Símon Sigvaldason metinn hæfastur í Landsrétt Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2021 10:35 Símon hefur mikla reynslu af dómstörfum og hefur verið dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur frá árinu 2017. Vísir Símon Sigvaldason héraðsdómari er hæfastur umsækjenda til að gegna stöðu dómara við Landsrétt að mati dómnefndar um hæfni umsækjenda. Embætti dómara við Landsrétt var auglýst laust til umsóknar þann 20. nóvember síðastliðinn og bárust alls þrjár umsóknir. Auk Símonar sóttu Jón Finnbjörnsson landsréttadómari og Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari um stöðuna. Embættið var auglýst eftir að Ragnheiður Bragadóttir var endurskipuð í Landsrétt og fyrri staða hennar losnaði. Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir og voru meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, færði upp á lista hæfnisnefndar árið 2017. Jón er sá eini fjórmenninganna sem er enn í leyfi og hefur ekki fengið endurskipun við Landsrétt en dómararnir fjórir fóru í leyfi frá störfum eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að einn þeirra hafi verið skipaður með ólögmætum hætti. Fær um að leysa úr flóknum lögfræðilegum ágreiningsefnum Í niðurstöðu dómnefndar um hæfni umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt er Símon sagður hafa mikla reynslu af dómstörfum bæði sem héraðsdómari og einnig í Hæstarétti þar sem hann hafi á síðustu árum verið settur sem dómari í fjölmörgum málum. Þá hafi hann verið dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur frá árinu 2017. „Einnig hefur hann fjölþætta reynslu af stjórnsýslustörfum, m.a. verið skrifstofustjóri Hæstaréttar og formaður dómstólaráðs um árabil. Þá hefur hann sinnt umtalsverðri kennslu við lagadeild Háskóla Íslands og samið tvö fræðirit, auk fræðigreina um lögfræðileg efni. Síðast en ekki síst hefur hann sýnt með störfum sínum sem dómari að hann hefur gott vald jafnt á einkamála- og sakamálaréttarfari og er fær um að leysa úr flóknum lögfræðilegum ágreiningsefnum á greinargóðan og rökstuddan hátt,“ segir í umsögn dómnefndar. Dómnefndina skipuðu Eiríkur Tómasson formaður, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Halldór Halldórsson, Helga Melkorka Óttarsdóttir og Kristín Benediktsdóttir. Fjallað var um Símon í kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2012 þegar athugun fréttastofu leiddi í ljós að Símon, þá dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefði einungis sýknað í tveimur málum af síðustu 304 sakamálum sem hann hafði dæmt í. Reiknaðist sakfellingarhlutfall hans þar með 99,4 prósent. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómstólar Vistaskipti Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ása og Björg skipaðar dómarar við Hæstarétt Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að leggja til við forseta Íslands að Ása Ólafsdóttir og Björg Thorarensen verði skipaðar dómarar við Hæstarétt Íslands frá 23. nóvember 2020. 17. nóvember 2020 12:01 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Sjá meira
Auk Símonar sóttu Jón Finnbjörnsson landsréttadómari og Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari um stöðuna. Embættið var auglýst eftir að Ragnheiður Bragadóttir var endurskipuð í Landsrétt og fyrri staða hennar losnaði. Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir og voru meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, færði upp á lista hæfnisnefndar árið 2017. Jón er sá eini fjórmenninganna sem er enn í leyfi og hefur ekki fengið endurskipun við Landsrétt en dómararnir fjórir fóru í leyfi frá störfum eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að einn þeirra hafi verið skipaður með ólögmætum hætti. Fær um að leysa úr flóknum lögfræðilegum ágreiningsefnum Í niðurstöðu dómnefndar um hæfni umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt er Símon sagður hafa mikla reynslu af dómstörfum bæði sem héraðsdómari og einnig í Hæstarétti þar sem hann hafi á síðustu árum verið settur sem dómari í fjölmörgum málum. Þá hafi hann verið dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur frá árinu 2017. „Einnig hefur hann fjölþætta reynslu af stjórnsýslustörfum, m.a. verið skrifstofustjóri Hæstaréttar og formaður dómstólaráðs um árabil. Þá hefur hann sinnt umtalsverðri kennslu við lagadeild Háskóla Íslands og samið tvö fræðirit, auk fræðigreina um lögfræðileg efni. Síðast en ekki síst hefur hann sýnt með störfum sínum sem dómari að hann hefur gott vald jafnt á einkamála- og sakamálaréttarfari og er fær um að leysa úr flóknum lögfræðilegum ágreiningsefnum á greinargóðan og rökstuddan hátt,“ segir í umsögn dómnefndar. Dómnefndina skipuðu Eiríkur Tómasson formaður, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Halldór Halldórsson, Helga Melkorka Óttarsdóttir og Kristín Benediktsdóttir. Fjallað var um Símon í kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2012 þegar athugun fréttastofu leiddi í ljós að Símon, þá dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefði einungis sýknað í tveimur málum af síðustu 304 sakamálum sem hann hafði dæmt í. Reiknaðist sakfellingarhlutfall hans þar með 99,4 prósent. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómstólar Vistaskipti Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ása og Björg skipaðar dómarar við Hæstarétt Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að leggja til við forseta Íslands að Ása Ólafsdóttir og Björg Thorarensen verði skipaðar dómarar við Hæstarétt Íslands frá 23. nóvember 2020. 17. nóvember 2020 12:01 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Sjá meira
Ása og Björg skipaðar dómarar við Hæstarétt Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að leggja til við forseta Íslands að Ása Ólafsdóttir og Björg Thorarensen verði skipaðar dómarar við Hæstarétt Íslands frá 23. nóvember 2020. 17. nóvember 2020 12:01