Vísindamenn vilja grisja flóðhestahjörð Pablo Escobar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2021 08:53 Flóðhestar eiturlyfjabarónsins voru upphaflega fjórir en árið 2007 hafði þeim fjölgað í sextán. Vísindamenn segja nauðsynlegt að ráðast í grisjun flóðhestahjarðar sem varð til í kjölfar þess að eiturlyfjabaróninn Pablo Escobar var drepinn af lögreglu árið 1993, áður en hún fer að ógna plöntu og dýraríkinu þar sem hún hefur fjölgað sér. Escobar safnaði exótískum dýrum á búgarð sinn en eftir að hann féll frá drápust dýrin eða voru flutt á brott. Flóðhestarnir voru hins vegar látnir vera, bæði vegna kostnaðarins við að flytja risastór dýrin og vegna ofbeldisins sem geisaði á svæðinu. Tilraunir yfirvalda til að takmarka fjölgun skepnanna hafa lítinn árangur borið og hefur hjörðin stækkað úr 35 einstaklingum í 65 til 80 einstaklinga á síðustu átta árum. Hópur vísindamanna hefur varað við því að flóðhestarnir ógni líffræðilegum fjölbreytileika á svæðinu og að þeir gætu orðið fólki að bana. Þeir hvetja til grisjunar á hjörðinni en að óbreyttu muni hún telja allt að 1.500 einstaklinga árið 2035. Íbúum þykir orðið vænt um skepnurnar Hugmyndirnar hafa þegar verið gagnrýndar en margir brugðust hart við þegar þrír flóðhestanna lögðu í leiðangur frá villu Escobar fyrir nokkrum árum og einn þeirra var drepinn af veiðimönnum. Dýralæknir sem hefur tekið þátt í tilraunum yfirvalda til að gera skepnurnar ófrjóar, segist hafa verið kallaður „morðingi“ vegna þess hversu vinsælar þær eru. Fólki á svæðinu þykir orðið vænt um flóðhestana, að hluta til vegna ferðamannanna sem þeir laða að villunni, sem hefur verið breytt í hálfgerðan skemmtigarð. Rannsóknir hafa hins vegar leitt í ljós að dýrin hafa áhrif á vatnið sem þau dvelja og skíta í og þá eru uppi áhyggjur af því að flóðhestarnir muni hrekja á brott innfædd dýr á borð við eina undirtegund amerísku sækýrinnar. Guardian sagði frá. Kólumbía Dýr Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá þig“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Escobar safnaði exótískum dýrum á búgarð sinn en eftir að hann féll frá drápust dýrin eða voru flutt á brott. Flóðhestarnir voru hins vegar látnir vera, bæði vegna kostnaðarins við að flytja risastór dýrin og vegna ofbeldisins sem geisaði á svæðinu. Tilraunir yfirvalda til að takmarka fjölgun skepnanna hafa lítinn árangur borið og hefur hjörðin stækkað úr 35 einstaklingum í 65 til 80 einstaklinga á síðustu átta árum. Hópur vísindamanna hefur varað við því að flóðhestarnir ógni líffræðilegum fjölbreytileika á svæðinu og að þeir gætu orðið fólki að bana. Þeir hvetja til grisjunar á hjörðinni en að óbreyttu muni hún telja allt að 1.500 einstaklinga árið 2035. Íbúum þykir orðið vænt um skepnurnar Hugmyndirnar hafa þegar verið gagnrýndar en margir brugðust hart við þegar þrír flóðhestanna lögðu í leiðangur frá villu Escobar fyrir nokkrum árum og einn þeirra var drepinn af veiðimönnum. Dýralæknir sem hefur tekið þátt í tilraunum yfirvalda til að gera skepnurnar ófrjóar, segist hafa verið kallaður „morðingi“ vegna þess hversu vinsælar þær eru. Fólki á svæðinu þykir orðið vænt um flóðhestana, að hluta til vegna ferðamannanna sem þeir laða að villunni, sem hefur verið breytt í hálfgerðan skemmtigarð. Rannsóknir hafa hins vegar leitt í ljós að dýrin hafa áhrif á vatnið sem þau dvelja og skíta í og þá eru uppi áhyggjur af því að flóðhestarnir muni hrekja á brott innfædd dýr á borð við eina undirtegund amerísku sækýrinnar. Guardian sagði frá.
Kólumbía Dýr Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá þig“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila