Segir Liverpool liðið bara vera skuggann af sjálfu sér: Nú vilja allir spila við þá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2021 10:31 Jordan Henderson liggur meiddur í grasinu í leiknum á móti Everton en fyrirliðinn fór meiddur af velli og bættist þá að troðfullan meiðslalista liðsins. AP/Paul Ellis Fyrir aðeins ári síðan vann Liverpool næstum því alla leiki sína og var með yfirburðastöðu í ensku úrvalsdeildinni en ári síðan er þetta eins og svart og hvítt. Fyrir nokkrum mánuðum óttuðust allir að mæta Liverpool liðinu en núna er fyrrum knattspyrnustjóri liðsins á því að í dag vilji fagni því að mæta þeim. Meiðsli leikmanna Liverpool liðsins hafa safnast upp og það ásamt miklu leikjaálagi undanfarinna ára virðist hafa dregið alla vígtennurnar úr liðinu. Liverpool tapaði sínum fjórða heimaleik í röð um helgina og það á móti nágrönnunum í Everton sem höfðu ekki unnið á Anfield á þessari öld. Graeme Souness insists Liverpool have gone from 'a team no one wanted to play against to one everyone wants to play' https://t.co/F9HeH03APx— MailOnline Sport (@MailSport) February 20, 2021 Graeme Souness er fyrrum fyrirliði og knattspyrnustjóri Liverpool. Hann hafði sína skoðun á liðinu eftir tapið á móti Everton. „Þeir eru aðeins skugginn af sjálfum sér. Þegar þú hugsar um það hvernig Liverpool liðið hefur verið undanfarin þrjú ár. Það var lið sem enginn vildi mæta, lið sem var alltaf að spila af fullum krafti, lið sem var súper agressíft og lið sem var örugglega hræðilegt að mæta,“ sagði Graeme Souness. „Núna vilja aftur á móti örugglega allir mæta þeim. Þeir eru auðvelt skotmark og það er sárt fyrir mig að horfa upp á það,“ sagði Souness. „Sem stuðningsmaður Liverpool þá er ég rosalega vonsvikinn með mitt lið. Það leit út fyrir að þeir hefðu enga orku eða kraft til að sækja þennan sigur. Betra liðið fékk stigin,“ sagði Souness. Liverpool er nú dottið niður í sjötta sæti deildarinnar og liðið er ekki aðeins búið að klúðra titilvörninni heldur er útlit fyrir því að liðið þurfi að sætta sig við að spila í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Næstu deildarleikir Liverpool eru á móti Sheffield United (úti), Chelsea (heima), Fulham (heima) og Wolves (úti) en svo kemur landsleikjahlé. Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
Fyrir nokkrum mánuðum óttuðust allir að mæta Liverpool liðinu en núna er fyrrum knattspyrnustjóri liðsins á því að í dag vilji fagni því að mæta þeim. Meiðsli leikmanna Liverpool liðsins hafa safnast upp og það ásamt miklu leikjaálagi undanfarinna ára virðist hafa dregið alla vígtennurnar úr liðinu. Liverpool tapaði sínum fjórða heimaleik í röð um helgina og það á móti nágrönnunum í Everton sem höfðu ekki unnið á Anfield á þessari öld. Graeme Souness insists Liverpool have gone from 'a team no one wanted to play against to one everyone wants to play' https://t.co/F9HeH03APx— MailOnline Sport (@MailSport) February 20, 2021 Graeme Souness er fyrrum fyrirliði og knattspyrnustjóri Liverpool. Hann hafði sína skoðun á liðinu eftir tapið á móti Everton. „Þeir eru aðeins skugginn af sjálfum sér. Þegar þú hugsar um það hvernig Liverpool liðið hefur verið undanfarin þrjú ár. Það var lið sem enginn vildi mæta, lið sem var alltaf að spila af fullum krafti, lið sem var súper agressíft og lið sem var örugglega hræðilegt að mæta,“ sagði Graeme Souness. „Núna vilja aftur á móti örugglega allir mæta þeim. Þeir eru auðvelt skotmark og það er sárt fyrir mig að horfa upp á það,“ sagði Souness. „Sem stuðningsmaður Liverpool þá er ég rosalega vonsvikinn með mitt lið. Það leit út fyrir að þeir hefðu enga orku eða kraft til að sækja þennan sigur. Betra liðið fékk stigin,“ sagði Souness. Liverpool er nú dottið niður í sjötta sæti deildarinnar og liðið er ekki aðeins búið að klúðra titilvörninni heldur er útlit fyrir því að liðið þurfi að sætta sig við að spila í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Næstu deildarleikir Liverpool eru á móti Sheffield United (úti), Chelsea (heima), Fulham (heima) og Wolves (úti) en svo kemur landsleikjahlé.
Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira