Frönsk stjórnvöld hljóta dóm fyrir sinnuleysi í loftslagsmálum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 23:30 Frá loftslagsmótmælum í París 2015. EPA/ETIENNE LAURENT Dómstóll í París hefur dæmt frönsk stjórnvöld sek um sinnuleysi og að bregðast skuldbindingum sínum í loftslagsmálum. Dómurinn þykir sögulegur en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að frönsk stjórnvöld væru sek um að „virða ekki skuldbindingar sínar“ í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Það voru fern umhverfisverndarsamtök sem höfðuðu málið á hendur ríkinu eftir að safnast höfðu 2,3 milljónir undirskrifta frá almenningi. Dómurinn kveður á um réttindi til bóta vegna „vistfræðilegs tjóns“ og samkvæmt dómnum á ríkið að sæta ábyrgð vegna hluta tjóns ef ríkið hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, en ítarlega er fjallað um niðurstöðu dómsins í frétt Guardian. „Þetta er sögulegur sigur í baráttunni fyrir réttlæti í loftslagsmálum. Ákvörðunin tekur ekki aðeins til greina það sem vísindamenn segja og það sem fólkið vill fá út úr stefnu franskra stjórnvalda, heldur ætti það líka að veita fólki um allan heim innblástur til að láta yfirvöld í sínu landi sæta ábyrgð vegna loftslagsbreytinga fyrir rétti,“ segir Jean-François Julliard, framkvæmdastjóri Greenpeace í Frakklandi, en Greenpeace er eitt samtakanna fjögurra sem höfðuðu málið. Hann segir að dómnum verði beitt til þess að þrýsta á franska ríkið um að grípa til aðgerða vegna neyðarástands í loftslagsmálum. Kollegar hans hjá hinum þremur samtökunum taka í svipaðan streng. „Þetta er sigur fyrir allt fólk sem þegar eru að upplifa alvarlegar afleiðingar loftslagsvandans sem leiðtogum okkar mistekst að takast á við. Það er kominn tími fyrir réttlæti,“ segir Cécilia Rinaudo, sem fer fyrir samtökunum Notre Affaire à Tous, sem á íslensku mætti þýða „Sem kemur okkur öllum við.“ Frakkland Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Það voru fern umhverfisverndarsamtök sem höfðuðu málið á hendur ríkinu eftir að safnast höfðu 2,3 milljónir undirskrifta frá almenningi. Dómurinn kveður á um réttindi til bóta vegna „vistfræðilegs tjóns“ og samkvæmt dómnum á ríkið að sæta ábyrgð vegna hluta tjóns ef ríkið hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, en ítarlega er fjallað um niðurstöðu dómsins í frétt Guardian. „Þetta er sögulegur sigur í baráttunni fyrir réttlæti í loftslagsmálum. Ákvörðunin tekur ekki aðeins til greina það sem vísindamenn segja og það sem fólkið vill fá út úr stefnu franskra stjórnvalda, heldur ætti það líka að veita fólki um allan heim innblástur til að láta yfirvöld í sínu landi sæta ábyrgð vegna loftslagsbreytinga fyrir rétti,“ segir Jean-François Julliard, framkvæmdastjóri Greenpeace í Frakklandi, en Greenpeace er eitt samtakanna fjögurra sem höfðuðu málið. Hann segir að dómnum verði beitt til þess að þrýsta á franska ríkið um að grípa til aðgerða vegna neyðarástands í loftslagsmálum. Kollegar hans hjá hinum þremur samtökunum taka í svipaðan streng. „Þetta er sigur fyrir allt fólk sem þegar eru að upplifa alvarlegar afleiðingar loftslagsvandans sem leiðtogum okkar mistekst að takast á við. Það er kominn tími fyrir réttlæti,“ segir Cécilia Rinaudo, sem fer fyrir samtökunum Notre Affaire à Tous, sem á íslensku mætti þýða „Sem kemur okkur öllum við.“
Frakkland Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira