Upplifir sorg en á sama tíma létti að missa heimilið Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2021 18:54 Íbúi á Seyðisfirði segist finna bæði fyrir létti og sorg yfir því að mega ekki lengur búa í húsi sínu vegna skriðuhættu. Erfitt muni reynast að finna annað húsnæði í bænum sem er að stórum hluta á hættusvæði. Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Elíza Reid heimsótt Seyðisfjörð í dag þar sem þau kynntu sér aðstæður eftir aurskriðurnar sem féllu í desember. Hjónin kíktu við í grunnskólanum, ræddu við íbúa sem og viðbragðsaðila sem stóðu í ströngu. Í vikunni var tilkynnt að kaupa upp fjögur hús sem standa við Stöðvalæk vegna skriðuhættu. Oddný Björk Daníelsdóttir er ein þeirra sem bjó þar en fjölskyldan hafði ekki fengið að snúa aftur heim síðan flóðin féllu í desember. Hér má sjá hús Oddnýjar rétt utan við skriðuna stóru sem féll á Seyðisfirði 18. desember. Þegar skriðan stóra féll myndaðist sprunga í hlíðinni fyrir ofan húsin við Stöðvalæk.Vísir/Arnar „Þetta er léttir en um leið skrýtið að fá staðfest að maður má ekki eiga heima heima hjá sér. Þau höfðu þó fengið ákveðnar vísbendingar um að svona myndi fara. „Við höfðum fundað með Veðurstofunni sem hafði sagt okkur frá fleka í hlíðinni fyrir ofan heimilið okkar sem myndi fara niður,“ segir Oddný. Svæðið sem húsið hennar stendur á stafar einnig ógn af sífrera hátt í Strandatindi fyrir ofan bæinn sem og snjóflóðahættu. Þau vilja búa áfram á Seyðisfirði en það gæti reynst erfitt. „Það er ekkert eins og við getum valið um húsnæið að kaupa hérna. Við erum heldur ekkert viss um að þó það sé húsnæði á sölu að við viljum kaupa það húsnæði. Það gæti vel verið að við verðum að fara í burtu til að geta keypt húsnæði sem við viljum búa í.“ Stórum hluta byggðarinnar stafar hætta af skriðuhættu og óvíst hvernig staðið verður að vörnum. „Og hvað er alveg hægt að verja og taka af þessu C-svæði. Þannig að við erum heldur ekki eina fólkið sem erum að leita okkur að húsnæði til að kaupa.“ Greint var frá aðstæðum Oddnýjar í nýjasta þætti Kompás sem fjallar um ofanflóð og varnir gegn þeim. Þáttinn má sjá hér fyrir neðan: Kompás Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Óttast skriður úr hlíðum sem áður töldust öruggar vegna hlýnunar Vísindamenn óttast að skriðuföll úr hlíðum hér á landi sem áður töldust öruggar vegna hlýnandi veðurfars. Stórauka þurfi rannsóknir á sífrerum til fjalla og verði fólk vart við breytingar í hlíðum í sínu umhverfi ætti að láta umsvifalaust vita. 4. febrúar 2021 21:00 Aukin fjárframlög skipti sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja Framlög í Ofanflóðasjóð hafa verið aukin um 1,6 milljarða á ári næstu fjögur árin. Starfsmaður sjóðsins segir það skipta sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja. 2. febrúar 2021 19:00 „Ég fékk sömu tilfinningu, að við myndum aldrei lifa þetta af Rýma átti hús mun fyrr á Seyðisfirði að mati hjóna í ljósi þess að aldrei hafði mælst meiri rigning á Íslandi dagana fyrir aurskriðurnar. Þegar hættumat var kynnt var tekið fram að mikil hætta yrði ekki yfirvofandi nema í hamfararigningu. 1. febrúar 2021 19:00 Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. 1. febrúar 2021 18:23 Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Elíza Reid heimsótt Seyðisfjörð í dag þar sem þau kynntu sér aðstæður eftir aurskriðurnar sem féllu í desember. Hjónin kíktu við í grunnskólanum, ræddu við íbúa sem og viðbragðsaðila sem stóðu í ströngu. Í vikunni var tilkynnt að kaupa upp fjögur hús sem standa við Stöðvalæk vegna skriðuhættu. Oddný Björk Daníelsdóttir er ein þeirra sem bjó þar en fjölskyldan hafði ekki fengið að snúa aftur heim síðan flóðin féllu í desember. Hér má sjá hús Oddnýjar rétt utan við skriðuna stóru sem féll á Seyðisfirði 18. desember. Þegar skriðan stóra féll myndaðist sprunga í hlíðinni fyrir ofan húsin við Stöðvalæk.Vísir/Arnar „Þetta er léttir en um leið skrýtið að fá staðfest að maður má ekki eiga heima heima hjá sér. Þau höfðu þó fengið ákveðnar vísbendingar um að svona myndi fara. „Við höfðum fundað með Veðurstofunni sem hafði sagt okkur frá fleka í hlíðinni fyrir ofan heimilið okkar sem myndi fara niður,“ segir Oddný. Svæðið sem húsið hennar stendur á stafar einnig ógn af sífrera hátt í Strandatindi fyrir ofan bæinn sem og snjóflóðahættu. Þau vilja búa áfram á Seyðisfirði en það gæti reynst erfitt. „Það er ekkert eins og við getum valið um húsnæið að kaupa hérna. Við erum heldur ekkert viss um að þó það sé húsnæði á sölu að við viljum kaupa það húsnæði. Það gæti vel verið að við verðum að fara í burtu til að geta keypt húsnæði sem við viljum búa í.“ Stórum hluta byggðarinnar stafar hætta af skriðuhættu og óvíst hvernig staðið verður að vörnum. „Og hvað er alveg hægt að verja og taka af þessu C-svæði. Þannig að við erum heldur ekki eina fólkið sem erum að leita okkur að húsnæði til að kaupa.“ Greint var frá aðstæðum Oddnýjar í nýjasta þætti Kompás sem fjallar um ofanflóð og varnir gegn þeim. Þáttinn má sjá hér fyrir neðan:
Kompás Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Óttast skriður úr hlíðum sem áður töldust öruggar vegna hlýnunar Vísindamenn óttast að skriðuföll úr hlíðum hér á landi sem áður töldust öruggar vegna hlýnandi veðurfars. Stórauka þurfi rannsóknir á sífrerum til fjalla og verði fólk vart við breytingar í hlíðum í sínu umhverfi ætti að láta umsvifalaust vita. 4. febrúar 2021 21:00 Aukin fjárframlög skipti sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja Framlög í Ofanflóðasjóð hafa verið aukin um 1,6 milljarða á ári næstu fjögur árin. Starfsmaður sjóðsins segir það skipta sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja. 2. febrúar 2021 19:00 „Ég fékk sömu tilfinningu, að við myndum aldrei lifa þetta af Rýma átti hús mun fyrr á Seyðisfirði að mati hjóna í ljósi þess að aldrei hafði mælst meiri rigning á Íslandi dagana fyrir aurskriðurnar. Þegar hættumat var kynnt var tekið fram að mikil hætta yrði ekki yfirvofandi nema í hamfararigningu. 1. febrúar 2021 19:00 Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. 1. febrúar 2021 18:23 Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Óttast skriður úr hlíðum sem áður töldust öruggar vegna hlýnunar Vísindamenn óttast að skriðuföll úr hlíðum hér á landi sem áður töldust öruggar vegna hlýnandi veðurfars. Stórauka þurfi rannsóknir á sífrerum til fjalla og verði fólk vart við breytingar í hlíðum í sínu umhverfi ætti að láta umsvifalaust vita. 4. febrúar 2021 21:00
Aukin fjárframlög skipti sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja Framlög í Ofanflóðasjóð hafa verið aukin um 1,6 milljarða á ári næstu fjögur árin. Starfsmaður sjóðsins segir það skipta sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja. 2. febrúar 2021 19:00
„Ég fékk sömu tilfinningu, að við myndum aldrei lifa þetta af Rýma átti hús mun fyrr á Seyðisfirði að mati hjóna í ljósi þess að aldrei hafði mælst meiri rigning á Íslandi dagana fyrir aurskriðurnar. Þegar hættumat var kynnt var tekið fram að mikil hætta yrði ekki yfirvofandi nema í hamfararigningu. 1. febrúar 2021 19:00
Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. 1. febrúar 2021 18:23
Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46