Vonandi hægt að opna neyslurými þegar nýr bíll verður afhentur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 12:20 Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. vísir/Arnar Hægt verður að opna tímabundið neyslurými í bíl Frú Ragnheiðar þar til varanlegt rými verður tekið í notkun samkvæmt nýrri reglugerð. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar segir að úrræðið muni bjarga mannslífum og vonast til þess að hægt verði að nýta eldri bíl starfseminnar þegar sá nýji verður afhentur. Neyslurými er í lögum skilgreint sem lagalega verndað umhverfi þar sem neytendur yfir átján ára aldri geta sprautað fíkniefnum í æð undir eftirliti starfsfólks við öruggar aðstæður. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, staðfesti í gær reglugerð þar sem úrræðið er útfært nánar og í henni er bráðabirgðaákvæði sem gerir verkefninu Frú Ragnheiði, sem Rauði krossinn rekur, kleift að nýta bíl starfseminnar tímabundið sem neyslurými þar til varanlegt rými verður opnað. Safnað var fyrir nýjum bíl fyrir starfsemina í fyrra og Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar, segir að nú sé verið að innrétta hann og fæst hann vonandi afhentur á næstu mánuðum. Ekki sé hægt að opna neyslurými í bílnum sem nú er í notkun fyrr en sá nýji er kominn á göturnar. „Út af því að þá myndi þjónustan okkar skerðast eins og hún er í dag og við þurfum að standa með notendum og tryggja þessa þjónustu sem við veitum á hverjum degi, sem er mjög mikil og mjög þung, og er þessi nálaskipta- og heilbrigðisþjónusta á vettvangi í lágþröskuldaþjónstu. Og það er búið að vera mjög mikið álag á verkefninu síðasta árið eftir að heimsfaraldurinn skall á,“ segir Elísabet. Elísabet vonar að opnun neyslurýmis sé ofarlega á forgangslista sveitarfélaga.vísir/vilhelm Hún segir erfitt að meta fjöldann sem myndi nota neyslurými en hann er þó áætlaður í kringum heimilislausa fíkniefnanotendur. „Í tölfræði Frú Ragnheiðar í fyrra voru rúmlega 280 einstaklingar sem skilgreindu sig sem heimilislaus á þeim tímapunkti sem þau leituðu til okkar.“ Elísabet segir að neyslurými muni bjarga mannslífum. „Grundvallarmarkmiðið með neyslurými er auðvitað að koma í veg fyrir dauðsföll. Og árið 2020 var mjög þungt og það urðu mörg dauðsföll sem við urðum vitni að vegna ofskömmtunar.“ Rekstur neyslurýma verður á hendi sveitarfélaga og Elísabet vonar að starfsemin sé ofarlega á forgangslista þeirra. „Núna er hægt að sækja um starfsleyfi fyrir neyslurýmum hjá embætti Landlæknis og það ætti ekki að vera nein fyrirstaða fyrir því að sækja um. Þannig að ég vona að sem flest sveitarfélög sæki um að fá að rekja þetta gangreynda úrræði til þess að draga úr dauðsföllum íbúa sinna,“ segir Elísabet. Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Fíkn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Neyslurými er í lögum skilgreint sem lagalega verndað umhverfi þar sem neytendur yfir átján ára aldri geta sprautað fíkniefnum í æð undir eftirliti starfsfólks við öruggar aðstæður. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, staðfesti í gær reglugerð þar sem úrræðið er útfært nánar og í henni er bráðabirgðaákvæði sem gerir verkefninu Frú Ragnheiði, sem Rauði krossinn rekur, kleift að nýta bíl starfseminnar tímabundið sem neyslurými þar til varanlegt rými verður opnað. Safnað var fyrir nýjum bíl fyrir starfsemina í fyrra og Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar, segir að nú sé verið að innrétta hann og fæst hann vonandi afhentur á næstu mánuðum. Ekki sé hægt að opna neyslurými í bílnum sem nú er í notkun fyrr en sá nýji er kominn á göturnar. „Út af því að þá myndi þjónustan okkar skerðast eins og hún er í dag og við þurfum að standa með notendum og tryggja þessa þjónustu sem við veitum á hverjum degi, sem er mjög mikil og mjög þung, og er þessi nálaskipta- og heilbrigðisþjónusta á vettvangi í lágþröskuldaþjónstu. Og það er búið að vera mjög mikið álag á verkefninu síðasta árið eftir að heimsfaraldurinn skall á,“ segir Elísabet. Elísabet vonar að opnun neyslurýmis sé ofarlega á forgangslista sveitarfélaga.vísir/vilhelm Hún segir erfitt að meta fjöldann sem myndi nota neyslurými en hann er þó áætlaður í kringum heimilislausa fíkniefnanotendur. „Í tölfræði Frú Ragnheiðar í fyrra voru rúmlega 280 einstaklingar sem skilgreindu sig sem heimilislaus á þeim tímapunkti sem þau leituðu til okkar.“ Elísabet segir að neyslurými muni bjarga mannslífum. „Grundvallarmarkmiðið með neyslurými er auðvitað að koma í veg fyrir dauðsföll. Og árið 2020 var mjög þungt og það urðu mörg dauðsföll sem við urðum vitni að vegna ofskömmtunar.“ Rekstur neyslurýma verður á hendi sveitarfélaga og Elísabet vonar að starfsemin sé ofarlega á forgangslista þeirra. „Núna er hægt að sækja um starfsleyfi fyrir neyslurýmum hjá embætti Landlæknis og það ætti ekki að vera nein fyrirstaða fyrir því að sækja um. Þannig að ég vona að sem flest sveitarfélög sæki um að fá að rekja þetta gangreynda úrræði til þess að draga úr dauðsföllum íbúa sinna,“ segir Elísabet.
Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Fíkn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira