Samkynhneigðir menn sem flúðu ofsóknir ákærðir fyrir hryðjuverk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 13:06 Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu, segir enga samkynhneigða menn að finna í lýðveldinu. Getty/Yelena Afonina Yfirvöld í Téténíu hafa hrundið af stað rannsókn vegna meintra hryðjuverka tveggja samkynhneigðra manna sem flúðu lýðveldið í fyrra en voru handteknir í Moskvu í síðustu viku og sendir aftur til baka. Téténía er sjáfstjórnarlýðveldi í Rússlandi og hafa fregnir þess efnis borist frá árinu 2017 að samkynhneigðir menn séu pyntaðir, handteknir og drepnir vegna kynhneigðar sinnar. Mannréttindasamtök sem hjálpuðu mönnunum tveimur að flýja lýðveldið segja það ekki alveg ljóst hvers vegna verið sé að sækja þá til saka. Annar þeirra hafi hins vegar verið yfirheyrður áður fyrir að hafa deilt LGBTQ tjámyndum á netinu. Salekh Magamadov, 20 ára, og Ismail Isayev, 17 ára, voru staddir i borginni Nizhny Novgorod austur af Moskvu síðastliðinn fimmtudag þegar þeim var rænt samkvæmt samtökunum Russian LGBT Network. Annar mannanna hringdi í neyðarlínu samtakanna síðdegis þann dag og starfsmaður samtakanna heyrði öskur í bakgrunninum. Lögmaður sem heimsótti íbúðina, sem þeir höfðu dvalið í, stuttu eftir að símtalið barst sagði að augljós merki væru þar um átök. Mennirnir tveir birtust síðan að nýju í gæsluvarðhaldi í Téténíu. Tim Bestsvet, talsmaður LGBT network, segir að lögmönnum hafi verið meinað að heimsækja þá og enginn viti hvar mennirnir eru í haldi. Hann lýsir einnig yfir áhyggjum yfir öryggi mannanna og bendir á dæmi um að karlmenn hafi verið fluttir aftur til Téténíu vegna meintra glæpa en hafi síðan horfið eða dáið. Magamadov og Isayev gætu átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi verði þeir fundnir sekir. Þeir flúðu Téténíu í júní síðastliðnum eftir að þeir voru handteknir og pyntaðir fyrir að halda utan um stjórnarandstöðuspjallþráð á forritinu Telegram. LGBT network hefur hjálpað um 200 manns að flýja lýðveldið, annað hvort til annars lands eða annarra hluta Rússlands, síðan ofsóknir á hendur hinseginfólki hófust þar fyrir fjórum árum. Einhverjir telja að ofsóknirnar sé hægt að rekja til þess að hinseginhreyfingar í Rússlandi fóru að verða sýnilegri árin 2016 og 2017. Yfirvöld í Téténíu hafa ítrekað neitað ásökunum um ofsóknir þrátt fyrir að fjöldi manna hafi stigið fram og sagt frá ofbeldi, pyntingum og mannránum af hálfu lögreglu. Ramzan Kadyrov, leiðtogi lýðveldisins, hefur verið ásakaður um fleiri mannréttindabrot og heldur hann því fram að samkynhneigða menn sé ekki að finna í Téténíu. Rússland Hinsegin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Sjá meira
Téténía er sjáfstjórnarlýðveldi í Rússlandi og hafa fregnir þess efnis borist frá árinu 2017 að samkynhneigðir menn séu pyntaðir, handteknir og drepnir vegna kynhneigðar sinnar. Mannréttindasamtök sem hjálpuðu mönnunum tveimur að flýja lýðveldið segja það ekki alveg ljóst hvers vegna verið sé að sækja þá til saka. Annar þeirra hafi hins vegar verið yfirheyrður áður fyrir að hafa deilt LGBTQ tjámyndum á netinu. Salekh Magamadov, 20 ára, og Ismail Isayev, 17 ára, voru staddir i borginni Nizhny Novgorod austur af Moskvu síðastliðinn fimmtudag þegar þeim var rænt samkvæmt samtökunum Russian LGBT Network. Annar mannanna hringdi í neyðarlínu samtakanna síðdegis þann dag og starfsmaður samtakanna heyrði öskur í bakgrunninum. Lögmaður sem heimsótti íbúðina, sem þeir höfðu dvalið í, stuttu eftir að símtalið barst sagði að augljós merki væru þar um átök. Mennirnir tveir birtust síðan að nýju í gæsluvarðhaldi í Téténíu. Tim Bestsvet, talsmaður LGBT network, segir að lögmönnum hafi verið meinað að heimsækja þá og enginn viti hvar mennirnir eru í haldi. Hann lýsir einnig yfir áhyggjum yfir öryggi mannanna og bendir á dæmi um að karlmenn hafi verið fluttir aftur til Téténíu vegna meintra glæpa en hafi síðan horfið eða dáið. Magamadov og Isayev gætu átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi verði þeir fundnir sekir. Þeir flúðu Téténíu í júní síðastliðnum eftir að þeir voru handteknir og pyntaðir fyrir að halda utan um stjórnarandstöðuspjallþráð á forritinu Telegram. LGBT network hefur hjálpað um 200 manns að flýja lýðveldið, annað hvort til annars lands eða annarra hluta Rússlands, síðan ofsóknir á hendur hinseginfólki hófust þar fyrir fjórum árum. Einhverjir telja að ofsóknirnar sé hægt að rekja til þess að hinseginhreyfingar í Rússlandi fóru að verða sýnilegri árin 2016 og 2017. Yfirvöld í Téténíu hafa ítrekað neitað ásökunum um ofsóknir þrátt fyrir að fjöldi manna hafi stigið fram og sagt frá ofbeldi, pyntingum og mannránum af hálfu lögreglu. Ramzan Kadyrov, leiðtogi lýðveldisins, hefur verið ásakaður um fleiri mannréttindabrot og heldur hann því fram að samkynhneigða menn sé ekki að finna í Téténíu.
Rússland Hinsegin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Sjá meira