Ásamt því að skiptast á að syngja slagara hvors annars fóru þeir um víðan völl í poppheiminum og spreyttu sig meðal annars á lögum eftir Sálina hans Jóns míns, Bon Jovi og ýmsum vel völdum strákasveitahljómsveitum(e. boybands).
Hér að neðan má sjá þá bræður alla flytja lag Frikka Dórs, lagið Hlið við hlið. Í lok lagsins tók Ingó ansi hreint hressandi U-beygju sem endaði í einhverskonar beatboxi og hiphop samsuðu.
Næsti þáttur er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 18:50 og eru gestirnir ekki af verri endanum. Stórsöngvarinn Geir Ólafs, skemmtikrafturinn Sóli Hólm ásamt söngkonunni og gleðigjafanum Bryndísi Ásmundsdóttur.
Fyrir áhugasama er hægt að nálgast alla fyrri þætti Í kvöld er gigg inn á Stöð 2+.