„Framleiðendurnir ná að fá keppendur til að gera hvað sem er“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2021 13:29 Unnur Eggertsdóttir horfir mjög mikið á raunveruleikaþættina The Bachelor. Vísir/vilhelm Leikkonan Unnur Eggertsdóttir hefur verið búsett í Los Angeles undanfarin ár að reyna fyrir sér í leiklistinni. Hún lék Sollu Stirðu í nokkur ár, tók þátt í Söngvakeppninni og þykir efnileg leik- og söngkona. Unnur hefur í raun verið föst á Íslandi í nokkra mánuði vegna heimsfaraldurs en hún ætlaði sér rétt svo að koma til landsins til að bíða af sér versta ástandið í Bandaríkjunum. Unnur heldur úti hlaðvarpi um þættina vinsælu The Bachelor en til eru nokkrar útgáfur af þáttunum. Með henni í þáttunum er Lilja Gísladóttir. „Við tökum alltaf strax upp eftir þáttinn á þriðjudögum og tölum um hvað gerðist í þættinum. Hver fór heim og hvaða drama var í gangi,“ segir Unnur. „Svo tökum við alltaf einn aukaþátt í vikunni um eitthvað allt annað umræðuefni. Um daginn vorum við að ræða um skuggahliðar raunveruleikasjónvarps. Við höfum líka tekið fyrir jákvæða líkamsmynd og fengið allskonar gesti til okkar til að tala um allskonar mál og erum byrjaðar að stækka þetta svolítið.“ Þættirnir The Bachelor eru oft á tíðum nokkuð skrautlegir og koma upp atvik og atburðarrás sem eru í raun lygileg. „Ég held að þetta sé ekki leikið en ég veit að það er vera að stjórna fólki mikið. Það eru framleiðendur á settinu sem eru bara að fokka í liðinu. Það er kannski framleiðandi í eyranu þínu allan daginn að segja hluti eins og: „það væri geðveikt nett ef þú myndir bara núna labba upp að honum og fara bara í sleik við hann og kýldu svo hinn gæjann.“ Framleiðendurnir ná að fá keppendur til að gera hvað sem er. Ég held að fólkið sem fer í þetta sé bara venjulegt en kannski með smá óöryggi, kvíða eða eitthvað af þessu sem við erum öll með og það er bara verið að juðast í því og þetta endar með því að þessar stelpur eru bara að rífast. Eins og í þessari seríu er þetta að fara rosalega mikið yfir í eineltishegðun. Þá er verið að fara yfir einhverja línu þar sem þetta er ekki lengur eitthvað fyndið drama, heldur eru þau bara kvikyndi og þetta er ljótt.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Unnur einnig um baráttu sína við áfallastreituröskun, leiklistina, nýjan skóla sem hún stofnaði seint á síðasta ári, hlaðvarp sem hún heldur úti um The Bachelor þættina, tónlistina, samband sitt við Travis, framhaldið og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
Unnur hefur í raun verið föst á Íslandi í nokkra mánuði vegna heimsfaraldurs en hún ætlaði sér rétt svo að koma til landsins til að bíða af sér versta ástandið í Bandaríkjunum. Unnur heldur úti hlaðvarpi um þættina vinsælu The Bachelor en til eru nokkrar útgáfur af þáttunum. Með henni í þáttunum er Lilja Gísladóttir. „Við tökum alltaf strax upp eftir þáttinn á þriðjudögum og tölum um hvað gerðist í þættinum. Hver fór heim og hvaða drama var í gangi,“ segir Unnur. „Svo tökum við alltaf einn aukaþátt í vikunni um eitthvað allt annað umræðuefni. Um daginn vorum við að ræða um skuggahliðar raunveruleikasjónvarps. Við höfum líka tekið fyrir jákvæða líkamsmynd og fengið allskonar gesti til okkar til að tala um allskonar mál og erum byrjaðar að stækka þetta svolítið.“ Þættirnir The Bachelor eru oft á tíðum nokkuð skrautlegir og koma upp atvik og atburðarrás sem eru í raun lygileg. „Ég held að þetta sé ekki leikið en ég veit að það er vera að stjórna fólki mikið. Það eru framleiðendur á settinu sem eru bara að fokka í liðinu. Það er kannski framleiðandi í eyranu þínu allan daginn að segja hluti eins og: „það væri geðveikt nett ef þú myndir bara núna labba upp að honum og fara bara í sleik við hann og kýldu svo hinn gæjann.“ Framleiðendurnir ná að fá keppendur til að gera hvað sem er. Ég held að fólkið sem fer í þetta sé bara venjulegt en kannski með smá óöryggi, kvíða eða eitthvað af þessu sem við erum öll með og það er bara verið að juðast í því og þetta endar með því að þessar stelpur eru bara að rífast. Eins og í þessari seríu er þetta að fara rosalega mikið yfir í eineltishegðun. Þá er verið að fara yfir einhverja línu þar sem þetta er ekki lengur eitthvað fyndið drama, heldur eru þau bara kvikyndi og þetta er ljótt.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Unnur einnig um baráttu sína við áfallastreituröskun, leiklistina, nýjan skóla sem hún stofnaði seint á síðasta ári, hlaðvarp sem hún heldur úti um The Bachelor þættina, tónlistina, samband sitt við Travis, framhaldið og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira