Bauð sér sjálfur inn í bílinn og áreitti tónlistarnema Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2021 16:38 Ekki kemur fram fyrir utan hvaða tónlistarskóla í Reykjavík maðurinn braut á konunni. Vísir/Vilhelm Rúmenskur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konu sem hann áreitti kynferðislega í maí 2019 400 þúsund krónur í miskabætur. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Karlmaðurinn fór óboðinn inn í bíl konunnar fyrir utan ónefndan tónlistarskóla í Reykjavík þar sem hún hafði lokið við kennslustund. Var hann dæmdur fyrir að hafa áreitt konuna kynferðislega með því að teygja sig inn um glugga bílsins og strjúka utanklæða upphandlegg hennar, öxl og læri. Fara svo inn í bílinn og strjúka utanklæða hendur hennar, bak, læri og mjaðmir. Hann var þó sýknaður af ákæru um að hafa tekið utan um konuna og kyssa háls hennar þar sem konan sagði í vitnisburði að maðurinn hefði faðmað hana fyrir utan bílinn og sleikja háls hennar, sem dómurinn féllst ekki á að væri til jafns við að kyssa. Mjög hrædd Héraðsdómur mat framburð konunnar trúverðugan. Hún hefði verið að koma úr tíma í tónlistarskóla og set inn í bíl sinn fyrir utan. Nokkru síðar hefði ókunnugur maður komið að dyrum ökumanns en farið svo óboðinn inn í bílinn og sest í farþegasætið. Maðurinn hefði áreitt hana kynferðislega með því að strjúka henni utanklæða. Um leið hefði hann talað við hana á kynferðislegan hátt auk þess að hindra hana að komast úr bílnum með því að halda í hana. Hún hefði mótmælt og verið mjög hrædd. Taldi hún þau hafa verið í bílnum í um klukkustund en upptökur úr öryggismyndavél bentu til þess að tíminn hefði líklega verið helmingi styttri. Hún hefði að lokum komist úr bílnum, farið aftur inn í tónlistarskólann og maðurinn elt hana þangað. Hún hefði leitað skjóls í afgreiðslu en maðurinn farið að ræða við starfsfólk. Konan hefði verið óttasleginn enda maðurinn tjáð henni að hann ætlaði að koma aftur og bíða eftir henni daglega. Vitni og upptaka Karlmaðurinn talar rúmensku, afar litla ensku, en kom hingað frá Hollandi og ætlaði áfram til Kanada. Hann hefði þó ílengst hér en sætti ákvörðun stjórnvalda um brottvísun þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi. Karlmaðurinn sagði gagnkvæman áhuga á samskiptum hafa verið hjá konunni, konan hefði látið hann hafa númerið sitt og nefndi meinta tóbaksneyslu konunnar. Framburður karlmannsins þótti bæði órökréttur og ósennilegur í heild sinni á allan almennan mælikvarða að sögn dómsins. Héraðsdómur studdist við frásagnir vitna í tónlistarskólanum þangað sem konan leitaði með karlmanninn á hælunum og sömuleiðis upptökur úr öryggismyndavélum sem sýndu áframhaldandi samskipti þeirra fyrir utan bílinn sem ljóst var að konan hafði engan áhuga á. Var hann dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 400 þúsund króna miskabóta. Dóminn má lesa hér. Dómsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Karlmaðurinn fór óboðinn inn í bíl konunnar fyrir utan ónefndan tónlistarskóla í Reykjavík þar sem hún hafði lokið við kennslustund. Var hann dæmdur fyrir að hafa áreitt konuna kynferðislega með því að teygja sig inn um glugga bílsins og strjúka utanklæða upphandlegg hennar, öxl og læri. Fara svo inn í bílinn og strjúka utanklæða hendur hennar, bak, læri og mjaðmir. Hann var þó sýknaður af ákæru um að hafa tekið utan um konuna og kyssa háls hennar þar sem konan sagði í vitnisburði að maðurinn hefði faðmað hana fyrir utan bílinn og sleikja háls hennar, sem dómurinn féllst ekki á að væri til jafns við að kyssa. Mjög hrædd Héraðsdómur mat framburð konunnar trúverðugan. Hún hefði verið að koma úr tíma í tónlistarskóla og set inn í bíl sinn fyrir utan. Nokkru síðar hefði ókunnugur maður komið að dyrum ökumanns en farið svo óboðinn inn í bílinn og sest í farþegasætið. Maðurinn hefði áreitt hana kynferðislega með því að strjúka henni utanklæða. Um leið hefði hann talað við hana á kynferðislegan hátt auk þess að hindra hana að komast úr bílnum með því að halda í hana. Hún hefði mótmælt og verið mjög hrædd. Taldi hún þau hafa verið í bílnum í um klukkustund en upptökur úr öryggismyndavél bentu til þess að tíminn hefði líklega verið helmingi styttri. Hún hefði að lokum komist úr bílnum, farið aftur inn í tónlistarskólann og maðurinn elt hana þangað. Hún hefði leitað skjóls í afgreiðslu en maðurinn farið að ræða við starfsfólk. Konan hefði verið óttasleginn enda maðurinn tjáð henni að hann ætlaði að koma aftur og bíða eftir henni daglega. Vitni og upptaka Karlmaðurinn talar rúmensku, afar litla ensku, en kom hingað frá Hollandi og ætlaði áfram til Kanada. Hann hefði þó ílengst hér en sætti ákvörðun stjórnvalda um brottvísun þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi. Karlmaðurinn sagði gagnkvæman áhuga á samskiptum hafa verið hjá konunni, konan hefði látið hann hafa númerið sitt og nefndi meinta tóbaksneyslu konunnar. Framburður karlmannsins þótti bæði órökréttur og ósennilegur í heild sinni á allan almennan mælikvarða að sögn dómsins. Héraðsdómur studdist við frásagnir vitna í tónlistarskólanum þangað sem konan leitaði með karlmanninn á hælunum og sömuleiðis upptökur úr öryggismyndavélum sem sýndu áframhaldandi samskipti þeirra fyrir utan bílinn sem ljóst var að konan hafði engan áhuga á. Var hann dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 400 þúsund króna miskabóta. Dóminn má lesa hér.
Dómsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira