Landsréttur taldi ekki sannað að faðir hafi kýlt dóttur sína í andlitið Eiður Þór Árnason skrifar 5. febrúar 2021 21:53 Landsréttur sýknaði hinn ákærða af kröfum ákæruvaldsins. vísir/hanna Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknaði föður af ákæru fyrir að hafa beitt dóttur sína líkamlegu ofbeldi árið 2016. Maðurinn var sakfelldur í héraði árið 2019 fyrir að hafa veist að dóttur sinni og kýlt hana í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut nefbrot og bólgu yfir hægra kinnbeini. Var hann þá dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi en hinn ákærði hefur ætíð neitað sök. Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í dag að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að faðirinn hafi gerst sekur um líkamsárásina. Sagðist hafa verið sofandi Manninum var einnig gert að sök að hafa rifið í hár dóttur sinnar og ýtt henni upp við vegg en hann var sýknaður af þeim ásökunum í héraði. Hann sagði í skýrslu fyrir héraðsdómi að hann hafi verið að vinna fram undir morgun þann dag sem um ræðir og því verið sofandi þegar brotaþoli fékk áverkana. Hann hefði síðan frétt hjá eiginkonu sinni um kvöldið að brotaþoli hefði dottið. Í dómi Landsréttar kemur fram að dóttirin hefði verið eina vitnið sem hafi beinlínis borið um að faðir hennar hefði ráðist á hana. Önnur vitni sem hefðu komið fyrir dóm í héraði eru sögð hafa byggt frásögn sína um ætlaða árás á frásögn dótturinnar og því hefði sá vitnisburður ekki verið bein sönnun fyrir því hvernig áverkar hennar hefðu komið til. Hið sama hefði gilt um upplýsingar sem hefðu komið fram í læknisvottorði og gögnum frá geðsviði Landspítalans. Í dómnum segir að dóttirin hefði upphaflega lýst því fyrir öðrum vitnum í héraði að hún hefði hlotið áverkana vegna falls í stiga en gefið þá skýringu að það hefði hún gert að áeggjan móður sinnar og að hún væri vön að segja ósatt um ofbeldi sem hún hefði sætt frá unga aldri. Dóttirin vildi ekki gefa skýrslu Þrátt fyrir þessa skýringu segir Landsréttur ekki verið fram hjá því litið að framburður hennar hefði ekki verið stöðugur um það hvernig hún hefði hlotið þá áverka sem ákært hefði verið fyrir. Systur hennar skoruðust undan því að gefa skýrslu fyrir dómi og því var ekki unnt að spyrja þær nánar út í framburð þeirra hjá lögreglu og atvik málsins. Þá segir í dómi Landsréttar að þótt framburður þeirra kynni að hafa styrkt frásögn brotaþola um ofbeldi á heimilinu yrði hann ekki talinn bein sönnun um þá háttsemi sem ákært var fyrir í málinu og hefði því ekki stutt lýsingu hennar að því leyti. Við flutning málsins fyrir Landsrétti staðfesti réttargæslumaður brotaþola að hún vildi ekki gefa skýrslu fyrir Landsrétti þar sem hún væri að reyna að ná tengslum við móður sína og systkin. Dómsmál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira
Var hann þá dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi en hinn ákærði hefur ætíð neitað sök. Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í dag að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að faðirinn hafi gerst sekur um líkamsárásina. Sagðist hafa verið sofandi Manninum var einnig gert að sök að hafa rifið í hár dóttur sinnar og ýtt henni upp við vegg en hann var sýknaður af þeim ásökunum í héraði. Hann sagði í skýrslu fyrir héraðsdómi að hann hafi verið að vinna fram undir morgun þann dag sem um ræðir og því verið sofandi þegar brotaþoli fékk áverkana. Hann hefði síðan frétt hjá eiginkonu sinni um kvöldið að brotaþoli hefði dottið. Í dómi Landsréttar kemur fram að dóttirin hefði verið eina vitnið sem hafi beinlínis borið um að faðir hennar hefði ráðist á hana. Önnur vitni sem hefðu komið fyrir dóm í héraði eru sögð hafa byggt frásögn sína um ætlaða árás á frásögn dótturinnar og því hefði sá vitnisburður ekki verið bein sönnun fyrir því hvernig áverkar hennar hefðu komið til. Hið sama hefði gilt um upplýsingar sem hefðu komið fram í læknisvottorði og gögnum frá geðsviði Landspítalans. Í dómnum segir að dóttirin hefði upphaflega lýst því fyrir öðrum vitnum í héraði að hún hefði hlotið áverkana vegna falls í stiga en gefið þá skýringu að það hefði hún gert að áeggjan móður sinnar og að hún væri vön að segja ósatt um ofbeldi sem hún hefði sætt frá unga aldri. Dóttirin vildi ekki gefa skýrslu Þrátt fyrir þessa skýringu segir Landsréttur ekki verið fram hjá því litið að framburður hennar hefði ekki verið stöðugur um það hvernig hún hefði hlotið þá áverka sem ákært hefði verið fyrir. Systur hennar skoruðust undan því að gefa skýrslu fyrir dómi og því var ekki unnt að spyrja þær nánar út í framburð þeirra hjá lögreglu og atvik málsins. Þá segir í dómi Landsréttar að þótt framburður þeirra kynni að hafa styrkt frásögn brotaþola um ofbeldi á heimilinu yrði hann ekki talinn bein sönnun um þá háttsemi sem ákært var fyrir í málinu og hefði því ekki stutt lýsingu hennar að því leyti. Við flutning málsins fyrir Landsrétti staðfesti réttargæslumaður brotaþola að hún vildi ekki gefa skýrslu fyrir Landsrétti þar sem hún væri að reyna að ná tengslum við móður sína og systkin.
Dómsmál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira