aðstæður hafa þeir komið sér og samverkafólki sínu í Palestínu út í? Ráða þeir við atburðarásina eða tekur gjörningurinn völdin? Heimildarmyndin er frumraun Önnu Hildar Hildibrandsdóttur sem leikstjóra en hún framleiðir jafnframt myndina í gegnum fyrirtæki sitt Tattarrattat. Meðeigendur hennar Iain Forsyth og Jane Pollard sem leikstýrðu meðal annars 20.000 Days on Earth með Nick Cave eru yfirframleiðendur myndarinnar ásamt Skarphéðni Guðmundssyni hjá RÚV. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni. Klippa: Sýnishorn - A Song Called Hate Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Fyrirsögn greinarinnar er „De Vågade ta ställing i Eurovision-bråket“ sem gæti útlagst á íslensku „Þau þorðu að taka afstöðu í Eurovision-deilunni“. Í nær heilsíðuumfjöllun Dagens Nyheter segir að myndin dragi fram mannlegu hliðina á pólitískum átökum og aktífisma listamanna. Tilefnið greinarinnar er frumsýning heimildamyndarinnar A Song Called Hate í dag á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem er stærsta hátíð sinnar tegundar á Norðurlöndunum. Myndin er tilnefnd til Dragon verðlaunanna sem besta Norræna heimildamyndin árið 2020. A Song Called Hate var frumsýnd á Íslandi á RIFF síðastliðið haust og heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Varsjá þar sem hún var tilnefnd til Free Spirit verðlaunanna. Allar hátíðir á netinu Um þessar mundir er myndin í sýningu á Docpoint heimildamyndahátíðinni í Finnlandi og í Eistlandi. Myndin verður sýnd síðar í febrúar á See You Sound kvikmyndahátíðinni á Ítalíu og á Human International Documentary Film Festival í Osló í byrjun mars. Vegna heimsfaraldursins fara allar þessar hátíðir fram á netinu. Heimildamyndin er um aðdraganda Eurovision gjörnings Hatarahópsins og ferð þeirra til Tel Aviv árið 2019 þar sem þau komu fram í Eurovison fyrir Íslands hönd. Frumraun Hildar sem leikstjóri. Hatarahópurinn hlaut heimsathygli fyrir ádeilugjörning sinn en þau höfðu áður vakið athygli á Íslandi fyrir jaðarlist sína og yfirlýsingar um að markmið sitt að knésetja kapítalismann. Hatarahópurinn sætti harðri gagnrýni fyrir að virða ekki sniðgöngu og þótti sumum sem þeir hefðu orðið tækifærismennsku að bráð. Hatarahópurinn sagði á móti að þeir vildu taka dagskrárvaldið í sínar hendur með listgjörningnum og nýta sér sviðið í einum af stærsta sjónvarpsþætti heims. Þannig vildu þau benda á þversögnina sem fólgin er í að halda Eurovision viðburðinn á meðan mannréttabrot eru framin daglega í boði Ísraelsstjórnar í Palestínu. Í gegnum augu hópsins Áhorfendur sjá ferðalagið til Ísrael og Palestínu í gegnum augu Matthíasar og Klemensar sem eru söngvarar hópsins og fylgja þeim eftir þegar þeir þurfa að horfast í augu við harðan veruleikann sem blasir við Palestínubúum daglega. Getur ópólitísk söngvakeppni í raun verið ópólitísk við þessar aðstæður? Skiptir góður ásetningur þeirra um að vekja athygli á þessu máli? Og hvaða aðstæður hafa þeir komið sér og samverkafólki sínu í Palestínu út í? Ráða þeir við atburðarásina eða tekur gjörningurinn völdin? Heimildarmyndin er frumraun Önnu Hildar Hildibrandsdóttur sem leikstjóra en hún framleiðir jafnframt myndina í gegnum fyrirtæki sitt Tattarrattat. Meðeigendur hennar Iain Forsyth og Jane Pollard sem leikstýrðu meðal annars 20.000 Days on Earth með Nick Cave eru yfirframleiðendur myndarinnar ásamt Skarphéðni Guðmundssyni hjá RÚV. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni. Klippa: Sýnishorn - A Song Called Hate
Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp