Elton John reiður fyrir hönd tónlistarfólks og vill stjórnvöld aftur að borðinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2021 23:23 Tónlistargoðsögnin Elton John vandar breskum stjórnvöldum ekki kveðjurnar. epa/Hugo Marie Tónlistarmaðurinn Elton John er síður en svo ánægður með bresk stjórnvöld og kallar eftir því að þau freisti þess að setjast aftur að samningaborðinu með Evrópusambandinu. John, sem var harðlega mótfallinn Brexit, segir bresku ríkisstjórnina hafa klúðrað málum fyrir breska tónlistarmenn, sem hafi annað hvort gleymst eða ekki verið ofarlega á lista þegar viðræður fóru fram um tilhögun mála milli Bretlands og ESB í kjölfar Brexit. Í grein sem birtist í Guardian segir tónlistarmaðurinn stöðuna fáránlega; tónlist sé ein af helstu útflutningsgreinum Breta en hún hafi orðið útundan þegar núgildandi fríverslunarsamningur var í smíðum. Að sögn John er um að ræða 5,8 milljarð punda iðnað. Málið verður tekið fyrir í þinginu á morgun en 280 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að semja um frjálsa för og atvinnu listamanna. Tónleikaferðalög orðin flókin og kostnaðarsöm Vandamálið er þetta: Áður gat tónlistarfólk ferðast um Evrópu og stundað sína list án vandkvæða en í dag þurfa breskir tónlistarmenn að sækja um áritun eða atvinnuleyfi í hverju Evrópuríki fyrir sig. Um er að ræða mikla „pappírsvinnu“ og töluverðan kostnað og þá geta reglur verið afar mismunandi milli ríkja. Þessu til viðbótar þarf tónlistarfólkið svo að greiða gjöld fyrir að flytja hljóðfærin sín yfir landamæri. Að sögn John munu nýju reglurnar einnig koma illa niður á öðrum í bransanum. Bresk flutningsfyrirtæki mega til dæmis einungis koma við á tveimur stöðum innan Evrópusambandsins áður en þau neyðast til að snúa aftur heim. Þetta mun gera það að verkum að þau geta ekki samið við tónlistarmenn um að þjónusta stór og löng tónleikaferðalög. Þá hefur Colin Greenwood, bassaleikari Radiohead, áhyggjur af öllum þeim bresku fyrirtækjum sem koma að uppsetningu tónleika og tónlistarhátíða, og munu mögulega verða undir í samkeppni við evrópsk fyrirtæki vegna aukins kostnaðar. Guardian greindi frá. Bretland Brexit Tónlist Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
John, sem var harðlega mótfallinn Brexit, segir bresku ríkisstjórnina hafa klúðrað málum fyrir breska tónlistarmenn, sem hafi annað hvort gleymst eða ekki verið ofarlega á lista þegar viðræður fóru fram um tilhögun mála milli Bretlands og ESB í kjölfar Brexit. Í grein sem birtist í Guardian segir tónlistarmaðurinn stöðuna fáránlega; tónlist sé ein af helstu útflutningsgreinum Breta en hún hafi orðið útundan þegar núgildandi fríverslunarsamningur var í smíðum. Að sögn John er um að ræða 5,8 milljarð punda iðnað. Málið verður tekið fyrir í þinginu á morgun en 280 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að semja um frjálsa för og atvinnu listamanna. Tónleikaferðalög orðin flókin og kostnaðarsöm Vandamálið er þetta: Áður gat tónlistarfólk ferðast um Evrópu og stundað sína list án vandkvæða en í dag þurfa breskir tónlistarmenn að sækja um áritun eða atvinnuleyfi í hverju Evrópuríki fyrir sig. Um er að ræða mikla „pappírsvinnu“ og töluverðan kostnað og þá geta reglur verið afar mismunandi milli ríkja. Þessu til viðbótar þarf tónlistarfólkið svo að greiða gjöld fyrir að flytja hljóðfærin sín yfir landamæri. Að sögn John munu nýju reglurnar einnig koma illa niður á öðrum í bransanum. Bresk flutningsfyrirtæki mega til dæmis einungis koma við á tveimur stöðum innan Evrópusambandsins áður en þau neyðast til að snúa aftur heim. Þetta mun gera það að verkum að þau geta ekki samið við tónlistarmenn um að þjónusta stór og löng tónleikaferðalög. Þá hefur Colin Greenwood, bassaleikari Radiohead, áhyggjur af öllum þeim bresku fyrirtækjum sem koma að uppsetningu tónleika og tónlistarhátíða, og munu mögulega verða undir í samkeppni við evrópsk fyrirtæki vegna aukins kostnaðar. Guardian greindi frá.
Bretland Brexit Tónlist Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira