Fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur mönnum í tengslum við morðið í Rauðagerði Eiður Þór Árnason skrifar 16. febrúar 2021 18:30 Mennirnir voru leiddir fyrir dómara í kvöld. vísir/vilhelm Lögreglan ætlar að óska eftir gæsluvarðhaldi yfir þremur karlmönnum sem handteknir voru í gær í umfangsmiklum aðgerðum í tengslum við morð sem framið var í Rauðagerði í Reykjavík. Mennirnir verða leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld. Fram kom í dag að rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem „langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi,“ sé á meðal mannanna þriggja. Alls eru fjórir í haldi lögreglu vegna málsins en karlmaður frá Litháen hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar. Gerð var húsleit á nokkrum stöðum í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var meðal annars ráðist í aðgerðir á Suðurlandi. Lögregla hefur rætt við fjölda vitna í tengslum við málið að sögn Margeirs Sveinssonar yfirlögregluþjóns, sem stýrir rannsókn lögreglu. Rannsókn beinist meðal annars að því hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Lagt hald á nokkra muni Sérsveit ríkislögreglustjóra og önnur lögregluembætti aðstoðuðu við aðgerðirnar í gær. Maðurinn sem skotinn var til bana í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti á laugardagskvöld var frá Albaníu en bjó hér á landi með íslenskri eiginkonu sinni. Saman eiga þau ungt barn og áttu von á öðru barni. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að lagt hafi verið hald á nokkra muni við rannsóknina. Hann vildi ekki upplýsa hvort skotvopnið sem notað var til að bana karlmanninum sé þeirra á meðal. Lögreglumál Morð í Rauðagerði Tengdar fréttir „Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01 Þrír handteknir í umfangsmiklum aðgerðum vegna morðsins í Rauðagerði Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. 16. febrúar 2021 10:38 Íslendings leitað í tengslum við manndrápið Íslensks karlmanns er leitað í tengslum við rannsókn á manndrápi í Reykjavík í fyrrinótt. Talið er að málið tengist uppgjöri í undirheimunum en karlmaður frá Litháen hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald vegna málsins. Dómsmálaráðherra segist skynja aukna hörku í undirheimunum og segir mikilvægt að bregðast við. 15. febrúar 2021 18:52 Meðal annars skotinn í höfuðið Karlmaður á fertugsaldri var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um aðild að manndrápi við Rauðagerði í fyrrinótt. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn sem hinn handtekni er grunaður um að hafa myrt hafi verið skotinn nokkrum sinnum, meðal annars í höfuðið. 15. febrúar 2021 11:31 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Fram kom í dag að rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem „langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi,“ sé á meðal mannanna þriggja. Alls eru fjórir í haldi lögreglu vegna málsins en karlmaður frá Litháen hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar. Gerð var húsleit á nokkrum stöðum í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var meðal annars ráðist í aðgerðir á Suðurlandi. Lögregla hefur rætt við fjölda vitna í tengslum við málið að sögn Margeirs Sveinssonar yfirlögregluþjóns, sem stýrir rannsókn lögreglu. Rannsókn beinist meðal annars að því hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Lagt hald á nokkra muni Sérsveit ríkislögreglustjóra og önnur lögregluembætti aðstoðuðu við aðgerðirnar í gær. Maðurinn sem skotinn var til bana í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti á laugardagskvöld var frá Albaníu en bjó hér á landi með íslenskri eiginkonu sinni. Saman eiga þau ungt barn og áttu von á öðru barni. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að lagt hafi verið hald á nokkra muni við rannsóknina. Hann vildi ekki upplýsa hvort skotvopnið sem notað var til að bana karlmanninum sé þeirra á meðal.
Lögreglumál Morð í Rauðagerði Tengdar fréttir „Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01 Þrír handteknir í umfangsmiklum aðgerðum vegna morðsins í Rauðagerði Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. 16. febrúar 2021 10:38 Íslendings leitað í tengslum við manndrápið Íslensks karlmanns er leitað í tengslum við rannsókn á manndrápi í Reykjavík í fyrrinótt. Talið er að málið tengist uppgjöri í undirheimunum en karlmaður frá Litháen hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald vegna málsins. Dómsmálaráðherra segist skynja aukna hörku í undirheimunum og segir mikilvægt að bregðast við. 15. febrúar 2021 18:52 Meðal annars skotinn í höfuðið Karlmaður á fertugsaldri var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um aðild að manndrápi við Rauðagerði í fyrrinótt. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn sem hinn handtekni er grunaður um að hafa myrt hafi verið skotinn nokkrum sinnum, meðal annars í höfuðið. 15. febrúar 2021 11:31 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
„Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01
Þrír handteknir í umfangsmiklum aðgerðum vegna morðsins í Rauðagerði Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. 16. febrúar 2021 10:38
Íslendings leitað í tengslum við manndrápið Íslensks karlmanns er leitað í tengslum við rannsókn á manndrápi í Reykjavík í fyrrinótt. Talið er að málið tengist uppgjöri í undirheimunum en karlmaður frá Litháen hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald vegna málsins. Dómsmálaráðherra segist skynja aukna hörku í undirheimunum og segir mikilvægt að bregðast við. 15. febrúar 2021 18:52
Meðal annars skotinn í höfuðið Karlmaður á fertugsaldri var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um aðild að manndrápi við Rauðagerði í fyrrinótt. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn sem hinn handtekni er grunaður um að hafa myrt hafi verið skotinn nokkrum sinnum, meðal annars í höfuðið. 15. febrúar 2021 11:31