Segir lendingu jeppans mikið afrek Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. febrúar 2021 19:31 Þrautseigja, nýjasti jeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, lenti á Mars í gær. Rektor Háskólans í Reykjavík segir lendinguna stórmerkilegan áfanga. Þrautseigju var skotið á loft frá Canaveral-höfða í Bandaríkjunum í júlí síðastliðnum. Við tók tæplega 500 milljóna kílómetra langt ferðalag. Jeppinn lenti loks í Jezero-gíg á Mars í gær og sendi frá sér fyrstu myndir sínar frá rauðu plánetunni. Í Jezero-gíg var áður fljótandi vatn og segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík sem vann fyrir NASA á árum áður, lendingu Þrautseigju, eða Perseverance á ensku, mikinn áfanga. „NASA hefur stundum kallað þetta að elta vatnið, að finna út hvort það hafi verið vatn á Mars og síðan í framhaldi af því hvort það hafi verið líf þar. Við erum búin að vera að senda könnunarför eitt af öðru og hvert þeirra byggir ofan á því sem hitt á undan lærði. Þessi jeppi, perserverance, er alveg í sérflokki. Hann er bara svo miklu öflugri.“ Jeppinn sé líka sendur til að safna sýnum, sem gætu aðstoðað við að svara spurningunni um hvort þar hafi verið líf. Líka spurning um framtíðina „En þetta er ekki bara spurningin um fortíðina á Mars. Þetta er líka spurningin um okkur, að fara til Mars í framtíðinni. Því þarna er líka verið að gera tilraunir með hvort það sé hægt að framleiða súrefni fyrir okkur úr andrúmsloftinu. Það er verið að skilja aðstæður, veður, loftslag og allt umhverfið betur þannig við séum best undirbúin fyrir það þegar við sendum fólk til Mars,“ segir Ari Kristinn. Ari Kristinn vann við þróun hugbúnaðar fyrir Mars-jeppana Spirit og Opportunity og segir tilfinninguna við lendingu sem þessa ólýsanlega. „Þetta er margra ára vinna hundruða einstaklinga sem liggur að baki svona ferð. Það þarf allt að ganga upp til að vel takist til. Þannig spennan er ólýsanleg.“ Mars Geimurinn Vísindi Bandaríkin Tengdar fréttir Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30 Perserverance lent á Mars Vélmennið Perseverance hefur lent á yfirborði Mars eftir rúmlega hálfs árs ferðalag. Ferðalagi þess til Mars lauk nú í kvöld og mun vélmennið safna upplýsingum í því skyni að komast að því hvort líf hafi einhvern tímann verið á plánetunni. 18. febrúar 2021 21:20 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Þrautseigju var skotið á loft frá Canaveral-höfða í Bandaríkjunum í júlí síðastliðnum. Við tók tæplega 500 milljóna kílómetra langt ferðalag. Jeppinn lenti loks í Jezero-gíg á Mars í gær og sendi frá sér fyrstu myndir sínar frá rauðu plánetunni. Í Jezero-gíg var áður fljótandi vatn og segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík sem vann fyrir NASA á árum áður, lendingu Þrautseigju, eða Perseverance á ensku, mikinn áfanga. „NASA hefur stundum kallað þetta að elta vatnið, að finna út hvort það hafi verið vatn á Mars og síðan í framhaldi af því hvort það hafi verið líf þar. Við erum búin að vera að senda könnunarför eitt af öðru og hvert þeirra byggir ofan á því sem hitt á undan lærði. Þessi jeppi, perserverance, er alveg í sérflokki. Hann er bara svo miklu öflugri.“ Jeppinn sé líka sendur til að safna sýnum, sem gætu aðstoðað við að svara spurningunni um hvort þar hafi verið líf. Líka spurning um framtíðina „En þetta er ekki bara spurningin um fortíðina á Mars. Þetta er líka spurningin um okkur, að fara til Mars í framtíðinni. Því þarna er líka verið að gera tilraunir með hvort það sé hægt að framleiða súrefni fyrir okkur úr andrúmsloftinu. Það er verið að skilja aðstæður, veður, loftslag og allt umhverfið betur þannig við séum best undirbúin fyrir það þegar við sendum fólk til Mars,“ segir Ari Kristinn. Ari Kristinn vann við þróun hugbúnaðar fyrir Mars-jeppana Spirit og Opportunity og segir tilfinninguna við lendingu sem þessa ólýsanlega. „Þetta er margra ára vinna hundruða einstaklinga sem liggur að baki svona ferð. Það þarf allt að ganga upp til að vel takist til. Þannig spennan er ólýsanleg.“
Mars Geimurinn Vísindi Bandaríkin Tengdar fréttir Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30 Perserverance lent á Mars Vélmennið Perseverance hefur lent á yfirborði Mars eftir rúmlega hálfs árs ferðalag. Ferðalagi þess til Mars lauk nú í kvöld og mun vélmennið safna upplýsingum í því skyni að komast að því hvort líf hafi einhvern tímann verið á plánetunni. 18. febrúar 2021 21:20 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30
Perserverance lent á Mars Vélmennið Perseverance hefur lent á yfirborði Mars eftir rúmlega hálfs árs ferðalag. Ferðalagi þess til Mars lauk nú í kvöld og mun vélmennið safna upplýsingum í því skyni að komast að því hvort líf hafi einhvern tímann verið á plánetunni. 18. febrúar 2021 21:20