Íslenskum landsliðsmanni hent út úr hóp eftir ósætti á æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2021 08:00 Mikael Neville Anderson og Sory Kaba sjást hér í leik FC Midtjylland og Liverpool í Meistaradeildinni. Mikael Neville kvartar við dómara leiksins. EPA-EFE/Bo Amstrup Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson missti af mikilvægum leik FC Midtjylland í toppbaráttu dönsku deildarinnar í gærkvöldi. Það voru þó ekki meiðsli sem héldu honum frá leiknum. Ekstabladet segir frá því að Mikael Neville Anderson og Sory Kaba hafi ekki verið í leikmannahópi Midtjylland á móti Randers eftir að hafa lent saman á æfingu liðsins. Ekki kemur fram ástæðurnar fyrir ósættum leikmannanna en málið var þó það alvarlegt að Brian Priske þjálfari ákvað að velja hvorugan þeirra í leikmannahópinn fyrir mikilvægan leik á móti Randers. Báðir hjálpuðu þeir Mikael Neville og Sory Midtjylland liðinu að vinna danska meistaratitilinn á síðustu leiktíð. Mikael Neville hefur spilað mun meira með Midtjylland en Sory Kaba. Kaba lenti í því að smitast af kórónuveirunni yfir jólahátíðina og hafði því misst talsvert úr að undanförnu. Det knirker i fc Midtjylland... to spillere losset ud af truppen mod Randers fc efter ballade til træning #sldkhttps://t.co/AohLRaKcvP— Klaus Egelund (@klausegelund) February 8, 2021 Mikael hafði komið inn á sem varamaður í fyrsta leik Midtjylland liðsins eftir vetrarfríið en liðið tapaði þá á móti SönderjyskE. Midtjylland vann hins vegar 2-1 sigur á Randers í gærkvöldi. „Ég vil ekki segja neitt meira um þetta annað en að þeir eru ekki með í kvöld. Lengra fer ég ekki. Við veljum það byrjunarlið og þann hóp sem við teljum að geti unnið leikinn. Öll svona mál eru afgreidd innanhúss. Við erum með sterkan og heilbrigðan hóp hvað varðar sigurhugarfar og keppnisskap. Þannig náum við árangri,“ sagði Brian Priske, þjálfari FC Midtjylland um málið í gærkvöldi. Mikael Neville Anderson er 22 ára gamall og hefur verið hjá Midtjylland síðan að hann var átján ára. Hann fór á láni til bæði Vendsyssel og Excelsior áður en hann fékk alvöru tækifæri með aðalliði Midtjylland. Mikael spilaði bæði fyrir íslensk og dönsk unglingalandslið en valdi síðan Ísland. Hann hefur spilað sjö A-landsleiki fyrir Íslands og lagði upp mark í sigri á Moldóvu í síðustu undankeppni. Sory Kaba er þremur árum eldri en Mikael og kemur frá Gíneu í Afríku. Kaba er framherji og hefur skorað 3 mörk í 14 landsleikjum fyrir Gíneu. Hann hefur verið leikmaður Midtjylland frá 2019. Danski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Ekstabladet segir frá því að Mikael Neville Anderson og Sory Kaba hafi ekki verið í leikmannahópi Midtjylland á móti Randers eftir að hafa lent saman á æfingu liðsins. Ekki kemur fram ástæðurnar fyrir ósættum leikmannanna en málið var þó það alvarlegt að Brian Priske þjálfari ákvað að velja hvorugan þeirra í leikmannahópinn fyrir mikilvægan leik á móti Randers. Báðir hjálpuðu þeir Mikael Neville og Sory Midtjylland liðinu að vinna danska meistaratitilinn á síðustu leiktíð. Mikael Neville hefur spilað mun meira með Midtjylland en Sory Kaba. Kaba lenti í því að smitast af kórónuveirunni yfir jólahátíðina og hafði því misst talsvert úr að undanförnu. Det knirker i fc Midtjylland... to spillere losset ud af truppen mod Randers fc efter ballade til træning #sldkhttps://t.co/AohLRaKcvP— Klaus Egelund (@klausegelund) February 8, 2021 Mikael hafði komið inn á sem varamaður í fyrsta leik Midtjylland liðsins eftir vetrarfríið en liðið tapaði þá á móti SönderjyskE. Midtjylland vann hins vegar 2-1 sigur á Randers í gærkvöldi. „Ég vil ekki segja neitt meira um þetta annað en að þeir eru ekki með í kvöld. Lengra fer ég ekki. Við veljum það byrjunarlið og þann hóp sem við teljum að geti unnið leikinn. Öll svona mál eru afgreidd innanhúss. Við erum með sterkan og heilbrigðan hóp hvað varðar sigurhugarfar og keppnisskap. Þannig náum við árangri,“ sagði Brian Priske, þjálfari FC Midtjylland um málið í gærkvöldi. Mikael Neville Anderson er 22 ára gamall og hefur verið hjá Midtjylland síðan að hann var átján ára. Hann fór á láni til bæði Vendsyssel og Excelsior áður en hann fékk alvöru tækifæri með aðalliði Midtjylland. Mikael spilaði bæði fyrir íslensk og dönsk unglingalandslið en valdi síðan Ísland. Hann hefur spilað sjö A-landsleiki fyrir Íslands og lagði upp mark í sigri á Moldóvu í síðustu undankeppni. Sory Kaba er þremur árum eldri en Mikael og kemur frá Gíneu í Afríku. Kaba er framherji og hefur skorað 3 mörk í 14 landsleikjum fyrir Gíneu. Hann hefur verið leikmaður Midtjylland frá 2019.
Danski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira