Skoski þjarkurinn sem hefur fundið sinn innri framherja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2021 14:31 Scott McTominay fagnar marki sínu gegn West Ham í gær. getty/Matthew Peters Manchester United getur þakkað Scott McTominay fyrir að liðið sé komið í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar. Á undanförnum vikum hefur skoski miðjumaðurinn sýnt á sér nýja hlið og er byrjaður að raða inn mörkum. McTominay kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í bikarleik United og West Ham á Old Trafford í gær. Á sjöundu mínútu framlengingar skoraði hann eina mark leiksins. Hann rak þá smiðshöggið á góða skyndisókn heimamanna og skoraði með viðstöðulausu skoti eftir sendingu frá Marcus Rashford. Super Scott McTominay #EmiratesFACup @ManUtd pic.twitter.com/ZG3w6Sjhyg— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 9, 2021 McTominay hefur nú skorað í síðustu þremur leikjum United sem hafa allir verið á heimavelli. Raunar hafa sex af sjö mörkum hans á tímabilinu komið á Old Trafford. Aðeins Bruno Fernandes og Rashford hafa skorað meira fyrir United í vetur en McTominay. „Hann var framherji og hann klárar færin sín með stæl. Honum líður vel í þessum stöðum og þrumaði boltanum í netið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, eftir leikinn gegn West Ham í gær. Þótt McTominay hafi verið framherji á sínum yngri árum hefur hann ekki verið þekktur fyrir markaskorun síðan hann kom inn í aðallið United. Í vetur hefur hann hins vegar skorað jafn mörg mörk og hann hafði gert á ferli sínum með United fram að því. Scott McTominay has found his scoring touch Between 2016-17 and 2019-20: 7 goals in 8 4 appearances2020-21: 7 goals in 3 0 appearances pic.twitter.com/8CDr9E4dkG— Goal (@goal) February 10, 2021 McTominay er uppalinn hjá United og lék sína fyrstu leiki með aðalliði félagsins tímabilið 2016-17. Hann kom svo að alvöru inn í aðalliðið á næsta tímabili þegar hann lék 23 leiki í öllum keppnum. José Mourinho, sem hefur ekki verið þekktur fyrir að gefa ungum leikmönnum mörg tækifæri á stjóraferlinum, virtist taka ástfóstri við Skotann óþreytandi þótt hann hafi stundum gagnrýnt hann opinberlega. Hlutverk McTominays hefur svo bara stækkað síðustu árin. Hann er kannski smástirni í hópi allra ofurstjarnanna hjá United en hann er gríðarlega mikilvægur hlekkur í liðinu, óþreytandi, áreiðanlegur og frábær liðsmaður. Hann er kannski ekki afgerandi góður í neinu en fínn í flestu og er ekki ólíkur landa sínum, Darren Fletcher, sem reyndist United svo vel á árum áður. Styttist í EM McTominay stendur ekki bara í ströngu með United heldur er Evrópumótið handan við hornið þar sem Skotar verða meðal þátttökuliða. McTominay er fæddur á Englandi en á skoskan föður og eftir talsverðar vangaveltur valdi hann að spila fyrir skoska landsliðið. Alex McLeish, þáverandi landsliðsþjálfari Skotlands, gerði sér ferð á æfingasvæði United í hálfgerðu óveðri til að tala við McTominay á meðan Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sendi honum skilaboð. Seinna sagði McTominay að hann hafi alltaf ætlað að spila fyrir Skotland en áhugi McLeishs hefur varla skemmt fyrir. McTominay fagnar eftir að Skotar tryggðu sér sæti á Evrópumótinu.getty/Srdjan Stevanovic McTominay hefur leikið nítján landsleiki fyrir Skotland. Í leikjunum mikilvægu í umspili um sæti á EM síðasta haust lék hann sem miðvörður og fórst það vel úr hendi. Skotar unnu Ísraela og Serba í EM-umspilinu eftir vítaspyrnukeppni. Í báðum vítakeppnunum tók McTominay þriðju spyrnu Skota og skoraði úr þeim. Skotar komust síðast á stórmót 1998 þegar McTominay var á öðru aldursári svo bið þeirra var orðin ansi löng. Ekki nóg með að Skotar hafi komist á EM heldur fara tveir af þremur leikjum þeirra í riðlakeppninni fram á Hampden Park í Glasgow. Þriðji leikurinn verður svo gegn Englendingum á Wembley. McTominay mætir þar væntanlega nokkrum af liðsfélögum sínum hjá United. Enski boltinn Skotland Tengdar fréttir McTominay tryggði Man Utd sæti í átta liða úrslitum | Sjáðu markið Scott McTominay tryggði Manchester United sæti í 8-liða úrslitum FA-bikarsins á Englandi er liðið vann 1-0 sigur á West Ham United í framlengdum leik á Old Trafford í kvöld. 9. febrúar 2021 22:05 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
McTominay kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í bikarleik United og West Ham á Old Trafford í gær. Á sjöundu mínútu framlengingar skoraði hann eina mark leiksins. Hann rak þá smiðshöggið á góða skyndisókn heimamanna og skoraði með viðstöðulausu skoti eftir sendingu frá Marcus Rashford. Super Scott McTominay #EmiratesFACup @ManUtd pic.twitter.com/ZG3w6Sjhyg— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 9, 2021 McTominay hefur nú skorað í síðustu þremur leikjum United sem hafa allir verið á heimavelli. Raunar hafa sex af sjö mörkum hans á tímabilinu komið á Old Trafford. Aðeins Bruno Fernandes og Rashford hafa skorað meira fyrir United í vetur en McTominay. „Hann var framherji og hann klárar færin sín með stæl. Honum líður vel í þessum stöðum og þrumaði boltanum í netið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, eftir leikinn gegn West Ham í gær. Þótt McTominay hafi verið framherji á sínum yngri árum hefur hann ekki verið þekktur fyrir markaskorun síðan hann kom inn í aðallið United. Í vetur hefur hann hins vegar skorað jafn mörg mörk og hann hafði gert á ferli sínum með United fram að því. Scott McTominay has found his scoring touch Between 2016-17 and 2019-20: 7 goals in 8 4 appearances2020-21: 7 goals in 3 0 appearances pic.twitter.com/8CDr9E4dkG— Goal (@goal) February 10, 2021 McTominay er uppalinn hjá United og lék sína fyrstu leiki með aðalliði félagsins tímabilið 2016-17. Hann kom svo að alvöru inn í aðalliðið á næsta tímabili þegar hann lék 23 leiki í öllum keppnum. José Mourinho, sem hefur ekki verið þekktur fyrir að gefa ungum leikmönnum mörg tækifæri á stjóraferlinum, virtist taka ástfóstri við Skotann óþreytandi þótt hann hafi stundum gagnrýnt hann opinberlega. Hlutverk McTominays hefur svo bara stækkað síðustu árin. Hann er kannski smástirni í hópi allra ofurstjarnanna hjá United en hann er gríðarlega mikilvægur hlekkur í liðinu, óþreytandi, áreiðanlegur og frábær liðsmaður. Hann er kannski ekki afgerandi góður í neinu en fínn í flestu og er ekki ólíkur landa sínum, Darren Fletcher, sem reyndist United svo vel á árum áður. Styttist í EM McTominay stendur ekki bara í ströngu með United heldur er Evrópumótið handan við hornið þar sem Skotar verða meðal þátttökuliða. McTominay er fæddur á Englandi en á skoskan föður og eftir talsverðar vangaveltur valdi hann að spila fyrir skoska landsliðið. Alex McLeish, þáverandi landsliðsþjálfari Skotlands, gerði sér ferð á æfingasvæði United í hálfgerðu óveðri til að tala við McTominay á meðan Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sendi honum skilaboð. Seinna sagði McTominay að hann hafi alltaf ætlað að spila fyrir Skotland en áhugi McLeishs hefur varla skemmt fyrir. McTominay fagnar eftir að Skotar tryggðu sér sæti á Evrópumótinu.getty/Srdjan Stevanovic McTominay hefur leikið nítján landsleiki fyrir Skotland. Í leikjunum mikilvægu í umspili um sæti á EM síðasta haust lék hann sem miðvörður og fórst það vel úr hendi. Skotar unnu Ísraela og Serba í EM-umspilinu eftir vítaspyrnukeppni. Í báðum vítakeppnunum tók McTominay þriðju spyrnu Skota og skoraði úr þeim. Skotar komust síðast á stórmót 1998 þegar McTominay var á öðru aldursári svo bið þeirra var orðin ansi löng. Ekki nóg með að Skotar hafi komist á EM heldur fara tveir af þremur leikjum þeirra í riðlakeppninni fram á Hampden Park í Glasgow. Þriðji leikurinn verður svo gegn Englendingum á Wembley. McTominay mætir þar væntanlega nokkrum af liðsfélögum sínum hjá United.
Enski boltinn Skotland Tengdar fréttir McTominay tryggði Man Utd sæti í átta liða úrslitum | Sjáðu markið Scott McTominay tryggði Manchester United sæti í 8-liða úrslitum FA-bikarsins á Englandi er liðið vann 1-0 sigur á West Ham United í framlengdum leik á Old Trafford í kvöld. 9. febrúar 2021 22:05 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
McTominay tryggði Man Utd sæti í átta liða úrslitum | Sjáðu markið Scott McTominay tryggði Manchester United sæti í 8-liða úrslitum FA-bikarsins á Englandi er liðið vann 1-0 sigur á West Ham United í framlengdum leik á Old Trafford í kvöld. 9. febrúar 2021 22:05