Aukin útbreiðsla Covid-19 tefur efnahagsbata Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2021 19:41 Aukin útbreiðsla kórónuveirunnar í helstu viðskiptalöndum og tafir á bólusetningum dregur efnahagskreppuna á langinn og hefur áhrif á viðskiptakjör Íslands langt fram á þetta ár. Nýleg lántaka ríkisins í útlöndum stuðlar að auknu jafnvægi að mati Seðlabankans. Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í dag að meginvextir bankans verði óbreyttir í 0,75 prósentjum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir efnahagshorfur hafi versnað frá spá bankans í nóvember sem komi meðal annars niður verðmæti útflutnings sjávarafurða. En þær eru önnur meginstoð gjaldeyristekna þjóðarinnar á eftir ferðaþjónustunni sem er hrunin. „Það sem er að gerast úti, í okkar helstu viðskiptalöndum, er farsóttin hugsanlega að sækja í sig veðrirð. Þar eru lokanir sem til dæmis veldur vandræðum í sjávarútvegi. Að fólk sé ekki lengur að fara út að borða, bara sem dæmi. Þó við séum eyja erum við háð erlendum mörkuðum. Þannig að það eru aðeins veri horfur og virðist ætla að taka lengri tíma að bólusetja heimsbyggðina,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri segir mikið atvinnuleysi áhyggjuefni. Verðbólga ætti að lækka hratt á næstu mánuðum enda sé fátt til að fóðra hana á næstunni.Vísir/Vilhelm Nýleg erlend lántaka ríkissjóðs upp á 750 milljónir evra hafi jákvæð áhrif á stöðu efnahagsmála hér og sé ígildi peningaprentunar. „Seðlabankinn er viðskiptabanki ríkissjóðs. Við tökum þennan erlenda gjaldeyri sem kemur og afhendum ríkinu krónur. Ef þær eru settar inn í kerfið kemur það út með sama hætti og þegar verið er að prenta peninga,“ segir seðlabankastjóri. Það styðji við jafnvægi í efnahagslífinu. Þótt verðbólga mælist nú 4,3 prósent og hafi ekki verið hærri og meira yfir efri viðmiðunarmörkum Seðlabankans frá árinu 2013, telji bankinn að verðbólgan lækki þegar líður á árið meðal annars vegna mikils atvinnuleysis. „Þannig að við sjáum ekki fyrir að þessi verðbólga haldi áfram. Hún verði eitthvað fóðruð áfram og hún gangi hratt niður,“ segir Ásgeir. Aukið atvinnuleysi sé áhyggjuefni en sem betur fer sé farið að bera á því að fyrirtæki hyggist byrja að ráða til sín fólk á nýjan leik. Seðlabankinn Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna lækkar enn frekar Seðlabanki Íslands spáir því nú að ríflega 700 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár sem eru færri en gert var ráð fyrir í nóvember. Til samanburðar komu 480 þúsund ferðamenn til landsins á síðasta ári. Fram kemur í nýjasta hefti Peningamála að útflutningshorfur fyrir þetta ár hafi almennt versnað frá síðustu spá. 3. febrúar 2021 12:30 Versnandi efnahagshorfur á þessu ári Horfur hafa versnað varðandi viðskiptakjör Íslands á þessu ári miðað við fyrri spá Seðlabankans og verðbólga er meiri en reiknað var með. Maginvextir bankans verða ábreyttir í 0,75 prósentum samkvæmt vaxtaákvörðun í morgun. 3. febrúar 2021 12:14 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í dag að meginvextir bankans verði óbreyttir í 0,75 prósentjum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir efnahagshorfur hafi versnað frá spá bankans í nóvember sem komi meðal annars niður verðmæti útflutnings sjávarafurða. En þær eru önnur meginstoð gjaldeyristekna þjóðarinnar á eftir ferðaþjónustunni sem er hrunin. „Það sem er að gerast úti, í okkar helstu viðskiptalöndum, er farsóttin hugsanlega að sækja í sig veðrirð. Þar eru lokanir sem til dæmis veldur vandræðum í sjávarútvegi. Að fólk sé ekki lengur að fara út að borða, bara sem dæmi. Þó við séum eyja erum við háð erlendum mörkuðum. Þannig að það eru aðeins veri horfur og virðist ætla að taka lengri tíma að bólusetja heimsbyggðina,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri segir mikið atvinnuleysi áhyggjuefni. Verðbólga ætti að lækka hratt á næstu mánuðum enda sé fátt til að fóðra hana á næstunni.Vísir/Vilhelm Nýleg erlend lántaka ríkissjóðs upp á 750 milljónir evra hafi jákvæð áhrif á stöðu efnahagsmála hér og sé ígildi peningaprentunar. „Seðlabankinn er viðskiptabanki ríkissjóðs. Við tökum þennan erlenda gjaldeyri sem kemur og afhendum ríkinu krónur. Ef þær eru settar inn í kerfið kemur það út með sama hætti og þegar verið er að prenta peninga,“ segir seðlabankastjóri. Það styðji við jafnvægi í efnahagslífinu. Þótt verðbólga mælist nú 4,3 prósent og hafi ekki verið hærri og meira yfir efri viðmiðunarmörkum Seðlabankans frá árinu 2013, telji bankinn að verðbólgan lækki þegar líður á árið meðal annars vegna mikils atvinnuleysis. „Þannig að við sjáum ekki fyrir að þessi verðbólga haldi áfram. Hún verði eitthvað fóðruð áfram og hún gangi hratt niður,“ segir Ásgeir. Aukið atvinnuleysi sé áhyggjuefni en sem betur fer sé farið að bera á því að fyrirtæki hyggist byrja að ráða til sín fólk á nýjan leik.
Seðlabankinn Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna lækkar enn frekar Seðlabanki Íslands spáir því nú að ríflega 700 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár sem eru færri en gert var ráð fyrir í nóvember. Til samanburðar komu 480 þúsund ferðamenn til landsins á síðasta ári. Fram kemur í nýjasta hefti Peningamála að útflutningshorfur fyrir þetta ár hafi almennt versnað frá síðustu spá. 3. febrúar 2021 12:30 Versnandi efnahagshorfur á þessu ári Horfur hafa versnað varðandi viðskiptakjör Íslands á þessu ári miðað við fyrri spá Seðlabankans og verðbólga er meiri en reiknað var með. Maginvextir bankans verða ábreyttir í 0,75 prósentum samkvæmt vaxtaákvörðun í morgun. 3. febrúar 2021 12:14 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna lækkar enn frekar Seðlabanki Íslands spáir því nú að ríflega 700 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár sem eru færri en gert var ráð fyrir í nóvember. Til samanburðar komu 480 þúsund ferðamenn til landsins á síðasta ári. Fram kemur í nýjasta hefti Peningamála að útflutningshorfur fyrir þetta ár hafi almennt versnað frá síðustu spá. 3. febrúar 2021 12:30
Versnandi efnahagshorfur á þessu ári Horfur hafa versnað varðandi viðskiptakjör Íslands á þessu ári miðað við fyrri spá Seðlabankans og verðbólga er meiri en reiknað var með. Maginvextir bankans verða ábreyttir í 0,75 prósentum samkvæmt vaxtaákvörðun í morgun. 3. febrúar 2021 12:14