Þrjú smituð og öllu skellt í lás Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. febrúar 2021 08:35 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, er hér fyrir miðju. Með henni á myndinni eru landlæknir Nýja-Sjálands og ráðherrar í ríkisstórn hennar. Dave Rowland/Getty Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur fyrirskipað þriggja daga útgöngubann og harðar sóttvarnaaðgerðir í Auckland, stærstu borg landsins, eftir að þrír einstaklingar greindust þar með kórónuveiruna. Markmið stjórnvalda er að grípa til harðra aðgerða strax og smit greinast, og koma þannig í veg fyrir útbreiðslu. Um er að ræða þriggja manna fjölskyldu sem greindist með veiruna í dag. Nýja-Sjáland hefur vakið heimsathygli fyrir viðbrögð sín við kórónuveirufaraldrinum. Rúmlega 2.300 manns hafa greinst með kórónuveiruna frá upphafi faraldursins á síðasta ári og 25 manns látið lífið af völdum Covid-19. Íbúafjöldi Nýja-Sjálands er um fimm milljónir. Meðal þeirra aðgerða sem þessi góði árangur hefur verið þakkaður eru harðar reglur á landamærunum. Nánast engum öðrum en ríkisborgurum og íbúum landsins er hleypt inn. Þær aðgerðir sem nú hefur verið gripið til í Auckland vegna smitanna þriggja fela í sér að íbúum borgarinnar, sem telja um 1,7 milljónir, verður gert að halda sig heima nema brýna nauðsyn beri til, svo sem ef fólk vinnur nauðsynlega vinnu eða þarf að kaupa nauðsynjavörur. Skólum og verslunum sem ekki teljast nauðsynlegar verður lokað í þá þrjá daga sem aðgerðirnar eiga að vara. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Ardern að þrír dagar ættu að vera nægur tími fyrir stjórnvöld til að afla sér upplýsinga um smitin, framkvæmda smitrakningu og komast að því hvort útbreiðsla hefði orðið. Þó hörðustu aðgerðir eigi bara við um Auckland er fólki annars staðar í landinu bent á að vera á varðbergi og reyna að gera ráðstafanir. Þannig er fólki sem getur unnið heima bent á að gera það. Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Markmið stjórnvalda er að grípa til harðra aðgerða strax og smit greinast, og koma þannig í veg fyrir útbreiðslu. Um er að ræða þriggja manna fjölskyldu sem greindist með veiruna í dag. Nýja-Sjáland hefur vakið heimsathygli fyrir viðbrögð sín við kórónuveirufaraldrinum. Rúmlega 2.300 manns hafa greinst með kórónuveiruna frá upphafi faraldursins á síðasta ári og 25 manns látið lífið af völdum Covid-19. Íbúafjöldi Nýja-Sjálands er um fimm milljónir. Meðal þeirra aðgerða sem þessi góði árangur hefur verið þakkaður eru harðar reglur á landamærunum. Nánast engum öðrum en ríkisborgurum og íbúum landsins er hleypt inn. Þær aðgerðir sem nú hefur verið gripið til í Auckland vegna smitanna þriggja fela í sér að íbúum borgarinnar, sem telja um 1,7 milljónir, verður gert að halda sig heima nema brýna nauðsyn beri til, svo sem ef fólk vinnur nauðsynlega vinnu eða þarf að kaupa nauðsynjavörur. Skólum og verslunum sem ekki teljast nauðsynlegar verður lokað í þá þrjá daga sem aðgerðirnar eiga að vara. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Ardern að þrír dagar ættu að vera nægur tími fyrir stjórnvöld til að afla sér upplýsinga um smitin, framkvæmda smitrakningu og komast að því hvort útbreiðsla hefði orðið. Þó hörðustu aðgerðir eigi bara við um Auckland er fólki annars staðar í landinu bent á að vera á varðbergi og reyna að gera ráðstafanir. Þannig er fólki sem getur unnið heima bent á að gera það.
Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira