Fótbolti

Lars ekki enn gert skrif­legan samning við KSÍ

Sindri Sverrisson skrifar
Lars Lagerbäck er mættur aftur í starfsteymi íslenska karlalandsliðsins en hann hefur þó ekki skrifað undir samning við KSÍ.
Lars Lagerbäck er mættur aftur í starfsteymi íslenska karlalandsliðsins en hann hefur þó ekki skrifað undir samning við KSÍ. mynd/vilhelm

Lars Lagerbäck er ekki búinn að skrifa undir samning við Knattspyrnusamband Íslands þó svo það sé búið að staðfesta að hann komi inn í nýtt landsliðsteymi A-landsliðs karla sem tæknilegur ráðgjafi.

Lars Lagerbäck er ekki búinn að skrifa undir samning við Knattspyrnusamband Íslands þó svo það sé búið að staðfesta að hann komi inn í nýtt landsliðsteymi A-landsliðs karla sem tæknilegur ráðgjafi.

„Við höfum ekki rætt nein formsatriði. Bara gert munnlegt samkomulag um að ég byrji núna sem aðstoðarmaður. Við sjáum svo bara til og neglum eitthvað niður þegar við náum að hittast. Svo lengi sem að Arnar telur mig geta hjálpað þá geri ég það. Ég er viss um að ég næ góðu samkomulagi við Klöru, Guðna og Arnar þegar kemur að því að gera skriflegan samning.“

Klippa: Lars ekki búinn að skrifa undir samning

Lagerbäck sér fyrir sér að vera alla vega með fram yfir undankeppni HM sem leikin er öll á þessu ári.

„Þannig hugsa ég það alla vega. En við höfum ekki farið út í smáatriði og það er ekkert gefið. Auðvitað vil ég klára undankeppnina en ef að Arnar telur sig ekki hafa meira að læra eða að það sé ekki frekar gagn í mér þá hætti ég auðvitað. Arnar ræður för.“

Klippa: Lars verður með Íslandi út árið 2021

Undankeppni HM í Katar hefst í mars þegar Ísland spilar gegn Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein á útivöllum.


Tengdar fréttir

Lars snýr aftur til Íslands

Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn tæknilegur ráðgjafi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.

„Arnar vill ekki að ég sitji inni á skrifstofu“

Lars Lagerbäck kveðst svo sannarlega hafa saknað sinna gömlu lærisveina í íslenska landsliðinu í fótbolta. Hans nýja hlutverki hjá landsliðinu, sem nú er undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar, væri að mati Svíans best lýst sem starfi aðstoðarþjálfara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×