Mættu með ljósin blikkandi og Jóhannes fluttur með hraði á sjúkrahús Stefán Árni Pálsson skrifar 18. febrúar 2021 11:31 Jóhannes Ásbjörnsson var í tuttugu daga í einangrun eftir að hafa veikst af Covid-19. Vísir/vilhelm Jóhannes Ásbjörnsson var lengi vel einn vinsælasti fjölmiðlamaður landsins og byrjaði hann sinn feril í útvarpi, fór seinna yfir á PoppTV þar sem hann stýrði þættinum vinsæla 70 mínútur. Jóhannes er gestur vikunnar í Einkalífinu. Jói fór út í veitingarekstur fyrir tíu árum þegar hann opnaði Hamborgarafabrikkuna ásamt Sigmari Vilhjálmssyni en í dag rekur hann í raun átta veitingarmerki og 19 veitingastaði en hann á og rekur fyrirtækið Gleðipinnar ásamt fleirum. Um er að ræða veitingarstaðina American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Eld Smiðjan, Aktu Taktu, Keiluhöllin, Hamborgarafabrikkan og Pítan. Jói segir að árið 2020 hafi verið erfitt rekstrarlega en hann hafi lært mikið á þessu ári. Undir lok ársins smitaðist Jóhannes af kórónuveirunni og fékk í kjölfarið Covid-19 sjúkdóminn. Jóhannes var ekki einn af þeim sem veiktist lítillega og varð hann í raun fárveikur. „Ég varð helvíti veikur. Konan mín smitast um mánaðamótin nóvember, desember í fyrra. Við förum strax í mælingu og látum tékka á okkur strax með börnin þrjú og við vorum öll neikvæð. Svo liðu einhverjir tveir, þrír dagar og ég fór að finna smá flensueinkenni og fór þá aftur í skoðun og var ég kominn með þetta og miðjudóttir mín,“ segir Jóhannes. Tuttugu dagar í einangrun „Olla konan mín varð alveg töluvert veik í fjóra, fimm daga og fékk háan hita en síðan allt í góðu. Ég veikist og verð mjög lasinn, háan hita, beinverki og öll þessi einkenni. Svo á fimmta degi fer þetta að ganga niður og á sjötta og sjöunda degi fannst mér ég vera helvíti góður bara og var að bíða eftir því að sleppa út.“ Þarna voru þau hjónin komin með lokadagsetningu. Klippa: Einkalífið - Jóhannes Ásbjörnsson „Við tókum þá ákvörðun um að fara í gegnum geymsluna, orðin svona helvíti kraftmikil og ég var í einhverja fjóra eða fimm tíma að fara með kassa ofan af háaloftinu og niður. Það þurfti ekki meira til og þá kom þetta kröftuga bakslag. Þá var ég nánast með fjörutíu stiga hita í viku. Ég var með óráði. Eina nóttina vaknar frúin við það að hún heyrir bara eitthvað þvaður í mér niðri í skrifstofuherberginu og þá var ég bara með óráði. Hún hringdi á Covid-deildina og þeir mættu bara með blikkandi ljós og sóttu karlinn og brunuðu með mig niður eftir. Þarna var þetta að toppa. Ég var alls í tuttugu daga í einangrun og rétt náði að komast út fyrir jólin.“ Hann segist hafa þurft að leggja sig á daginn og farið að sofa níu á kvöldin í töluverðan tíma eftir veikindin, orkan var svo lítil. „Ég hef þurft tíma til að koma mér af stað aftur og ég fékk svæsnu útgáfuna af þessu. Ég finn það þegar ég fer í ræktina, yoga, körfu og þessa hluti sem maður er vanur að gera að þar á maður svolítið mikið í land.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Jói um árin í fjölmiðlunum, föðurhlutverkið og hjónabandið, þegar hann missti tengdamóður sína á síðasta ári sem var gríðarlegt áfall, samband hans við Rúrik Gíslason og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Jói fór út í veitingarekstur fyrir tíu árum þegar hann opnaði Hamborgarafabrikkuna ásamt Sigmari Vilhjálmssyni en í dag rekur hann í raun átta veitingarmerki og 19 veitingastaði en hann á og rekur fyrirtækið Gleðipinnar ásamt fleirum. Um er að ræða veitingarstaðina American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Eld Smiðjan, Aktu Taktu, Keiluhöllin, Hamborgarafabrikkan og Pítan. Jói segir að árið 2020 hafi verið erfitt rekstrarlega en hann hafi lært mikið á þessu ári. Undir lok ársins smitaðist Jóhannes af kórónuveirunni og fékk í kjölfarið Covid-19 sjúkdóminn. Jóhannes var ekki einn af þeim sem veiktist lítillega og varð hann í raun fárveikur. „Ég varð helvíti veikur. Konan mín smitast um mánaðamótin nóvember, desember í fyrra. Við förum strax í mælingu og látum tékka á okkur strax með börnin þrjú og við vorum öll neikvæð. Svo liðu einhverjir tveir, þrír dagar og ég fór að finna smá flensueinkenni og fór þá aftur í skoðun og var ég kominn með þetta og miðjudóttir mín,“ segir Jóhannes. Tuttugu dagar í einangrun „Olla konan mín varð alveg töluvert veik í fjóra, fimm daga og fékk háan hita en síðan allt í góðu. Ég veikist og verð mjög lasinn, háan hita, beinverki og öll þessi einkenni. Svo á fimmta degi fer þetta að ganga niður og á sjötta og sjöunda degi fannst mér ég vera helvíti góður bara og var að bíða eftir því að sleppa út.“ Þarna voru þau hjónin komin með lokadagsetningu. Klippa: Einkalífið - Jóhannes Ásbjörnsson „Við tókum þá ákvörðun um að fara í gegnum geymsluna, orðin svona helvíti kraftmikil og ég var í einhverja fjóra eða fimm tíma að fara með kassa ofan af háaloftinu og niður. Það þurfti ekki meira til og þá kom þetta kröftuga bakslag. Þá var ég nánast með fjörutíu stiga hita í viku. Ég var með óráði. Eina nóttina vaknar frúin við það að hún heyrir bara eitthvað þvaður í mér niðri í skrifstofuherberginu og þá var ég bara með óráði. Hún hringdi á Covid-deildina og þeir mættu bara með blikkandi ljós og sóttu karlinn og brunuðu með mig niður eftir. Þarna var þetta að toppa. Ég var alls í tuttugu daga í einangrun og rétt náði að komast út fyrir jólin.“ Hann segist hafa þurft að leggja sig á daginn og farið að sofa níu á kvöldin í töluverðan tíma eftir veikindin, orkan var svo lítil. „Ég hef þurft tíma til að koma mér af stað aftur og ég fékk svæsnu útgáfuna af þessu. Ég finn það þegar ég fer í ræktina, yoga, körfu og þessa hluti sem maður er vanur að gera að þar á maður svolítið mikið í land.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Jói um árin í fjölmiðlunum, föðurhlutverkið og hjónabandið, þegar hann missti tengdamóður sína á síðasta ári sem var gríðarlegt áfall, samband hans við Rúrik Gíslason og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira