Nær öllum húsum Borgarbyggðar í Brákarey lokað vegna slæmra brunavarna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 20:08 Fjórtán rekstraraðilar munu þurfa að yfirgefa húsnæði sitt í Brákarey í Borgarnesi á morgun vegna slæmra brunavarna. Vísir/Vilhelm Nær öllu húsnæði í eigu Borgarbyggðar í Brákarey verður lokað frá og með morgundeginum vegna alvarlegra athugasemda eldvarnareftirlits og byggingafulltrúa. Fjórtán rekstraraðilar munu þurfa að yfirgefa húsnæði sín á morgun og var þeim tilkynnt þetta í dag. Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við brunavarnir í húsinu, en þar segir ljóst að nauðsynlegt sé að gera töluverðar úrbætur á húsnæðinu. Þær breytingar varða sérstaklega flóttaleiðir, vatnsleka, brunahólfun, rafmagnsmál og leiðir til reyklosunar. Skessuhorn greinir frá þessu. Um er að ræða húsnæði við Brákarbraut 25 og 27 í Brákarey, þar sem félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir eru með starfsemi. Rekstraraðilum í húsnæðinu var tilkynnt um lokunina á fundi í dag. Grímshús í Brákarey verður eina húsnæðið í eyjunni í eigu sveitarfélagsins sem fær að vera opið áfram. Eldvarnareftirlitið og byggingafulltrúi gerðu úttekt í húsnæði Ölunnar í síðustu viku og var í kjölfarið ákveðið að framkvæma heildarúttekt á húsnæðinu að Brákarbraut 25-27. Fram kemur hjá Skessuhorni að í kjölfar þess að niðurstöður lágu fyrir var ekki annað í stöðunni en að loka húsnæðinu um óákveðinn tíma. Eldvarnareftirlitið og byggingafulltrúi gerðu alvarlegar athugasemdir vegna brunavarna í húsinu og segir Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri í samtali við Skessuhorn að ekki hafi annað komið til greina en að loka húsnæðinu. „Þessi ákvörðun er okkur ekki léttvæg en við erum fyrst og fremst að hugsa um öryggi þeirra aðila sem hafa notað aðstöðuna í húsnæðinu. Niðurstöður úr úttektunum hafa leitt í ljós að nauðsynlegt er að gera töluverðar úrbætur á húsnæðinu, m.t.t. til eldvarna- og öryggismála. Helstu athugasemdir varða flóttaleiðir, vatnsleka, brunahólfun, rafmagnsmál og leiðir til reyklosunar,“ segir Þórdís. Engin ákvörðun hefur verið tekin um næstu skref í málinu og framtíð húsanna. Byggðarráð Borgarbyggðar mun í næstu viku ræða málið á fundi sínum og ákvörðun verður þá tekin um næstu skref. Borgarbyggð Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við brunavarnir í húsinu, en þar segir ljóst að nauðsynlegt sé að gera töluverðar úrbætur á húsnæðinu. Þær breytingar varða sérstaklega flóttaleiðir, vatnsleka, brunahólfun, rafmagnsmál og leiðir til reyklosunar. Skessuhorn greinir frá þessu. Um er að ræða húsnæði við Brákarbraut 25 og 27 í Brákarey, þar sem félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir eru með starfsemi. Rekstraraðilum í húsnæðinu var tilkynnt um lokunina á fundi í dag. Grímshús í Brákarey verður eina húsnæðið í eyjunni í eigu sveitarfélagsins sem fær að vera opið áfram. Eldvarnareftirlitið og byggingafulltrúi gerðu úttekt í húsnæði Ölunnar í síðustu viku og var í kjölfarið ákveðið að framkvæma heildarúttekt á húsnæðinu að Brákarbraut 25-27. Fram kemur hjá Skessuhorni að í kjölfar þess að niðurstöður lágu fyrir var ekki annað í stöðunni en að loka húsnæðinu um óákveðinn tíma. Eldvarnareftirlitið og byggingafulltrúi gerðu alvarlegar athugasemdir vegna brunavarna í húsinu og segir Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri í samtali við Skessuhorn að ekki hafi annað komið til greina en að loka húsnæðinu. „Þessi ákvörðun er okkur ekki léttvæg en við erum fyrst og fremst að hugsa um öryggi þeirra aðila sem hafa notað aðstöðuna í húsnæðinu. Niðurstöður úr úttektunum hafa leitt í ljós að nauðsynlegt er að gera töluverðar úrbætur á húsnæðinu, m.t.t. til eldvarna- og öryggismála. Helstu athugasemdir varða flóttaleiðir, vatnsleka, brunahólfun, rafmagnsmál og leiðir til reyklosunar,“ segir Þórdís. Engin ákvörðun hefur verið tekin um næstu skref í málinu og framtíð húsanna. Byggðarráð Borgarbyggðar mun í næstu viku ræða málið á fundi sínum og ákvörðun verður þá tekin um næstu skref.
Borgarbyggð Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira