Brady og Mahomes í Super Bowl í kvöld: Eins og ungur LeBron að mæta Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2021 10:31 Tom Brady og Patrick Mahomes hafa náðir orðið NFL-meistarar áður. Samsett Menn hafa ímyndað sér viðureignir milli bestu leikmanna kynslóða en í kvöld verður slík viðureign að veruleika þegar Tom Brady mætir Patrick Mahomes en þá tekur Tampa Bay Buccaneers á móti Kansas City Chiefs í Super Bowl númer 55. Það stefnir í sögulegt kvöld þegar Super Bowl leikurinn fer fram á Flórída. Tom Brady getur unnið sinn sjöunda NFL-titil í kvöld en um leið getur Patrick Mahomes orðið fyrsti leikstjórnandinn í sextán ár til að vinna tvö ár í röð. Þeir Tom Brady og Patrick Mahomes eru fulltrúar tveggja kynslóða enda átján ár á milli þeirra. Tom Brady er enn að spila 43 ára gamall en á sama tíma er Mahomes orðinn besti leikmaður deildarinnar aðeins 25 ára gamall. Patrick Mahomes þurfti í aðdraganda leiksins að svara spurningum um hvort hann ætlaði að ná Brady í titlasöfnuninni en Brady fullvissaði aftur á móti sýna spyrla að því að hann ætlaði jafnvel að spila lengur en tvö ár í viðbót. Tom Brady is about to appear in his 10th Super Bowl with the Tampa Bay Buccaneers taking on Patrick Mahomes and the Kansas City Chiefs on Sunday, Feb. 7. from Raymond James Stadium. A matchup everybody wants to see! All things considered, this should be a great Super Bowl matchup pic.twitter.com/Q87yVGt2kz— BetNow.EU (@BetNowSports) January 31, 2021 Liðin koma af mismundandi forsendum inn í Super Bowl leikinn í gær. Kansas City Chiefs er ríkjandi meistari og vann fjórán af sextán leikjum sínum í deildarkeppninni. Annað af töpunum kom í lokaleiknum þegar ekkert var undir og Chiefs hvíldi lykilmenn eins og leikstjórnandann Patrick Mahomes, útherjann Tyreek Hill og innherjann Travis Kelce. Það bjuggust því allir við því að sjá Kansas City Chiefs liðið í úrslitaleiknum enda búið að vinna 25 af síðustu 26 leikjum sínum með Patrick Mahomes. Leið Tampa Bay Buccaneers í úrslitaleikinn var allt öðruvísi. Liðið var bara með fimmta best árangurinn í Þjóðardeildinni og þurfti að vinna þrjá útileiki sína á leiðinni í Super Bowl. Buccaneers undir stjórn Tom Brady, fór hins vegar bæði á heimavöll New Orleans Saints og á heimavöll Green Bay Packers og vann tvo góða sigra. Brady hefur verið ótrúlega sigursæll á sínum ferli og er jafnan bestur þegar leikirnir eru stærstir. Það er þykir mörgum spekingum aftur á móti mikil veisla að fá að sjá Tom Brady mæta Patrick Mahomes í Super Bowl. Tom Brady had nothing but praise for Patrick Mahomes "He's got all the mental tools. He's gonna be in [the Super Bowl] quite a few more times ..."(via @NFL)pic.twitter.com/y1qUMRrd4H— ESPN (@espn) February 2, 2021 Patrick Mahomes er besti leikmaður deildarinnar í dag og Tom Brady er besti leikstjórnandi allra tíma. Það er kannski best að lýsa þessu eins og ungur LeBron James hefði fengið að mæta Michael Jordan í úrslitum NBA-deildarinnar á einu af síðustu árum Jordan með Bulls. Jordan er að flestum talinn vera besti leikmaður allra tíma en LeBron James hefur safnað saman ótrúlegum tölum á sínum ferli og endar langt fyrir ofan Jordan í nær öllum tölfræðiþáttum. Við vorum mörgum árum frá því að fá slíkan leik milli MJ og LeBron en okkur er boðið í Brady-Mahomes veislu í kvöld. Þökk sé þrjósku og ótrúlegu formi Tom Brady þá neitar hann að gefa sig í baráttunni við tímaföðurinn. Tom Brady. Patrick Mahomes.Both with two trips to the Super Bowl in their first three seasons as a starter. pic.twitter.com/mei1g3iT1e— Sunday Night Football on NBC (@SNFonNBC) January 31, 2021 Fyrir vikið verður enn glæsilegri ferill hans bara enn stórkostlegri og það er viðbót við ferilsskrána að fara 43 ára gamall, á fyrsta ári með nýtt lið, alla leið í Super Bowl. Það voru öflugir leikmenn í liði Tampa Bay Buccaneers en liðið var samt langt fá því að komast í úrslitakeppnina í fyrra hvað þá alla leið í úrslitaleikinn um titilinn. Verkefni kvöldsins hjá Brady er að stopp lið sem hefur síðustu tvö ár litið út eins og ósigrandi lið. Kansas City Chiefs vann NFL titilinn í fyrra og getur nú orðið fyrsta liðið frá því í febrúar 2005 til að vinna deildina tvö ár í röð. Captain Mahomes plans on taking down Tom Brady and the Bucs ahead of the Super Bowl. Special two-minute Pirates of #GridironHeights episode (@StateFarm) pic.twitter.com/mUTHYc4LY2— Bleacher Report (@BleacherReport) February 2, 2021 Kansas City Chiefs er spáð sigri þrátt fyrir að liðið sé að mæta sexföldum meistara í Tom Brady. Undanfarin tvö ár hefur engu liði tekist að stöðva Patrick Mahomes og félaga þegar eitthvað er undir í leikjum liðsins. Patrick Mahomes er bara rétt að byrja og undanfarin ár hefur hann alltaf geta sett fótinn á bensíngjöfina þegar það hefur hert að liðinu í leikjunum. Takist Tom Brady hins vegar að vinna Drew Brees, Aaron Rodgers og Patrick Mahomes á leið sinni að sjöunda Super Bowl hringnum sínum þá verður þetta tímabil eitt af þeim allra bestu á stórkostlegum ferli hans. Það er eina sem er hægt að segja fyrir svona Brady-Mahomes veislu er: Góða skemmtun. If Patrick Mahomes loses to Tom Brady in the Super Bowl, Mahomes will NEVER be able to surpass Brady as the GOAT. pic.twitter.com/WPRuT9R3Zh— Stephen A Smith (@stephenasmith) January 29, 2021 NFL Ofurskálin Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Fleiri fréttir Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Sjá meira
Það stefnir í sögulegt kvöld þegar Super Bowl leikurinn fer fram á Flórída. Tom Brady getur unnið sinn sjöunda NFL-titil í kvöld en um leið getur Patrick Mahomes orðið fyrsti leikstjórnandinn í sextán ár til að vinna tvö ár í röð. Þeir Tom Brady og Patrick Mahomes eru fulltrúar tveggja kynslóða enda átján ár á milli þeirra. Tom Brady er enn að spila 43 ára gamall en á sama tíma er Mahomes orðinn besti leikmaður deildarinnar aðeins 25 ára gamall. Patrick Mahomes þurfti í aðdraganda leiksins að svara spurningum um hvort hann ætlaði að ná Brady í titlasöfnuninni en Brady fullvissaði aftur á móti sýna spyrla að því að hann ætlaði jafnvel að spila lengur en tvö ár í viðbót. Tom Brady is about to appear in his 10th Super Bowl with the Tampa Bay Buccaneers taking on Patrick Mahomes and the Kansas City Chiefs on Sunday, Feb. 7. from Raymond James Stadium. A matchup everybody wants to see! All things considered, this should be a great Super Bowl matchup pic.twitter.com/Q87yVGt2kz— BetNow.EU (@BetNowSports) January 31, 2021 Liðin koma af mismundandi forsendum inn í Super Bowl leikinn í gær. Kansas City Chiefs er ríkjandi meistari og vann fjórán af sextán leikjum sínum í deildarkeppninni. Annað af töpunum kom í lokaleiknum þegar ekkert var undir og Chiefs hvíldi lykilmenn eins og leikstjórnandann Patrick Mahomes, útherjann Tyreek Hill og innherjann Travis Kelce. Það bjuggust því allir við því að sjá Kansas City Chiefs liðið í úrslitaleiknum enda búið að vinna 25 af síðustu 26 leikjum sínum með Patrick Mahomes. Leið Tampa Bay Buccaneers í úrslitaleikinn var allt öðruvísi. Liðið var bara með fimmta best árangurinn í Þjóðardeildinni og þurfti að vinna þrjá útileiki sína á leiðinni í Super Bowl. Buccaneers undir stjórn Tom Brady, fór hins vegar bæði á heimavöll New Orleans Saints og á heimavöll Green Bay Packers og vann tvo góða sigra. Brady hefur verið ótrúlega sigursæll á sínum ferli og er jafnan bestur þegar leikirnir eru stærstir. Það er þykir mörgum spekingum aftur á móti mikil veisla að fá að sjá Tom Brady mæta Patrick Mahomes í Super Bowl. Tom Brady had nothing but praise for Patrick Mahomes "He's got all the mental tools. He's gonna be in [the Super Bowl] quite a few more times ..."(via @NFL)pic.twitter.com/y1qUMRrd4H— ESPN (@espn) February 2, 2021 Patrick Mahomes er besti leikmaður deildarinnar í dag og Tom Brady er besti leikstjórnandi allra tíma. Það er kannski best að lýsa þessu eins og ungur LeBron James hefði fengið að mæta Michael Jordan í úrslitum NBA-deildarinnar á einu af síðustu árum Jordan með Bulls. Jordan er að flestum talinn vera besti leikmaður allra tíma en LeBron James hefur safnað saman ótrúlegum tölum á sínum ferli og endar langt fyrir ofan Jordan í nær öllum tölfræðiþáttum. Við vorum mörgum árum frá því að fá slíkan leik milli MJ og LeBron en okkur er boðið í Brady-Mahomes veislu í kvöld. Þökk sé þrjósku og ótrúlegu formi Tom Brady þá neitar hann að gefa sig í baráttunni við tímaföðurinn. Tom Brady. Patrick Mahomes.Both with two trips to the Super Bowl in their first three seasons as a starter. pic.twitter.com/mei1g3iT1e— Sunday Night Football on NBC (@SNFonNBC) January 31, 2021 Fyrir vikið verður enn glæsilegri ferill hans bara enn stórkostlegri og það er viðbót við ferilsskrána að fara 43 ára gamall, á fyrsta ári með nýtt lið, alla leið í Super Bowl. Það voru öflugir leikmenn í liði Tampa Bay Buccaneers en liðið var samt langt fá því að komast í úrslitakeppnina í fyrra hvað þá alla leið í úrslitaleikinn um titilinn. Verkefni kvöldsins hjá Brady er að stopp lið sem hefur síðustu tvö ár litið út eins og ósigrandi lið. Kansas City Chiefs vann NFL titilinn í fyrra og getur nú orðið fyrsta liðið frá því í febrúar 2005 til að vinna deildina tvö ár í röð. Captain Mahomes plans on taking down Tom Brady and the Bucs ahead of the Super Bowl. Special two-minute Pirates of #GridironHeights episode (@StateFarm) pic.twitter.com/mUTHYc4LY2— Bleacher Report (@BleacherReport) February 2, 2021 Kansas City Chiefs er spáð sigri þrátt fyrir að liðið sé að mæta sexföldum meistara í Tom Brady. Undanfarin tvö ár hefur engu liði tekist að stöðva Patrick Mahomes og félaga þegar eitthvað er undir í leikjum liðsins. Patrick Mahomes er bara rétt að byrja og undanfarin ár hefur hann alltaf geta sett fótinn á bensíngjöfina þegar það hefur hert að liðinu í leikjunum. Takist Tom Brady hins vegar að vinna Drew Brees, Aaron Rodgers og Patrick Mahomes á leið sinni að sjöunda Super Bowl hringnum sínum þá verður þetta tímabil eitt af þeim allra bestu á stórkostlegum ferli hans. Það er eina sem er hægt að segja fyrir svona Brady-Mahomes veislu er: Góða skemmtun. If Patrick Mahomes loses to Tom Brady in the Super Bowl, Mahomes will NEVER be able to surpass Brady as the GOAT. pic.twitter.com/WPRuT9R3Zh— Stephen A Smith (@stephenasmith) January 29, 2021
NFL Ofurskálin Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Fleiri fréttir Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Sjá meira