Börn nú í tífalt meiri hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum Eiður Þór Árnason skrifar 19. febrúar 2021 00:00 Talið er að eitt af hverjum sex börnum sem búa á átakasvæðum eigi á hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi. Getty/Ismael Adnan Rannsóknir sýna að börn eiga í tífalt meiri hættu núna en árið 1990 að verða fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum. 72 milljónir barna eru sögð búa á átakasvæðum nálægt hópum sem eru líklegir til að beita kynferðisofbeldi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá alþjóðasamtökum Barnaheilla – Save the Children en þar segir að alls 426 milljónir barna búi á átakasvæðum og þar af séu 17% nálægt vopnuðum hópum sem beiti kynferðisofbeldi. Jafngildir það því að eitt af hverjum sex börnum á átakasvæðum geti orðið fyrir slíku ofbeldi. Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að vopnaðir hópar noti kynferðisofbeldi víða sem stríðsvopn gegn börnum og öðrum óbreyttum borgurum, einna helst til að hræða þau í pólitískum og hernaðarlegum tilgangi. „Löndin þar sem börn eru í hvað mestri hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum eru Kólumbía, Írak, Sómalía, Suður Súdan og Jemen. Þetta felur í sér hættu á nauðgun, kynlífsþrælkun, vændi, þvingaðri meðgöngu, þvingaðri fóstureyðingu, kynferðislegri limlestingu, kynferðislegri misnotkun eða áreitni af hendi vopnaðra hópa, stjórnarhers og/eða löggæslu aðila.“ Staðfest tilfelli segi ekki alla söguna Að sögn Barnaheilla hafa yfir 20 þúsund tilfelli kynferðisofbeldis gegn börnum á átakasvæðum verið staðfest af Sameinuðu þjóðunum en fjöldi staðfestra tilfella er talinn vera brot af raunverulegum fjölda. ,,Að meðaltali var aðeins tilkynnt um tvö kynferðisbrot gagnvart börnum á átakasvæðum á dag árið 2019. En við vitum að nauðganir og annars konar kynferðislegt ofbeldi og áreiti hefur verið notað í auknum mæli sem stríðsvopn í átökum. Þess vegna teljum við að þessi tvö brot á dag sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Það eru miklu fleiri börn sem eru fórnarlömb kynferðisofbeldis sem ekki segja frá - en hafa samt sem áður mikla þörf á stuðningi. Hvers konar ofbeldi gagnvart barni er hræðilegt og verður að stöðva strax,“ segir Inger Ashing, framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka Barnaheilla - Save the Children, í tilkynningu. „Sú staðreynd að kynferðisofbeldi gegn börnum sem framið er af ríkisherjum hafi tvöfaldast frá árinu 2018 til 2019 er skammarlegt. Stjórnvöld og ríkisherir ættu að vernda börn gegn ofbeldi, ekki beita því.“ Kalla Barnaheill – Save the Children meðal annars eftir því að tryggt sé að börn verði miðpunktur allra alþjóðlegra aðgerða gegn kynferðisofbeldi á átakasvæðum, refsileysi kynferðisofbeldis gegn börnum verði afnumið og að gagnasöfnun sé aukin. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Hernaður Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá alþjóðasamtökum Barnaheilla – Save the Children en þar segir að alls 426 milljónir barna búi á átakasvæðum og þar af séu 17% nálægt vopnuðum hópum sem beiti kynferðisofbeldi. Jafngildir það því að eitt af hverjum sex börnum á átakasvæðum geti orðið fyrir slíku ofbeldi. Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að vopnaðir hópar noti kynferðisofbeldi víða sem stríðsvopn gegn börnum og öðrum óbreyttum borgurum, einna helst til að hræða þau í pólitískum og hernaðarlegum tilgangi. „Löndin þar sem börn eru í hvað mestri hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum eru Kólumbía, Írak, Sómalía, Suður Súdan og Jemen. Þetta felur í sér hættu á nauðgun, kynlífsþrælkun, vændi, þvingaðri meðgöngu, þvingaðri fóstureyðingu, kynferðislegri limlestingu, kynferðislegri misnotkun eða áreitni af hendi vopnaðra hópa, stjórnarhers og/eða löggæslu aðila.“ Staðfest tilfelli segi ekki alla söguna Að sögn Barnaheilla hafa yfir 20 þúsund tilfelli kynferðisofbeldis gegn börnum á átakasvæðum verið staðfest af Sameinuðu þjóðunum en fjöldi staðfestra tilfella er talinn vera brot af raunverulegum fjölda. ,,Að meðaltali var aðeins tilkynnt um tvö kynferðisbrot gagnvart börnum á átakasvæðum á dag árið 2019. En við vitum að nauðganir og annars konar kynferðislegt ofbeldi og áreiti hefur verið notað í auknum mæli sem stríðsvopn í átökum. Þess vegna teljum við að þessi tvö brot á dag sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Það eru miklu fleiri börn sem eru fórnarlömb kynferðisofbeldis sem ekki segja frá - en hafa samt sem áður mikla þörf á stuðningi. Hvers konar ofbeldi gagnvart barni er hræðilegt og verður að stöðva strax,“ segir Inger Ashing, framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka Barnaheilla - Save the Children, í tilkynningu. „Sú staðreynd að kynferðisofbeldi gegn börnum sem framið er af ríkisherjum hafi tvöfaldast frá árinu 2018 til 2019 er skammarlegt. Stjórnvöld og ríkisherir ættu að vernda börn gegn ofbeldi, ekki beita því.“ Kalla Barnaheill – Save the Children meðal annars eftir því að tryggt sé að börn verði miðpunktur allra alþjóðlegra aðgerða gegn kynferðisofbeldi á átakasvæðum, refsileysi kynferðisofbeldis gegn börnum verði afnumið og að gagnasöfnun sé aukin.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Hernaður Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira