Bein útsending: Fyrsta framkvæmdalota Borgarlínu kynnt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2021 09:30 Hér má sjá Borgarlínuna á kunnuglegum slóðum, við Hamraborg og í Lækjargötu. Frumdrög að fyrstu framkvæmdalotu Borgarlínunnar eru komin út þar sem kynntar eru fyrstu heildstæðu tillögur að útfærslu borgarlínuframkvæmda, frá Ártúnshöfða að Hamraborg, sem er fyrsta framkvæmdalota Borgarlínunnar. „Fyrsta framkvæmdalota er um 14 km löng og mun hún annars vegar liggja frá Ártúnshöfða í Reykjavík, yfir nýja brú yfir Elliðaárvog, eftir Suðurlandsbraut að Hlemmi og að Miðborginni og hins vegar frá HÍ, HR og yfir nýja Fossvogsbrú að Hamraborg,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, forsvarsmaður Verkefnastofu Borgarlínunnar. Streymi frá fundinum má sjá hér að neðan. Talsverðar breytingar verða á göturými og samgönguskipulagi þar sem umferð gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur verða sett í forgang. Samhliða uppbyggingu á Borgarlínunni er sem dæmi gert ráð fyrir 18 km af nýjum hjólastígum og 9 km af göngustígum. Með breytingu á göturýminu gefst tækifæri til að auka gæði rýmisins, með góðu aðgengi og aðlaðandi umhverfi að leiðarljósi,“ segir Hrafnkell og bætir við að aukin notkun almenningssamgangna og hjólreiða dragi úr bílaumferð og stuðli að minni hljóðmengun, loftmengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Í hverri viku fjölgar íbúum höfuðborgarsvæðisins um 90 og spáð er að þeir verði orðnir yfir 300.000 innan tveggja áratuga. Þessari aukningu fylgir meiri umferð. „Til að leysa umferðarhnúta framtíðarinnar þarf að styrkja innviði fyrir fjölbreytta ferðamáta, m.a. að byggja upp hágæða almenningssamgöngur sem verða raunhæfur valkostur við einkabílinn,“ segir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf., en það er félag sem hefur yfirumsjón með Borgarlínunni og með almennri uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við Samgöngusáttmálann. Þegar framkvæmdum við fyrstu framkvæmdalotu lýkur hefst akstur á tveimur Borgarlínuleiðum: Frá Vatnsenda að HÍ annars vegar og frá miðborg að Egilshöll hins vegar. Í skýrslunni er að finna ítarlegar tillögur sem leggja grunn að frekari hönnunarvinnu og því formlega ferli sem er nauðsynlegur undanfari endanlegrar ákvörðunar um framkvæmdirnar. Fossvogsbrú Borgarlína Reykjavík Kópavogur Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira
„Fyrsta framkvæmdalota er um 14 km löng og mun hún annars vegar liggja frá Ártúnshöfða í Reykjavík, yfir nýja brú yfir Elliðaárvog, eftir Suðurlandsbraut að Hlemmi og að Miðborginni og hins vegar frá HÍ, HR og yfir nýja Fossvogsbrú að Hamraborg,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, forsvarsmaður Verkefnastofu Borgarlínunnar. Streymi frá fundinum má sjá hér að neðan. Talsverðar breytingar verða á göturými og samgönguskipulagi þar sem umferð gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur verða sett í forgang. Samhliða uppbyggingu á Borgarlínunni er sem dæmi gert ráð fyrir 18 km af nýjum hjólastígum og 9 km af göngustígum. Með breytingu á göturýminu gefst tækifæri til að auka gæði rýmisins, með góðu aðgengi og aðlaðandi umhverfi að leiðarljósi,“ segir Hrafnkell og bætir við að aukin notkun almenningssamgangna og hjólreiða dragi úr bílaumferð og stuðli að minni hljóðmengun, loftmengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Í hverri viku fjölgar íbúum höfuðborgarsvæðisins um 90 og spáð er að þeir verði orðnir yfir 300.000 innan tveggja áratuga. Þessari aukningu fylgir meiri umferð. „Til að leysa umferðarhnúta framtíðarinnar þarf að styrkja innviði fyrir fjölbreytta ferðamáta, m.a. að byggja upp hágæða almenningssamgöngur sem verða raunhæfur valkostur við einkabílinn,“ segir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf., en það er félag sem hefur yfirumsjón með Borgarlínunni og með almennri uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við Samgöngusáttmálann. Þegar framkvæmdum við fyrstu framkvæmdalotu lýkur hefst akstur á tveimur Borgarlínuleiðum: Frá Vatnsenda að HÍ annars vegar og frá miðborg að Egilshöll hins vegar. Í skýrslunni er að finna ítarlegar tillögur sem leggja grunn að frekari hönnunarvinnu og því formlega ferli sem er nauðsynlegur undanfari endanlegrar ákvörðunar um framkvæmdirnar.
Fossvogsbrú Borgarlína Reykjavík Kópavogur Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira