DNA-sýni lykilgagn í nauðgunarmáli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2021 16:31 Sindri Örn fékk tveggja ára dóm í héraði en Landsréttur þyngdi dóminn um hálft ár. Vísir/Egill Sindri Örn Garðarsson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun árið 2017. Landsréttur þyngdi þar með dóm sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra frá 2019 en þá var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi. Sindra Erni var gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konu án hennar samþykkis með því að stinga fingri og setja svo getnaðarlim sinn í leggöng konu aftan frá þar sem hún lá sofandi í rúmi í svefnherbergi sínu. Hún hefði vaknað en ekki þorað að bregðast við. Þannig hefði hann notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum þar sem hún var sofandi og sökum svefndrunga og ölvunar. Í héraði var hann sakfelldur samkvæmt ákæru, fyrir utan að ekki var talið sannað að hann hefði stungið fingri í leggöng. Ákæruvaldið féllst á niðurstöðu héraðsdóms um að sá þættur í ákæru væri ósannaður og var sá þáttur því ekki endurskoðaður fyrir Landsrétti. DNA-sýni lykilgagn í máli Sindri Örn neitaði alfarið að hafa átt samskipti við konuna af kynferðislegum toga. Hann viðurkenndi þó að hafa komið í herbergið þar sem konan lá og lagst í rúm þar sem hún var sofandi. Hann sagðist í mesta lagi hafa rekist utan í hana í rúminu. Konan lýsti því að hafa vaknað við að einhver var að snerta hana og „fara niður“ á hana. Hún hefði talið að um væri að ræða annan karlmann, sem átti heima í húsinu og hún hafði hitt um kvöldið á veitingastað, en áttað sig á að sá lá sofandi við hlið hennar. Hún hefði áttað sig á því að um væri að ræða Sindra Örn og þá hefði hún frosið. Til stuðnings framburði konunnar voru DNA-sýni sem tekin voru úr nærbuxum Sindra Arnar og af lim hans. Þau reyndust innihalda blöndu DNA sem voru nær örugglega frá Sindra Erni og konunni. Þá innihélt sýni, sem tekið var undir forhúð ákærða, DNA sem var til staðar í DNA-sniði konunnar. Sindri Örn sagðist fyrir dómi ekki hafa neina hugmynd um hvernig á þessu stæði. Mögulega hefði erfðaefni frá konunni borist í lakið á rúminu eða sængurver sem hann hefði fengið á hendurnar og þaðan á lim hans þegar hann fór á klósettið að pissa. Sérfræðingur sem kom fyrir dóminn sagði hverfandi líkur á slíku. Langsóttar skýringar Landsréttur taldi skýringar Sindra Arnar langsóttar og ósennilegar. Taldi dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði sett lim sinn í leggöng konunnar. Fram kemur í niðurstöðu Landsréttar að Sindri Örn er 21 ári eldri en konan. Sindri Örn var 39 ára þegar brotið átti sér stað svo brotaþoli hefur verið átján ára. Segir í niðurstöðu Landsréttar að hann hafi nýtt sér aðstöðu sína og varnarleysi konunnar með grófum hætti. Með hliðsjón af því og þeim gögnum sem lágu fyrir um andlegar afleiðingar brotaþola voru miskabætur ákvarðaðar 1,8 milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Sindra Erni var gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konu án hennar samþykkis með því að stinga fingri og setja svo getnaðarlim sinn í leggöng konu aftan frá þar sem hún lá sofandi í rúmi í svefnherbergi sínu. Hún hefði vaknað en ekki þorað að bregðast við. Þannig hefði hann notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum þar sem hún var sofandi og sökum svefndrunga og ölvunar. Í héraði var hann sakfelldur samkvæmt ákæru, fyrir utan að ekki var talið sannað að hann hefði stungið fingri í leggöng. Ákæruvaldið féllst á niðurstöðu héraðsdóms um að sá þættur í ákæru væri ósannaður og var sá þáttur því ekki endurskoðaður fyrir Landsrétti. DNA-sýni lykilgagn í máli Sindri Örn neitaði alfarið að hafa átt samskipti við konuna af kynferðislegum toga. Hann viðurkenndi þó að hafa komið í herbergið þar sem konan lá og lagst í rúm þar sem hún var sofandi. Hann sagðist í mesta lagi hafa rekist utan í hana í rúminu. Konan lýsti því að hafa vaknað við að einhver var að snerta hana og „fara niður“ á hana. Hún hefði talið að um væri að ræða annan karlmann, sem átti heima í húsinu og hún hafði hitt um kvöldið á veitingastað, en áttað sig á að sá lá sofandi við hlið hennar. Hún hefði áttað sig á því að um væri að ræða Sindra Örn og þá hefði hún frosið. Til stuðnings framburði konunnar voru DNA-sýni sem tekin voru úr nærbuxum Sindra Arnar og af lim hans. Þau reyndust innihalda blöndu DNA sem voru nær örugglega frá Sindra Erni og konunni. Þá innihélt sýni, sem tekið var undir forhúð ákærða, DNA sem var til staðar í DNA-sniði konunnar. Sindri Örn sagðist fyrir dómi ekki hafa neina hugmynd um hvernig á þessu stæði. Mögulega hefði erfðaefni frá konunni borist í lakið á rúminu eða sængurver sem hann hefði fengið á hendurnar og þaðan á lim hans þegar hann fór á klósettið að pissa. Sérfræðingur sem kom fyrir dóminn sagði hverfandi líkur á slíku. Langsóttar skýringar Landsréttur taldi skýringar Sindra Arnar langsóttar og ósennilegar. Taldi dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði sett lim sinn í leggöng konunnar. Fram kemur í niðurstöðu Landsréttar að Sindri Örn er 21 ári eldri en konan. Sindri Örn var 39 ára þegar brotið átti sér stað svo brotaþoli hefur verið átján ára. Segir í niðurstöðu Landsréttar að hann hafi nýtt sér aðstöðu sína og varnarleysi konunnar með grófum hætti. Með hliðsjón af því og þeim gögnum sem lágu fyrir um andlegar afleiðingar brotaþola voru miskabætur ákvarðaðar 1,8 milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira