„Ertu að vinna sem pítsubakari eða spilar þú fótbolta?“ Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2021 13:30 Zlatan Ibrahimovic er hátt skrifaður hjá Jens Petter Hauge. Getty/Gabriele Maltinti Norðmaðurinn uni Jens Petter Hauge nýtur þess í botn að vera með AC Milan í baráttunni um ítalska meistaratitilinn í fótbolta. Hann fer ekki leynt með aðdáun sína á sænsku ofurstjörnunni og liðsfélaga sínum, Zlatan Ibrahimovic. Hauge var keyptur til Milan frá Noregsmeisturum Bodö/Glimt eftir góða frammistöðu í Evrópuleik gegn Milan í september, þar sem hann skoraði í 3-2 tapi norska liðsins. Kaupverðið mun hafa numið 4 milljónum evra eða rúmum 620 milljónum króna. Hauge mun væntanlega koma við sögu í Mílanóslagnum á sunnudag þegar tvö efstu lið ítölsku deildarinnar mætast. Litlu munaði að Hauge færi til belgísks félags síðasta sumar en félagi hans úr norska landsliðinu, markahrókurinn Erling Braut Haaland, réði honum frá því. „Já, við tölum mikið saman… sérstaklega síðasta sumar þegar ég var næstum því farinn til belgísks félags. Haaland tók undir það að betra væri að ég hafnaði þessu boði og biði eftir betra tilboði. Eftir að ég spilaði gegn AC Milan sagði hann svo: „Stökktu á þetta, það verður gott. Það verður auðvitað erfitt að spila fyrir AC Milan og þú þarft að leggja hart að þér við tungumálið og fleira, en það verður gott.“ Ég er mjög ánægður núna með mína ákvörðun,“ sagði Hauge. Hauge er eins og áður segir mjög ánægður með að vera liðsfélagi Zlatans, sem hann segir hækka rána hjá öllum, bæði á æfingum og í leikjum. En Zlatan er líka skemmtilegur: „Ég man að ég kom einu sinni inn í búningsklefann með nýjan hatt og Zlatan sagði: „Ertu að vinna sem pítsubakari eða spilar þú fótbolta?“ Ég hef gaman af svona gríni. Hann hjálpar mér með tungumálið því við tölum nánast sama tungumál og getum því rætt saman,“ sagði Hauge. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Hauge var keyptur til Milan frá Noregsmeisturum Bodö/Glimt eftir góða frammistöðu í Evrópuleik gegn Milan í september, þar sem hann skoraði í 3-2 tapi norska liðsins. Kaupverðið mun hafa numið 4 milljónum evra eða rúmum 620 milljónum króna. Hauge mun væntanlega koma við sögu í Mílanóslagnum á sunnudag þegar tvö efstu lið ítölsku deildarinnar mætast. Litlu munaði að Hauge færi til belgísks félags síðasta sumar en félagi hans úr norska landsliðinu, markahrókurinn Erling Braut Haaland, réði honum frá því. „Já, við tölum mikið saman… sérstaklega síðasta sumar þegar ég var næstum því farinn til belgísks félags. Haaland tók undir það að betra væri að ég hafnaði þessu boði og biði eftir betra tilboði. Eftir að ég spilaði gegn AC Milan sagði hann svo: „Stökktu á þetta, það verður gott. Það verður auðvitað erfitt að spila fyrir AC Milan og þú þarft að leggja hart að þér við tungumálið og fleira, en það verður gott.“ Ég er mjög ánægður núna með mína ákvörðun,“ sagði Hauge. Hauge er eins og áður segir mjög ánægður með að vera liðsfélagi Zlatans, sem hann segir hækka rána hjá öllum, bæði á æfingum og í leikjum. En Zlatan er líka skemmtilegur: „Ég man að ég kom einu sinni inn í búningsklefann með nýjan hatt og Zlatan sagði: „Ertu að vinna sem pítsubakari eða spilar þú fótbolta?“ Ég hef gaman af svona gríni. Hann hjálpar mér með tungumálið því við tölum nánast sama tungumál og getum því rætt saman,“ sagði Hauge. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira