Þetta er það sem stuðningsmenn Everton voru að vonast eftir frá Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið að spila vel með Everton undanfarin mánuði. AP/Martin Rickett Stoðsendingaþrenna Gylfa Þórs Sigurðssonar á móti Tottenham var sú fyrsta hjá Everton í næstum því níu ár. Leon Osman, fyrrum leikmaður Everton, er einn af þeim sem hrósar Gylfa Þór Sigurðssyni fyrir frammistöðu sína með Everton liðinu að undanförnu. Gylfi hefur verið að skora reglulega að undanförnu og kom með beinum hætti að fjórum af fimm mörkum Everton í 5-4 bikarsigri á Tottenham. Leon Osman makes Everton fan admission over Gylfi Sigurdsson - https://t.co/NOK0xkF0gk #EvertonFC #EFC pic.twitter.com/AOg29aTMRG— Toffee News (@TOFnews) February 11, 2021 Gylfi náði þar stoðsendingaþrennu og allar sendingarnar komu í opnum leik en Gylfi hefur meira verið að gefa stoðsendingar sínar úr hornum eða aukaspyrnum. Gylfi varð þarna fyrsti leikmaður Everton til að gefa stoðsendingaþrennu í leik síðan að Steven Pienaar náði því í apríl 2012. Gylfi Sigurdsson provided 3 assists against Tottenham - the first #EFC player to provide a hat-trick of assists in a game since Steven Pienaar against Fulham in April 2012.— EFC Statto (@EFC_Statto) February 11, 2021 „Hann gaf þrjár stoðsendingar, skoraði mark og átti þátt í öðru góðu sem gerðist og mér fannst hann vera frábær,“ sagði Leon Osman í bikarþætti breska ríkisútvarpsins. Osmon þekkir vel til hjá Everton enda lék hann með félaginu í sextán ár. „Hann hefur verið að vinna sig upp til meiri áhrifa innan Everton liðsins. Þetta byrjaði ekki vel hjá honum í leiknum því hann var átti að vera að gæta Davinson Sanchez í fyrsta marki Tottenham í leiknum,“ sagði Osman. Gylfi var fljótur að bæta fyrir þau mistök með laglegri stoðsendingu á Dominic Calvert-Lewin og var síðan búinn að skora sjálfur fyrir hálfleik. „Frá þeirri stundu tók hann hins vegar þátt í öllu því jákvæða sem gerðist hjá Everton í leiknum,“ sagði Osman. Gylfi Sigurdsson scored 1 goal and assisted 3 yesterday in #EVETOT. He only had 4 goals and 4 assists all season before the match. Armband. pic.twitter.com/BjevKOOIh0— (@thehomeofstats) February 11, 2021 Gylfi byrjaði tímabilið rólega en hefur nú komið að átta mörkum í síðustu fjórtán leikjum í öllum keppnum. Hann kom að fjórum mörkum í fyrstu þrettán leikjunum þar af tveimur í sigri á D-deildarliði Salford. „Hann er fullur sjálfstrausts. Það voru svolitlir galdrar í gangi hjá honum í sigurmarkinu. Þetta er það sem stuðningsmenn Everton voru að vonast eftir frá Gylfa í hverri viku þegar hann kom til félagsins,“ sagði Leon Osman á BBC Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Sjá meira
Leon Osman, fyrrum leikmaður Everton, er einn af þeim sem hrósar Gylfa Þór Sigurðssyni fyrir frammistöðu sína með Everton liðinu að undanförnu. Gylfi hefur verið að skora reglulega að undanförnu og kom með beinum hætti að fjórum af fimm mörkum Everton í 5-4 bikarsigri á Tottenham. Leon Osman makes Everton fan admission over Gylfi Sigurdsson - https://t.co/NOK0xkF0gk #EvertonFC #EFC pic.twitter.com/AOg29aTMRG— Toffee News (@TOFnews) February 11, 2021 Gylfi náði þar stoðsendingaþrennu og allar sendingarnar komu í opnum leik en Gylfi hefur meira verið að gefa stoðsendingar sínar úr hornum eða aukaspyrnum. Gylfi varð þarna fyrsti leikmaður Everton til að gefa stoðsendingaþrennu í leik síðan að Steven Pienaar náði því í apríl 2012. Gylfi Sigurdsson provided 3 assists against Tottenham - the first #EFC player to provide a hat-trick of assists in a game since Steven Pienaar against Fulham in April 2012.— EFC Statto (@EFC_Statto) February 11, 2021 „Hann gaf þrjár stoðsendingar, skoraði mark og átti þátt í öðru góðu sem gerðist og mér fannst hann vera frábær,“ sagði Leon Osman í bikarþætti breska ríkisútvarpsins. Osmon þekkir vel til hjá Everton enda lék hann með félaginu í sextán ár. „Hann hefur verið að vinna sig upp til meiri áhrifa innan Everton liðsins. Þetta byrjaði ekki vel hjá honum í leiknum því hann var átti að vera að gæta Davinson Sanchez í fyrsta marki Tottenham í leiknum,“ sagði Osman. Gylfi var fljótur að bæta fyrir þau mistök með laglegri stoðsendingu á Dominic Calvert-Lewin og var síðan búinn að skora sjálfur fyrir hálfleik. „Frá þeirri stundu tók hann hins vegar þátt í öllu því jákvæða sem gerðist hjá Everton í leiknum,“ sagði Osman. Gylfi Sigurdsson scored 1 goal and assisted 3 yesterday in #EVETOT. He only had 4 goals and 4 assists all season before the match. Armband. pic.twitter.com/BjevKOOIh0— (@thehomeofstats) February 11, 2021 Gylfi byrjaði tímabilið rólega en hefur nú komið að átta mörkum í síðustu fjórtán leikjum í öllum keppnum. Hann kom að fjórum mörkum í fyrstu þrettán leikjunum þar af tveimur í sigri á D-deildarliði Salford. „Hann er fullur sjálfstrausts. Það voru svolitlir galdrar í gangi hjá honum í sigurmarkinu. Þetta er það sem stuðningsmenn Everton voru að vonast eftir frá Gylfa í hverri viku þegar hann kom til félagsins,“ sagði Leon Osman á BBC
Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Sjá meira