„Thiago er óþekkjanlegur“ og „bara að spila fyrir sjálfan sig“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2021 11:00 Thiago Alcantara hefur ekki náð að hjálpa Liverpool liðinu mikið á sínu fyrsta tímabili. Getty/Andrew Powell Það má alveg búast við því að spænska landsliðsmanninum Thiago Alcantara verði kennt um hluta af vandræðum Liverpool liðsins. Thiago Alcantara mætti á Anfield í haust sem nýkrýndur Evrópumeistari með Bayern München og var að bætast í hópinn hjá Liverpool liðinu sem hafði unnið yfirburðasigur í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool borgaði ekki mikið fyrir Thiago og einhverjir litu á komu hans sem lottóvinning. Besta liðið að fá einn besta miðjumann heims. Raunveruleikinn hefur boðið upp á allt annað. Það er auðvitað ekki hægt að skrifa slakt gengi Liverpool eingöngu á Thiago en það blasir nú við að hann virðist ekki henta leik liðsins. Thiago Alcântara | Liverpool player unrecognisable - Suggestion he s playing for himself and showboating.https://t.co/7QPm45f2c7 #lfc— Sport Witness (@Sport_Witness) February 15, 2021 Franska stórblaðið L’Equipe fjallaði um gengi Liverpool og þá einkum framgöngu Thiago Alcantara. Blaðið lýsir eftir hinu frábæra Liverpool liðið og lýsir því yfir að þess sé saknað. Það voru miklar væntingar þegar Thiago kom til Liverpool í haust en byrjun hjá honum var ekki skemmtileg. Fyrst fékk hann kórónuveiruna og svo meiddist hann nokkuð illa á móti Everton sem kostaði fjarveru frá október fram í desember. Do Liverpool fans expect too much of Thiago Alcantara? #LFC https://t.co/FxNweA1265— talkSPORT (@talkSPORT) February 16, 2021 Thiago hefur nú spilað ellefu deildarleiki og Liverpool hefur aðeins unnið tvo þeirra. Meðal þessara leikja eru þrír tapleikir í röð í undanförnum leikjum. Liverpool er ekki aðeins að missa af titilbaráttunni heldur situr ekki lengur í Meistaradeildarsæti. Franska blaðið sér þrjár aðstæður fyrir slöku gengi Liverpool en það eru mistök hjá Alisson, meiðsli miðvarðanna og svo ósvaraðar spurningar um Thiago. Jürgen Klopp hefur neyðst til að nota miðjumennina Jordan Henderson og Fabinho í vörninni og L’Equipe segir að Liverpool liðið sakni Henderson af miðjunni. Blaðamaður franska blaðsins segir síðan að Thiago sé óþekkjanlegur. Jordan Henderson on Thiago:"Thiago has been brilliant since he came to the club. I think he's been a fantastic addition to the squad. He's settled in very well. He's a phenomenal player." pic.twitter.com/XFcoeXiohK— Anfield Watch (@AnfieldWatch) February 15, 2021 Það eru fleiri að velta sér upp úr spilamennsku Thiago og þar á meðal er hollenski pistlahöfundurinn Willem van Hanegem í Algemeen Dagblad. „Liverpool er klassískt dæmi um lið sem hefur unnið mikið og er að hrynja af því að leikmennirnir eru ekki lengur að spila fyrir hvern annan. Ég varaði Georginio Wijnaldum við þessu snemma á tímabilinu,“ skrifaði Willem van Hanegem. Willem van Hanegem skrifar líka um Thiago. „Margir halda að Thiago sé frábær leikmaður. Ég er líka hrifinn af honum en hann er oftast bara góður fyrir sjálfan sig. Horfið bara á hann og sjáið að þetta snýst bara um hann sjálfan. Hann er að gefa flottar sendingar en liðið hans græðir ekki mikið á því,“ skrifaði Willem van Hanegem. Liverpool mætir Leipzig í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 19.50. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport en leikur Barcelona og PSG er sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskrá Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 22.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira
Thiago Alcantara mætti á Anfield í haust sem nýkrýndur Evrópumeistari með Bayern München og var að bætast í hópinn hjá Liverpool liðinu sem hafði unnið yfirburðasigur í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool borgaði ekki mikið fyrir Thiago og einhverjir litu á komu hans sem lottóvinning. Besta liðið að fá einn besta miðjumann heims. Raunveruleikinn hefur boðið upp á allt annað. Það er auðvitað ekki hægt að skrifa slakt gengi Liverpool eingöngu á Thiago en það blasir nú við að hann virðist ekki henta leik liðsins. Thiago Alcântara | Liverpool player unrecognisable - Suggestion he s playing for himself and showboating.https://t.co/7QPm45f2c7 #lfc— Sport Witness (@Sport_Witness) February 15, 2021 Franska stórblaðið L’Equipe fjallaði um gengi Liverpool og þá einkum framgöngu Thiago Alcantara. Blaðið lýsir eftir hinu frábæra Liverpool liðið og lýsir því yfir að þess sé saknað. Það voru miklar væntingar þegar Thiago kom til Liverpool í haust en byrjun hjá honum var ekki skemmtileg. Fyrst fékk hann kórónuveiruna og svo meiddist hann nokkuð illa á móti Everton sem kostaði fjarveru frá október fram í desember. Do Liverpool fans expect too much of Thiago Alcantara? #LFC https://t.co/FxNweA1265— talkSPORT (@talkSPORT) February 16, 2021 Thiago hefur nú spilað ellefu deildarleiki og Liverpool hefur aðeins unnið tvo þeirra. Meðal þessara leikja eru þrír tapleikir í röð í undanförnum leikjum. Liverpool er ekki aðeins að missa af titilbaráttunni heldur situr ekki lengur í Meistaradeildarsæti. Franska blaðið sér þrjár aðstæður fyrir slöku gengi Liverpool en það eru mistök hjá Alisson, meiðsli miðvarðanna og svo ósvaraðar spurningar um Thiago. Jürgen Klopp hefur neyðst til að nota miðjumennina Jordan Henderson og Fabinho í vörninni og L’Equipe segir að Liverpool liðið sakni Henderson af miðjunni. Blaðamaður franska blaðsins segir síðan að Thiago sé óþekkjanlegur. Jordan Henderson on Thiago:"Thiago has been brilliant since he came to the club. I think he's been a fantastic addition to the squad. He's settled in very well. He's a phenomenal player." pic.twitter.com/XFcoeXiohK— Anfield Watch (@AnfieldWatch) February 15, 2021 Það eru fleiri að velta sér upp úr spilamennsku Thiago og þar á meðal er hollenski pistlahöfundurinn Willem van Hanegem í Algemeen Dagblad. „Liverpool er klassískt dæmi um lið sem hefur unnið mikið og er að hrynja af því að leikmennirnir eru ekki lengur að spila fyrir hvern annan. Ég varaði Georginio Wijnaldum við þessu snemma á tímabilinu,“ skrifaði Willem van Hanegem. Willem van Hanegem skrifar líka um Thiago. „Margir halda að Thiago sé frábær leikmaður. Ég er líka hrifinn af honum en hann er oftast bara góður fyrir sjálfan sig. Horfið bara á hann og sjáið að þetta snýst bara um hann sjálfan. Hann er að gefa flottar sendingar en liðið hans græðir ekki mikið á því,“ skrifaði Willem van Hanegem. Liverpool mætir Leipzig í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 19.50. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport en leikur Barcelona og PSG er sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskrá Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 22.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira