Svandís um viðræður við Pfizer: „Ekkert sem að hægt er að segja frá“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2021 13:33 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafa staðið í ströngu undanfarið ár. Tæplega ár er liðið frá fyrsta Covid-19 smitinu sem greindist hér á landi. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir boltann hjá lyfjaframleiðandanum Pfizer varðandi mögulegan samning við Ísland um mikið magn bóluefnis sem gæti borist til Íslands í rannsóknarskyni. Þannig mætti bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á skömmum tíma. Svandís var að loknum ríkisstjórnarfundi í hádeginu spurð að því hvort eitthvað væri að frétta af viðræðunum við Pfizer. „Ekkert sem að hægt er að segja frá,“ sagði Svandís. Mikið hefur verið hvíslað og hávær orðrómur um að vel miði í viðræðum við lyfjaframleiðandann. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafa farið fyrir viðræðunum við Pfizer sem staðið hafa í nokkurn tíma nú. Kári hefur ekki talið tímabært að ræða málið undanfarna daga. Þórólfur sagði á upplýsingafundi í gær að von væri á skilaboðum frá lyfjafyrirtækinu á næstu dögum. „Það er ekki kominn samningur og boltinn er ennþá hjá Pfizer,“ sagði Þórólfur í gær. Hann sagðist þó telja heilsugæsluna hér á landi vel í stakk búna til að bólusetja landsmenn hratt og örugglega ef til þess kæmi að mikið magn bóluefnis bærist hingað á skömmum tíma. „Ég held að við verðum tilbúin i hvaða leik sem er.“ Þórólfur sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrr í vikunni að ef samningar náist sé ekki um að ræða kaup á bóluefni heldur verði bóluefnið sent hingað í þágu rannsóknar. Með rannsókninni eigi að svara rannsóknarspurningu um það hvernig svona bóluefni virki á samfélag, hvernig það virki á svona faraldur innanlands. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. 5. febrúar 2021 12:26 Mat sóttvarnalæknis að ráðast megi í vægar afléttingar sem fyrst Ríkisstjórnin fundar nú um tillögur sóttvarnalæknis að vægum afléttingum innanlands í ljósi batnandi stöðu í faraldrinum. Ætla má að heilbrigðisráðherra bregðist við tillögunum að loknum fundi. 5. febrúar 2021 12:10 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Svandís var að loknum ríkisstjórnarfundi í hádeginu spurð að því hvort eitthvað væri að frétta af viðræðunum við Pfizer. „Ekkert sem að hægt er að segja frá,“ sagði Svandís. Mikið hefur verið hvíslað og hávær orðrómur um að vel miði í viðræðum við lyfjaframleiðandann. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafa farið fyrir viðræðunum við Pfizer sem staðið hafa í nokkurn tíma nú. Kári hefur ekki talið tímabært að ræða málið undanfarna daga. Þórólfur sagði á upplýsingafundi í gær að von væri á skilaboðum frá lyfjafyrirtækinu á næstu dögum. „Það er ekki kominn samningur og boltinn er ennþá hjá Pfizer,“ sagði Þórólfur í gær. Hann sagðist þó telja heilsugæsluna hér á landi vel í stakk búna til að bólusetja landsmenn hratt og örugglega ef til þess kæmi að mikið magn bóluefnis bærist hingað á skömmum tíma. „Ég held að við verðum tilbúin i hvaða leik sem er.“ Þórólfur sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrr í vikunni að ef samningar náist sé ekki um að ræða kaup á bóluefni heldur verði bóluefnið sent hingað í þágu rannsóknar. Með rannsókninni eigi að svara rannsóknarspurningu um það hvernig svona bóluefni virki á samfélag, hvernig það virki á svona faraldur innanlands.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. 5. febrúar 2021 12:26 Mat sóttvarnalæknis að ráðast megi í vægar afléttingar sem fyrst Ríkisstjórnin fundar nú um tillögur sóttvarnalæknis að vægum afléttingum innanlands í ljósi batnandi stöðu í faraldrinum. Ætla má að heilbrigðisráðherra bregðist við tillögunum að loknum fundi. 5. febrúar 2021 12:10 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. 5. febrúar 2021 12:26
Mat sóttvarnalæknis að ráðast megi í vægar afléttingar sem fyrst Ríkisstjórnin fundar nú um tillögur sóttvarnalæknis að vægum afléttingum innanlands í ljósi batnandi stöðu í faraldrinum. Ætla má að heilbrigðisráðherra bregðist við tillögunum að loknum fundi. 5. febrúar 2021 12:10