„Everest er eiginlega bara túristafjall miðað við þetta fjall“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. febrúar 2021 20:02 Ekkert hefur spurst til Johns Snorra í vel á annan sólarhring. Annar samferðamanna hans er kominn aftur niður í grunnbúðir. „Þetta er bara agalegt í rauninni. Maður gerir sér enga grein fyrir hvernig staðan er hjá þeim og hvar þeir eru og hvort þeir séu þarna einhvers staðar í vari. Það er eiginlega það sem maður er að vonast eftir,“ segir Kári G. Schram, kvikmyndagerðarmaður í samtali við Vísi. Kári fylgdi John Snorra Sigurjónssyni áleiðis upp K2 fyrir nokkrum árum og þekkir því nokkuð til aðstæðna á fjallinu. Ekkert hefur spurst til Johns Snorra og ferðafélaga hans í hátt á annan sólarhring. Aukinn kraftur verður settur í leit í fyrramálið. „Þetta er bara svo erfiður staður og hættulegur staður. Það er kalt á Íslandi en þarna eru veðrin allt, allt önnur og bara frostið og vindurinn og allt þetta,“ segir Kári. „Hugsanir okkar eru auðvitað bara hjá fjölskyldunni og vinum og ættingjum og vonandi að við fáum einhverjar jákvæðar fréttir.“ Þegar svo ofarlega sé komið sé fjallið ein löng brekka, frá A til Ö. „Þetta er talið vera erfiðasta og hættulegasta fjall í heimi og ekki margir hafa komist þar upp. Everest er eiginlega bara túristafjall miðað við þetta fjall,“ segir Kári. Leiðangurinn upp fjallið sé bæði flókinn og mjög erfiður viðureignar. „Þetta er bara fjall-IÐ. Það er kannski til einn eða tveir aðrir staðir í heiminum sem eru kannski erfiðari eða hættulegri en ekki svona langtíma-hættulegir eins og þetta.“ „Allan tímann er von“ Hann segir það þó gefa von að John Snorri sé vel kunnugur aðstæðum í fjallinu. „Það sem maður hugsar jákvætt er að John er búinn að fara þarna upp á topp og hann fór þarna í fyrravetur og þekkti þessar aðstæður náttúrlega mjög vel. Þá varð léttara yfir manni að, þetta myndi nú allt ganga eftir. Svo á það bara eftir að koma í ljós, vonandi sem fyrst, að þeir séu þarna einhvers staðar,“ segir Kári sem bindur vonir við að John Snorri og samferðamenn hans hafi komist í var í grunnbúðum 4. „Allan tímann er von. Tæki og tól í dag eru náttúrlega allt annað heldur en var hérna á árum áður og maður eiginlega heldur í þá þrá, að það sé ennþá einhver von. Að það sé von út af því í rauninni að búnaður er orðinn það góður í dag að hann gæti þolað þó þetta. Við gefumst ekkert þar upp fyrr en í fullan hnefann reynir og við fáum einhverjar staðfestar fréttir af því,“ segir Kári. Vonar að flogið verði yfir á stærri flugvélum Á morgun á að halda leit áfram að auknum krafti og bindur Kári vonir við að eitthvað komi í ljós um afdrif Johns og hinna í hópnum. Leitað var með þyrlu í dag en það eru takmörk fyrir því hve langt upp er hægt að leita með þyrlunni. „Ef þeir eru uppi í grunnbúðum fjögur þá ná þeir ekkert þangað. Það er þá ekki nema með stærri flugvélum sem geta flogið þar yfir. Ég var eiginlega að vona að það myndi takast, að það færi einhver flutningsvél sem gæti flogið þetta hátt,“ segir Kári. „Þeir gætu séð þá alla veganna hvort það eru einhver ummerki, hvort það sé einhver þar. En þyrlurnar sjálfar komast bara svo og svo hátt,“ bætir hann við. Það sé ekki hlaupið að því að ráðast í björgunarleiðangur á slóðum sem þessum. „Menn eru að leggja sig í hættu með því að fara upp í hvert skipti. Menn eru að leggja líf sitt í hættu með því að fara upp í hvert skipti. En í mínu litla hjarta þá er það mín ósk og tilfinning að hann sé þarna, og þeir, í grunnbúðum 4. Og ef þeir hafa gert það þá er von. Það er gott að heyra að herinn ætli að taka fullan þátt í þessu og hann er eina stofnunin í rauninni sem gæti gert eitthvað þarna. Það er eina vonin í sjálfu sér. Ef herinn fer á fullt á morgun þá vonandi fáum við einhverjar fréttir.“ Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Kári fylgdi John Snorra Sigurjónssyni áleiðis upp K2 fyrir nokkrum árum og þekkir því nokkuð til aðstæðna á fjallinu. Ekkert hefur spurst til Johns Snorra og ferðafélaga hans í hátt á annan sólarhring. Aukinn kraftur verður settur í leit í fyrramálið. „Þetta er bara svo erfiður staður og hættulegur staður. Það er kalt á Íslandi en þarna eru veðrin allt, allt önnur og bara frostið og vindurinn og allt þetta,“ segir Kári. „Hugsanir okkar eru auðvitað bara hjá fjölskyldunni og vinum og ættingjum og vonandi að við fáum einhverjar jákvæðar fréttir.“ Þegar svo ofarlega sé komið sé fjallið ein löng brekka, frá A til Ö. „Þetta er talið vera erfiðasta og hættulegasta fjall í heimi og ekki margir hafa komist þar upp. Everest er eiginlega bara túristafjall miðað við þetta fjall,“ segir Kári. Leiðangurinn upp fjallið sé bæði flókinn og mjög erfiður viðureignar. „Þetta er bara fjall-IÐ. Það er kannski til einn eða tveir aðrir staðir í heiminum sem eru kannski erfiðari eða hættulegri en ekki svona langtíma-hættulegir eins og þetta.“ „Allan tímann er von“ Hann segir það þó gefa von að John Snorri sé vel kunnugur aðstæðum í fjallinu. „Það sem maður hugsar jákvætt er að John er búinn að fara þarna upp á topp og hann fór þarna í fyrravetur og þekkti þessar aðstæður náttúrlega mjög vel. Þá varð léttara yfir manni að, þetta myndi nú allt ganga eftir. Svo á það bara eftir að koma í ljós, vonandi sem fyrst, að þeir séu þarna einhvers staðar,“ segir Kári sem bindur vonir við að John Snorri og samferðamenn hans hafi komist í var í grunnbúðum 4. „Allan tímann er von. Tæki og tól í dag eru náttúrlega allt annað heldur en var hérna á árum áður og maður eiginlega heldur í þá þrá, að það sé ennþá einhver von. Að það sé von út af því í rauninni að búnaður er orðinn það góður í dag að hann gæti þolað þó þetta. Við gefumst ekkert þar upp fyrr en í fullan hnefann reynir og við fáum einhverjar staðfestar fréttir af því,“ segir Kári. Vonar að flogið verði yfir á stærri flugvélum Á morgun á að halda leit áfram að auknum krafti og bindur Kári vonir við að eitthvað komi í ljós um afdrif Johns og hinna í hópnum. Leitað var með þyrlu í dag en það eru takmörk fyrir því hve langt upp er hægt að leita með þyrlunni. „Ef þeir eru uppi í grunnbúðum fjögur þá ná þeir ekkert þangað. Það er þá ekki nema með stærri flugvélum sem geta flogið þar yfir. Ég var eiginlega að vona að það myndi takast, að það færi einhver flutningsvél sem gæti flogið þetta hátt,“ segir Kári. „Þeir gætu séð þá alla veganna hvort það eru einhver ummerki, hvort það sé einhver þar. En þyrlurnar sjálfar komast bara svo og svo hátt,“ bætir hann við. Það sé ekki hlaupið að því að ráðast í björgunarleiðangur á slóðum sem þessum. „Menn eru að leggja sig í hættu með því að fara upp í hvert skipti. Menn eru að leggja líf sitt í hættu með því að fara upp í hvert skipti. En í mínu litla hjarta þá er það mín ósk og tilfinning að hann sé þarna, og þeir, í grunnbúðum 4. Og ef þeir hafa gert það þá er von. Það er gott að heyra að herinn ætli að taka fullan þátt í þessu og hann er eina stofnunin í rauninni sem gæti gert eitthvað þarna. Það er eina vonin í sjálfu sér. Ef herinn fer á fullt á morgun þá vonandi fáum við einhverjar fréttir.“
Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira