Hættustigi aflýst á Seyðisfirði og óvissustigi á Austfjörðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2021 14:37 Miklar skemmdir urðu á Seyðisfirði í kjölfar aurskriða fyrr í vetur. Vísir/Egill Hættustigi hefur verið aflýst á Seyðisfirði og einnig óvissustigi vegna ofanflóða á Austfjörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóran um á Austurlandi. Þar segir enn fremur að rýmingu hafi verið aflétt á þeim íbúðarhúsum sem voru rýmd í gær og íbúar geti því snúið heim. Um eftirtalin hús er að ræða: Öll hús við Botnahlíð Múlavegur 37 Baugsvegur 5 Austurvegur 36, 38b, 40b, 42, 44, 44b, 46b, 48, 50, 52, 54 og 56 Fossgata 4, 5 og 7 Múli, Hafnargata 10, 11, 12, 14, 15, 16b og 18c „Dregið hefur úr rigningu og veðurspáin gerir ráð fyrir úrkomulitlu og kólnandi veðri fram á föstudag. Ekki er vitað til þess að ofanflóð hafi fallið frá því á mánudag. Á Seyðisfirði er uppsöfnuð úrkoma rúmlega 100 mm. frá því á laugardag sem er það mesta sem komið hefur frá skriðuhrinunni í desember. Mælingar í borholum í Neðri-Botnum sýndu nokkuð hraða hækkun á vatnsborði á sunnudag en nú hefur dregið úr henni,“ segir í tilkynningunni. „Mælingar á hreyfingu jarðlaga með alstöð og sjálfvirkum GPS stöðvum sýna enga markverða hreyfingu. Það er góðs viti að þetta veður skuli ekki hafa valdið óstöðugleika í jarðlögum hlíðarinnar og þess vegna er ekki reiknað með því að það þurfi að grípa til sambærilegrar rýmingar á Seyðisfirði nema úrkoma og leysing verði nokkru meiri en nú varð. Mælitæki til þess að vakta aurskriðuhættu í hlíðinni, sem komið hefur verið fyrir á undanförnum vikum, reyndust vel.“ Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Veður Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna mögulegra á skriðufalla. Rýma á hátt í fimmtíu hús í bænum. 16. febrúar 2021 15:19 Öryggistilfinningin komi ekki að fullu aftur fyrr en með nýju hættumati Íbúar Seyðisfjarðar eru margir hverjir orðnir langþreyttir á að búa við ógn og rýmingu en þrátt fyrir allt sem á undan hefur gengið takast þeir á við ástandið af fádæma æðruleysi. Þetta segir forseti sveitarstjórnar Múlaþings. 15. febrúar 2021 14:32 Hættustigi aflýst á Seyðisfirði og rýmingu aflétt Veðurstofa Íslands hefur aflýst hættustigi á Seyðisfirði vegna hættu á snjóflóðum og þar með rýmingu aflétt á reitum 4 og 6 samkvæmt rýmingarkorti vegna snjóflóðahættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 15. febrúar 2021 09:03 Ekkert frést af flóðum á Seyðisfirði Ekkert hefur frést af því að snjóflóð hafi fallið á Seyðisfirði í nótt að sögn ofanflóðafræðings hjá Veðurstofu Íslands. 15. febrúar 2021 06:45 Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þar segir enn fremur að rýmingu hafi verið aflétt á þeim íbúðarhúsum sem voru rýmd í gær og íbúar geti því snúið heim. Um eftirtalin hús er að ræða: Öll hús við Botnahlíð Múlavegur 37 Baugsvegur 5 Austurvegur 36, 38b, 40b, 42, 44, 44b, 46b, 48, 50, 52, 54 og 56 Fossgata 4, 5 og 7 Múli, Hafnargata 10, 11, 12, 14, 15, 16b og 18c „Dregið hefur úr rigningu og veðurspáin gerir ráð fyrir úrkomulitlu og kólnandi veðri fram á föstudag. Ekki er vitað til þess að ofanflóð hafi fallið frá því á mánudag. Á Seyðisfirði er uppsöfnuð úrkoma rúmlega 100 mm. frá því á laugardag sem er það mesta sem komið hefur frá skriðuhrinunni í desember. Mælingar í borholum í Neðri-Botnum sýndu nokkuð hraða hækkun á vatnsborði á sunnudag en nú hefur dregið úr henni,“ segir í tilkynningunni. „Mælingar á hreyfingu jarðlaga með alstöð og sjálfvirkum GPS stöðvum sýna enga markverða hreyfingu. Það er góðs viti að þetta veður skuli ekki hafa valdið óstöðugleika í jarðlögum hlíðarinnar og þess vegna er ekki reiknað með því að það þurfi að grípa til sambærilegrar rýmingar á Seyðisfirði nema úrkoma og leysing verði nokkru meiri en nú varð. Mælitæki til þess að vakta aurskriðuhættu í hlíðinni, sem komið hefur verið fyrir á undanförnum vikum, reyndust vel.“
Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Veður Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna mögulegra á skriðufalla. Rýma á hátt í fimmtíu hús í bænum. 16. febrúar 2021 15:19 Öryggistilfinningin komi ekki að fullu aftur fyrr en með nýju hættumati Íbúar Seyðisfjarðar eru margir hverjir orðnir langþreyttir á að búa við ógn og rýmingu en þrátt fyrir allt sem á undan hefur gengið takast þeir á við ástandið af fádæma æðruleysi. Þetta segir forseti sveitarstjórnar Múlaþings. 15. febrúar 2021 14:32 Hættustigi aflýst á Seyðisfirði og rýmingu aflétt Veðurstofa Íslands hefur aflýst hættustigi á Seyðisfirði vegna hættu á snjóflóðum og þar með rýmingu aflétt á reitum 4 og 6 samkvæmt rýmingarkorti vegna snjóflóðahættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 15. febrúar 2021 09:03 Ekkert frést af flóðum á Seyðisfirði Ekkert hefur frést af því að snjóflóð hafi fallið á Seyðisfirði í nótt að sögn ofanflóðafræðings hjá Veðurstofu Íslands. 15. febrúar 2021 06:45 Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna mögulegra á skriðufalla. Rýma á hátt í fimmtíu hús í bænum. 16. febrúar 2021 15:19
Öryggistilfinningin komi ekki að fullu aftur fyrr en með nýju hættumati Íbúar Seyðisfjarðar eru margir hverjir orðnir langþreyttir á að búa við ógn og rýmingu en þrátt fyrir allt sem á undan hefur gengið takast þeir á við ástandið af fádæma æðruleysi. Þetta segir forseti sveitarstjórnar Múlaþings. 15. febrúar 2021 14:32
Hættustigi aflýst á Seyðisfirði og rýmingu aflétt Veðurstofa Íslands hefur aflýst hættustigi á Seyðisfirði vegna hættu á snjóflóðum og þar með rýmingu aflétt á reitum 4 og 6 samkvæmt rýmingarkorti vegna snjóflóðahættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 15. febrúar 2021 09:03
Ekkert frést af flóðum á Seyðisfirði Ekkert hefur frést af því að snjóflóð hafi fallið á Seyðisfirði í nótt að sögn ofanflóðafræðings hjá Veðurstofu Íslands. 15. febrúar 2021 06:45
Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52