Það hafa eflaust margir rifjað upp gamla takta og góðar minningar þegar tríóið blés nýju lífi í gamla sígilda næntísslagara.
Flakkað var vítt og breitt um tónlistarstefnur tíunda áratugarins þar sem gestirnir sungu vinsælustu erlendu lögin í bland við sín eigin.
Hér fyrir neðan má heyra gestina flytja saman lagið What's Up sem bandaríska hljómsveitin 4 Non Blondes gerði ódauðlegt árið 1992.
Fyrir áhugasama er hægt að nálgast alla þætti Í kvöld er gigg á Stöð 2+.