Læsti sig inni í háskóla til að forðast fangelsisvist Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. febrúar 2021 21:26 Pablo Hasel ætlar sér ekki að gefa sig fram og afplána níu mánaða fangelsisdóm. Lorena Sopêna I Lòpez/Europa Press via Getty Spænski rapparinn Pablo Hasel hefur lokað sig af í háskóla í bænum Lleida í Katalóníu til að komast hjá fangelsisvist sem hann var dæmdur til fyrir Twitter-færslur og texta í lögum sínum. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu hafði Hasel verið gefinn frestur til síðasta föstudags til að gefa sig fram, en hann var dæmdur til níu mánaða fangelsisvistar eftir að hafa verið sakfelldur fyrir að sýna hryðjuverk í jákvæði ljósi, auk meiðyrða gagnvart spænsku krúnunni og ríkinu. Það gerði hann í Twitter-færslum og í textum rapplaga sinna. Meðal þess sem Hasel var saksóttur fyrir var stuðningsyfirlýsing við Victoriu Gómez, fangelsaðan liðsmann samtakanna Grapo, sem hafa verið bönnuð á Spáni. Þá hafði Hasel einnig ásakað Filippus Spánarkonung og föður hans, Juan Carlos, um ýmsa glæpi. Hasel er þá mikill stuðningsmaður baráttunnar fyrir sjálfstæðri Katalóníu. Hasel fer þó ekki leynt með staðsetningu sína, en hann hefur birt færslu á Twitter þar sem hann segist vera inni í háskólanum í Lleida ásamt stuðningsmönnum sínum. Hann býður stjórnvöldum birginn. „Þeir munu þurfa að brjótast hér inn til þess að handtaka mig og fangelsa,“ skrifar Hasel í færslunni. Estoy encerrado junto a bastantes solidarios en la Universitat de Lleida, tendrán que reventarla para detenerme y encarcelarme. Es en el Rectorat de Rambla d'Aragó por si alguien de por aquí quiere echar una mano.https://t.co/QG34jYPSU3— Pablo Hasel (@PabloHasel) February 15, 2021 Yfir 200 listamenn, þeirra á meðal leikstjórinn Pedro Almodóvar og stórleikarinn Javier Bardem, hafa ljáð rödd sína baráttunni gegn því að Hasel verði fangelsaður. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Samkvæmt breska ríkisútvarpinu hafði Hasel verið gefinn frestur til síðasta föstudags til að gefa sig fram, en hann var dæmdur til níu mánaða fangelsisvistar eftir að hafa verið sakfelldur fyrir að sýna hryðjuverk í jákvæði ljósi, auk meiðyrða gagnvart spænsku krúnunni og ríkinu. Það gerði hann í Twitter-færslum og í textum rapplaga sinna. Meðal þess sem Hasel var saksóttur fyrir var stuðningsyfirlýsing við Victoriu Gómez, fangelsaðan liðsmann samtakanna Grapo, sem hafa verið bönnuð á Spáni. Þá hafði Hasel einnig ásakað Filippus Spánarkonung og föður hans, Juan Carlos, um ýmsa glæpi. Hasel er þá mikill stuðningsmaður baráttunnar fyrir sjálfstæðri Katalóníu. Hasel fer þó ekki leynt með staðsetningu sína, en hann hefur birt færslu á Twitter þar sem hann segist vera inni í háskólanum í Lleida ásamt stuðningsmönnum sínum. Hann býður stjórnvöldum birginn. „Þeir munu þurfa að brjótast hér inn til þess að handtaka mig og fangelsa,“ skrifar Hasel í færslunni. Estoy encerrado junto a bastantes solidarios en la Universitat de Lleida, tendrán que reventarla para detenerme y encarcelarme. Es en el Rectorat de Rambla d'Aragó por si alguien de por aquí quiere echar una mano.https://t.co/QG34jYPSU3— Pablo Hasel (@PabloHasel) February 15, 2021 Yfir 200 listamenn, þeirra á meðal leikstjórinn Pedro Almodóvar og stórleikarinn Javier Bardem, hafa ljáð rödd sína baráttunni gegn því að Hasel verði fangelsaður.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira