Samkynhneigðir menn sem flúðu ofsóknir ákærðir fyrir hryðjuverk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 13:06 Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu, segir enga samkynhneigða menn að finna í lýðveldinu. Getty/Yelena Afonina Yfirvöld í Téténíu hafa hrundið af stað rannsókn vegna meintra hryðjuverka tveggja samkynhneigðra manna sem flúðu lýðveldið í fyrra en voru handteknir í Moskvu í síðustu viku og sendir aftur til baka. Téténía er sjáfstjórnarlýðveldi í Rússlandi og hafa fregnir þess efnis borist frá árinu 2017 að samkynhneigðir menn séu pyntaðir, handteknir og drepnir vegna kynhneigðar sinnar. Mannréttindasamtök sem hjálpuðu mönnunum tveimur að flýja lýðveldið segja það ekki alveg ljóst hvers vegna verið sé að sækja þá til saka. Annar þeirra hafi hins vegar verið yfirheyrður áður fyrir að hafa deilt LGBTQ tjámyndum á netinu. Salekh Magamadov, 20 ára, og Ismail Isayev, 17 ára, voru staddir i borginni Nizhny Novgorod austur af Moskvu síðastliðinn fimmtudag þegar þeim var rænt samkvæmt samtökunum Russian LGBT Network. Annar mannanna hringdi í neyðarlínu samtakanna síðdegis þann dag og starfsmaður samtakanna heyrði öskur í bakgrunninum. Lögmaður sem heimsótti íbúðina, sem þeir höfðu dvalið í, stuttu eftir að símtalið barst sagði að augljós merki væru þar um átök. Mennirnir tveir birtust síðan að nýju í gæsluvarðhaldi í Téténíu. Tim Bestsvet, talsmaður LGBT network, segir að lögmönnum hafi verið meinað að heimsækja þá og enginn viti hvar mennirnir eru í haldi. Hann lýsir einnig yfir áhyggjum yfir öryggi mannanna og bendir á dæmi um að karlmenn hafi verið fluttir aftur til Téténíu vegna meintra glæpa en hafi síðan horfið eða dáið. Magamadov og Isayev gætu átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi verði þeir fundnir sekir. Þeir flúðu Téténíu í júní síðastliðnum eftir að þeir voru handteknir og pyntaðir fyrir að halda utan um stjórnarandstöðuspjallþráð á forritinu Telegram. LGBT network hefur hjálpað um 200 manns að flýja lýðveldið, annað hvort til annars lands eða annarra hluta Rússlands, síðan ofsóknir á hendur hinseginfólki hófust þar fyrir fjórum árum. Einhverjir telja að ofsóknirnar sé hægt að rekja til þess að hinseginhreyfingar í Rússlandi fóru að verða sýnilegri árin 2016 og 2017. Yfirvöld í Téténíu hafa ítrekað neitað ásökunum um ofsóknir þrátt fyrir að fjöldi manna hafi stigið fram og sagt frá ofbeldi, pyntingum og mannránum af hálfu lögreglu. Ramzan Kadyrov, leiðtogi lýðveldisins, hefur verið ásakaður um fleiri mannréttindabrot og heldur hann því fram að samkynhneigða menn sé ekki að finna í Téténíu. Rússland Hinsegin Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Téténía er sjáfstjórnarlýðveldi í Rússlandi og hafa fregnir þess efnis borist frá árinu 2017 að samkynhneigðir menn séu pyntaðir, handteknir og drepnir vegna kynhneigðar sinnar. Mannréttindasamtök sem hjálpuðu mönnunum tveimur að flýja lýðveldið segja það ekki alveg ljóst hvers vegna verið sé að sækja þá til saka. Annar þeirra hafi hins vegar verið yfirheyrður áður fyrir að hafa deilt LGBTQ tjámyndum á netinu. Salekh Magamadov, 20 ára, og Ismail Isayev, 17 ára, voru staddir i borginni Nizhny Novgorod austur af Moskvu síðastliðinn fimmtudag þegar þeim var rænt samkvæmt samtökunum Russian LGBT Network. Annar mannanna hringdi í neyðarlínu samtakanna síðdegis þann dag og starfsmaður samtakanna heyrði öskur í bakgrunninum. Lögmaður sem heimsótti íbúðina, sem þeir höfðu dvalið í, stuttu eftir að símtalið barst sagði að augljós merki væru þar um átök. Mennirnir tveir birtust síðan að nýju í gæsluvarðhaldi í Téténíu. Tim Bestsvet, talsmaður LGBT network, segir að lögmönnum hafi verið meinað að heimsækja þá og enginn viti hvar mennirnir eru í haldi. Hann lýsir einnig yfir áhyggjum yfir öryggi mannanna og bendir á dæmi um að karlmenn hafi verið fluttir aftur til Téténíu vegna meintra glæpa en hafi síðan horfið eða dáið. Magamadov og Isayev gætu átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi verði þeir fundnir sekir. Þeir flúðu Téténíu í júní síðastliðnum eftir að þeir voru handteknir og pyntaðir fyrir að halda utan um stjórnarandstöðuspjallþráð á forritinu Telegram. LGBT network hefur hjálpað um 200 manns að flýja lýðveldið, annað hvort til annars lands eða annarra hluta Rússlands, síðan ofsóknir á hendur hinseginfólki hófust þar fyrir fjórum árum. Einhverjir telja að ofsóknirnar sé hægt að rekja til þess að hinseginhreyfingar í Rússlandi fóru að verða sýnilegri árin 2016 og 2017. Yfirvöld í Téténíu hafa ítrekað neitað ásökunum um ofsóknir þrátt fyrir að fjöldi manna hafi stigið fram og sagt frá ofbeldi, pyntingum og mannránum af hálfu lögreglu. Ramzan Kadyrov, leiðtogi lýðveldisins, hefur verið ásakaður um fleiri mannréttindabrot og heldur hann því fram að samkynhneigða menn sé ekki að finna í Téténíu.
Rússland Hinsegin Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira