Sjáðu svakalegan sprett Lukakus gegn Lazio Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. febrúar 2021 16:02 Marco Parolo réði ekkert við Romelu Lukaku þegar hann bjó til þriðja mark Inter gegn Lazio. getty/Alessandro Sabattini Romelu Lukaku var í miklu stuði þegar Inter sigraði Lazio, 3-1, á San Siro í gær. Með sigrinum komst Inter á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar. Lukaku skoraði tvö fyrstu mörk Inter og lagði það þriðja upp fyrir félaga sinn í framlínu liðsins, Lautaro Martínez. Belgíski framherjinn kom Inter yfir með marki úr vítaspyrnu á 22. mínútu. Hún var dæmd á Wesley Hoedt fyrir brot á Martínez. Lukaku skoraði annað mark sitt á lokamínútu fyrri hálfleiks með hægri fótar skoti eftir að boltinn hrökk til hans. Markið var upphaflega dæmt af en eftir nánari skoðun var það dæmt gilt. Þetta var þrjúhundruðasta mark Lukakus á ferlinum. Hinn 27 ára Lukaku hefur skorað 56 mörk fyrir Inter, 42 fyrir Manchester United, 87 fyrir Everton, sautján fyrir West Brom, 41 fyrir Anderlecht og 57 fyrir belgíska landsliðið. Inter moves to #1 in Serie A, @RomeluLukaku9 ties Cristiano for most goals in the league (16), and the King now has scored 3 0 0 goals for club and country. An unstoppable force, and he s only 27 pic.twitter.com/XihhCA3a7Z— Roc Nation Sports (@RocNationSports) February 15, 2021 Sergej Milinkovic-Savic minnkaði muninn fyrir Lazio skoti beint úr aukaspyrnu á 61. mínútu. Boltinn fór í samherja hans, Marco Parolo, og þaðan í markið. Þremur mínútum síðar fékk Lukaku boltann á sínum eigin vallarhelmingi og tók á mikinn sprett, skildi Parolo eftir og sendi boltann fyrir á Martínez sem skoraði í autt markið. Klippa: Inter 3-1 Lazio Inter er nú með eins stigs forskot á AC Milan á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Liðin mætast næsta sunnudag. Milan vann fyrri leikinn. Árangur í innbyrðis viðureignum telur ef lið verða jöfn að stigum og því gæti það verið gulls ígildi að vinna Mílanó-slaginn. Lazio er í 7. sæti deildarinnar en fyrir leikinn í gær hafði liðið unnið sex deildarleiki í röð. Lukaku er markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni ásamt Cristiano Ronaldo með sextán mörk. Martínez hefur skorað ellefu en þeir Lukaku mynda besta framherjaparið í deildinni. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Lukaku skoraði tvö fyrstu mörk Inter og lagði það þriðja upp fyrir félaga sinn í framlínu liðsins, Lautaro Martínez. Belgíski framherjinn kom Inter yfir með marki úr vítaspyrnu á 22. mínútu. Hún var dæmd á Wesley Hoedt fyrir brot á Martínez. Lukaku skoraði annað mark sitt á lokamínútu fyrri hálfleiks með hægri fótar skoti eftir að boltinn hrökk til hans. Markið var upphaflega dæmt af en eftir nánari skoðun var það dæmt gilt. Þetta var þrjúhundruðasta mark Lukakus á ferlinum. Hinn 27 ára Lukaku hefur skorað 56 mörk fyrir Inter, 42 fyrir Manchester United, 87 fyrir Everton, sautján fyrir West Brom, 41 fyrir Anderlecht og 57 fyrir belgíska landsliðið. Inter moves to #1 in Serie A, @RomeluLukaku9 ties Cristiano for most goals in the league (16), and the King now has scored 3 0 0 goals for club and country. An unstoppable force, and he s only 27 pic.twitter.com/XihhCA3a7Z— Roc Nation Sports (@RocNationSports) February 15, 2021 Sergej Milinkovic-Savic minnkaði muninn fyrir Lazio skoti beint úr aukaspyrnu á 61. mínútu. Boltinn fór í samherja hans, Marco Parolo, og þaðan í markið. Þremur mínútum síðar fékk Lukaku boltann á sínum eigin vallarhelmingi og tók á mikinn sprett, skildi Parolo eftir og sendi boltann fyrir á Martínez sem skoraði í autt markið. Klippa: Inter 3-1 Lazio Inter er nú með eins stigs forskot á AC Milan á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Liðin mætast næsta sunnudag. Milan vann fyrri leikinn. Árangur í innbyrðis viðureignum telur ef lið verða jöfn að stigum og því gæti það verið gulls ígildi að vinna Mílanó-slaginn. Lazio er í 7. sæti deildarinnar en fyrir leikinn í gær hafði liðið unnið sex deildarleiki í röð. Lukaku er markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni ásamt Cristiano Ronaldo með sextán mörk. Martínez hefur skorað ellefu en þeir Lukaku mynda besta framherjaparið í deildinni. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira