Dæmdur í tveggja ára fangelsi og til að greiða brotaþola 1,8 milljónir eftir nauðgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 21:58 Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í málinu. vísir/hanna Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Austurlands um að Wiktor Tomasz W. Tómasson skyldi sæta tveggja ára fangelsisvist vegna kynferðislegrar áreitni og nauðgunar auk þess sem hann skyldi greiða brotaþola 1,8 milljónir króna í miskabætur. Fram kemur í dómi Landsréttar að aðfaranótt sunnudagsins 12. nóvember 2017 hafi brotaþolinn og Wiktor farið heim til hennar eftir að hafa verið á skemmtistað. Þau voru ekki ein heima hjá henni heldur kom þangað nokkur hópur fólks og af varð teiti sem varði nokkuð lengi. Lögregla var á heimilinu fyrr um morguninn Þegar leið á morgun fór brotaþoli að sofa í herbergi sínu á efri hæð heimils hennar en enn voru nokkrir gestir á neðri hæðinni, þar á meðal Wiktor og nokkrir vinir konunnar. Wiktor og vinur konunnar, sem kallaður er X, áttu í einhverjum orðaskiptum og kastaðist í kekki milli þeirra. Það endaði þannig að Wiktor sló X hnefahöggi í andlitið með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði. Hringt var á lögreglu sem kom á staðinn korter yfir átta um morguninn og var X fluttur til aðhlynningar á heilsugæslu. Wiktor ásamt þremur öðrum gestum og konunni voru enn í húsinu á þeim tímapunkti. Lögreglan kom aftur að húsinu klukkan hálf tíu þennan morgun þar sem lögregla tók ljósmyndir innandyra vegna slagsmálanna. Þá var Wiktor sofandi í stofunni og annar maður var sofandi í öðrum sófa í stofunni. Eftir að lögregla yfirgaf heimilið fór Wiktor upp í herbergi til brotaþola. Hún bar fyrir héraðsdómi að hún hafi vaknað við það að ákærði hafi reynt að lyfta henni úr rúminu. Hún hafi verið hálfsofandi og drukkin og því ekki rankað nógu vel við sér. Þegar hún rankaði aftur við sér hafði ákærði tekið niður brjóstarhaldara hennar og var að sleikja eða sjúga hægri geirvörtu hennar. Brotaþoli og Wiktor voru ekki ein í herberginu, en vinkona brotaþola var þar sofandi en vaknaði við atvikið. Hún sagði honum að fara út úr herberginu og hótaði að hringja á lögregluna. Hafði læst hurðinni fyrir brotið Eftir atvikið fór brotaþoli aftur að sofa en vaknaði svo við að Wiktor var kominn upp í rúm til hennar. Hann var þá með fingur í leggöngum hennar og var að kyssa hana á hálsin. Hann snerti einnig á henni brjóstin með munninum. Konan lýsti því fyrir héraðsdómi að hún hafi verið hálf sofandi og það hafi tekið hana nokkra stunda að vakna. Þegar hún hafi loks vaknað almennilega hafi ákæri lagst niður og þóst vera sofandi. Eftir að brotaþoli hafði náð að stönglast út úr rúminu tók hún veski Wiktors sem lá á náttborði en við það vaknaði hann og krafðist þess að fá veskið. Þegar hún sagði honum að hann fengi það ekki fyrr en hann klæddi sig og færi út hrópaði hann að henni fúkyrðum og þegar hún reyndi að yfirgefa herbergið komst hún að því að hann hafði læst hurðinni. Í kjölfarið leitaði brotaþoli til Neyðarmóttöku Landspítala þar sem henni var vísað í sálfræðilegt mat og áfallahjálp. Í samantekt sálfræðings kemur fram að hún hafi sýnt einkenni áfallastreitu sem þekkt eru hjá fólk sem hafi upplifað alvarleg áhrif svo sem nauðgun. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fram kemur í dómi Landsréttar að aðfaranótt sunnudagsins 12. nóvember 2017 hafi brotaþolinn og Wiktor farið heim til hennar eftir að hafa verið á skemmtistað. Þau voru ekki ein heima hjá henni heldur kom þangað nokkur hópur fólks og af varð teiti sem varði nokkuð lengi. Lögregla var á heimilinu fyrr um morguninn Þegar leið á morgun fór brotaþoli að sofa í herbergi sínu á efri hæð heimils hennar en enn voru nokkrir gestir á neðri hæðinni, þar á meðal Wiktor og nokkrir vinir konunnar. Wiktor og vinur konunnar, sem kallaður er X, áttu í einhverjum orðaskiptum og kastaðist í kekki milli þeirra. Það endaði þannig að Wiktor sló X hnefahöggi í andlitið með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði. Hringt var á lögreglu sem kom á staðinn korter yfir átta um morguninn og var X fluttur til aðhlynningar á heilsugæslu. Wiktor ásamt þremur öðrum gestum og konunni voru enn í húsinu á þeim tímapunkti. Lögreglan kom aftur að húsinu klukkan hálf tíu þennan morgun þar sem lögregla tók ljósmyndir innandyra vegna slagsmálanna. Þá var Wiktor sofandi í stofunni og annar maður var sofandi í öðrum sófa í stofunni. Eftir að lögregla yfirgaf heimilið fór Wiktor upp í herbergi til brotaþola. Hún bar fyrir héraðsdómi að hún hafi vaknað við það að ákærði hafi reynt að lyfta henni úr rúminu. Hún hafi verið hálfsofandi og drukkin og því ekki rankað nógu vel við sér. Þegar hún rankaði aftur við sér hafði ákærði tekið niður brjóstarhaldara hennar og var að sleikja eða sjúga hægri geirvörtu hennar. Brotaþoli og Wiktor voru ekki ein í herberginu, en vinkona brotaþola var þar sofandi en vaknaði við atvikið. Hún sagði honum að fara út úr herberginu og hótaði að hringja á lögregluna. Hafði læst hurðinni fyrir brotið Eftir atvikið fór brotaþoli aftur að sofa en vaknaði svo við að Wiktor var kominn upp í rúm til hennar. Hann var þá með fingur í leggöngum hennar og var að kyssa hana á hálsin. Hann snerti einnig á henni brjóstin með munninum. Konan lýsti því fyrir héraðsdómi að hún hafi verið hálf sofandi og það hafi tekið hana nokkra stunda að vakna. Þegar hún hafi loks vaknað almennilega hafi ákæri lagst niður og þóst vera sofandi. Eftir að brotaþoli hafði náð að stönglast út úr rúminu tók hún veski Wiktors sem lá á náttborði en við það vaknaði hann og krafðist þess að fá veskið. Þegar hún sagði honum að hann fengi það ekki fyrr en hann klæddi sig og færi út hrópaði hann að henni fúkyrðum og þegar hún reyndi að yfirgefa herbergið komst hún að því að hann hafði læst hurðinni. Í kjölfarið leitaði brotaþoli til Neyðarmóttöku Landspítala þar sem henni var vísað í sálfræðilegt mat og áfallahjálp. Í samantekt sálfræðings kemur fram að hún hafi sýnt einkenni áfallastreitu sem þekkt eru hjá fólk sem hafi upplifað alvarleg áhrif svo sem nauðgun.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira