Ber sig vel þrátt fyrir að hafa fengið grjót í höfuðið og frostbit á fingur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 17:30 John Snorri hyggst leggja af stað á toppinn á föstudaginn. Facebook Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson og föruneyti hans hyggst leggja af stað á toppinn á K2 að morgni föstudags að staðartíma í Pakistan. Síðasta tilraun til að komast á toppinn tókst ekki en þá þurfti John Snorri að snúa við vegna veðurs sem olli því að teymið tapaði hluta af búnaði sínum. Samkvæmt færslu á Facebook-síðu hans frá því fyrr í dag er hann nú staddur í 2. búðum og liggur vel á hópnum sem er tilbúinn í ferðina á toppinn. Á morgun munu þeir klífa hinn svokallaða Svarta Pýramída upp í 3. búðir og hvíla sig þar áður en lengra verður haldið. „Þegar John Snorri var á leiðinni upp í dag féll grjót á höfuð hans en sem betur fer kom hjálmurinn hans honum til bjargar,“ segir í færslunni frá því fyrr í dag. Annar fjallgöngumaður var ekki eins heppinn og fékk grjót í öxlina og hyggst sá meta stöðuna í 2. Búðum. „Þetta er ein af hættunum í fjöllunum, grjót sem fellur niður á miklum hraða,“ segir ennfremur í færslunni, en nokkrir hafi hætt við að halda áfram á toppinn sökum þessa. Þá hefur John Snorri einnig fengið vægt frostbit á einn fingur en segist hann hafa það fínt, hann er með lyf sem hjálpi honum að halda því í skefjum. Samferðamenn hans, feðgarnir Ali og Sajid eru einnig vel stemmdir fyrir leiðangurinn. Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Samkvæmt færslu á Facebook-síðu hans frá því fyrr í dag er hann nú staddur í 2. búðum og liggur vel á hópnum sem er tilbúinn í ferðina á toppinn. Á morgun munu þeir klífa hinn svokallaða Svarta Pýramída upp í 3. búðir og hvíla sig þar áður en lengra verður haldið. „Þegar John Snorri var á leiðinni upp í dag féll grjót á höfuð hans en sem betur fer kom hjálmurinn hans honum til bjargar,“ segir í færslunni frá því fyrr í dag. Annar fjallgöngumaður var ekki eins heppinn og fékk grjót í öxlina og hyggst sá meta stöðuna í 2. Búðum. „Þetta er ein af hættunum í fjöllunum, grjót sem fellur niður á miklum hraða,“ segir ennfremur í færslunni, en nokkrir hafi hætt við að halda áfram á toppinn sökum þessa. Þá hefur John Snorri einnig fengið vægt frostbit á einn fingur en segist hann hafa það fínt, hann er með lyf sem hjálpi honum að halda því í skefjum. Samferðamenn hans, feðgarnir Ali og Sajid eru einnig vel stemmdir fyrir leiðangurinn.
Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira