Svandís um viðræður við Pfizer: „Ekkert sem að hægt er að segja frá“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2021 13:33 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafa staðið í ströngu undanfarið ár. Tæplega ár er liðið frá fyrsta Covid-19 smitinu sem greindist hér á landi. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir boltann hjá lyfjaframleiðandanum Pfizer varðandi mögulegan samning við Ísland um mikið magn bóluefnis sem gæti borist til Íslands í rannsóknarskyni. Þannig mætti bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á skömmum tíma. Svandís var að loknum ríkisstjórnarfundi í hádeginu spurð að því hvort eitthvað væri að frétta af viðræðunum við Pfizer. „Ekkert sem að hægt er að segja frá,“ sagði Svandís. Mikið hefur verið hvíslað og hávær orðrómur um að vel miði í viðræðum við lyfjaframleiðandann. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafa farið fyrir viðræðunum við Pfizer sem staðið hafa í nokkurn tíma nú. Kári hefur ekki talið tímabært að ræða málið undanfarna daga. Þórólfur sagði á upplýsingafundi í gær að von væri á skilaboðum frá lyfjafyrirtækinu á næstu dögum. „Það er ekki kominn samningur og boltinn er ennþá hjá Pfizer,“ sagði Þórólfur í gær. Hann sagðist þó telja heilsugæsluna hér á landi vel í stakk búna til að bólusetja landsmenn hratt og örugglega ef til þess kæmi að mikið magn bóluefnis bærist hingað á skömmum tíma. „Ég held að við verðum tilbúin i hvaða leik sem er.“ Þórólfur sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrr í vikunni að ef samningar náist sé ekki um að ræða kaup á bóluefni heldur verði bóluefnið sent hingað í þágu rannsóknar. Með rannsókninni eigi að svara rannsóknarspurningu um það hvernig svona bóluefni virki á samfélag, hvernig það virki á svona faraldur innanlands. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. 5. febrúar 2021 12:26 Mat sóttvarnalæknis að ráðast megi í vægar afléttingar sem fyrst Ríkisstjórnin fundar nú um tillögur sóttvarnalæknis að vægum afléttingum innanlands í ljósi batnandi stöðu í faraldrinum. Ætla má að heilbrigðisráðherra bregðist við tillögunum að loknum fundi. 5. febrúar 2021 12:10 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Svandís var að loknum ríkisstjórnarfundi í hádeginu spurð að því hvort eitthvað væri að frétta af viðræðunum við Pfizer. „Ekkert sem að hægt er að segja frá,“ sagði Svandís. Mikið hefur verið hvíslað og hávær orðrómur um að vel miði í viðræðum við lyfjaframleiðandann. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafa farið fyrir viðræðunum við Pfizer sem staðið hafa í nokkurn tíma nú. Kári hefur ekki talið tímabært að ræða málið undanfarna daga. Þórólfur sagði á upplýsingafundi í gær að von væri á skilaboðum frá lyfjafyrirtækinu á næstu dögum. „Það er ekki kominn samningur og boltinn er ennþá hjá Pfizer,“ sagði Þórólfur í gær. Hann sagðist þó telja heilsugæsluna hér á landi vel í stakk búna til að bólusetja landsmenn hratt og örugglega ef til þess kæmi að mikið magn bóluefnis bærist hingað á skömmum tíma. „Ég held að við verðum tilbúin i hvaða leik sem er.“ Þórólfur sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrr í vikunni að ef samningar náist sé ekki um að ræða kaup á bóluefni heldur verði bóluefnið sent hingað í þágu rannsóknar. Með rannsókninni eigi að svara rannsóknarspurningu um það hvernig svona bóluefni virki á samfélag, hvernig það virki á svona faraldur innanlands.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. 5. febrúar 2021 12:26 Mat sóttvarnalæknis að ráðast megi í vægar afléttingar sem fyrst Ríkisstjórnin fundar nú um tillögur sóttvarnalæknis að vægum afléttingum innanlands í ljósi batnandi stöðu í faraldrinum. Ætla má að heilbrigðisráðherra bregðist við tillögunum að loknum fundi. 5. febrúar 2021 12:10 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. 5. febrúar 2021 12:26
Mat sóttvarnalæknis að ráðast megi í vægar afléttingar sem fyrst Ríkisstjórnin fundar nú um tillögur sóttvarnalæknis að vægum afléttingum innanlands í ljósi batnandi stöðu í faraldrinum. Ætla má að heilbrigðisráðherra bregðist við tillögunum að loknum fundi. 5. febrúar 2021 12:10