Missti meðvitund í hálftíma eftir höfuðhögg á fótboltavellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2021 10:31 Victor Osimhen sést hér borinn meðvitundarlaus af velli. EPA-EFE/PAOLO MAGNI Nígeríumaðurinn Victor Osimhen hefur ekki haft heppnina með sér að undanförnu. Hann meiddist á öxl, fékk kórónuveiruna og rotaðist síðan í leik. Osimhen var fluttur beint á sjúkrahús eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í leik Atalanta og Napoli í ítalska fótboltanum á sunnudaginn. Osimhen var útskrifaður af sjúkrahúsinu í gær en hafði þá eytt sólarhring á sjúkrahúsi í Bergamo. Atalanta vann leikinn 4-2 en undir lok hans þá lentu þeir Victor Osimhen og Cristian Romero í óhugnanlegu samstuði. Osimhen lá eftir og var á endanum borinn af velli og síðan keyrður beint upp á sjúkrahús. Napoli star Victor Osimhen to remain in hospital after being knocked UNCONSCIOUS during defeat to Atalanta https://t.co/4ImhaBxglT— MailOnline Sport (@MailSport) February 22, 2021 Victor Osimhen er 22 ára gamall og landsliðsmaður Nígeríu. Hann hefur skorað 2 mörk í 10 leikjum í ítölsku deildinni á leiktíðinni. ESPN hafði það eftir manni nákomnum Osimhen að leikmaðurinn hafi verið í sjokki þegar hann horfði aftur á atvikið. „Hann trúði þessu ekki þegar þau sýndu honum upptöku af atvikinu. Honum leið eins og að heilinn sinn hafi verið endurræstur,“ sagði heimildarmaður ESPN. Margir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Victor Osimhen hafi náð aftur meðvitund í sjúkrabílnum en heimildarmaður ESPN segir það ekki vera alveg rétt. „Hann sagði að hann hafi misst meðvitund í um þrjátíu mínútur. Það var ekki fyrr en þau komu upp á sjúkrahús sem hann áttaði sig á því hvað var að gerast í kringum hann. Það var þá sem þau sýndu honum upptökuna af atvikinu,“ sagði heimildarmaður ESPN. Napoli's Osimhen 'lost consciousness for 30 mins' https://t.co/jaobZsnyIY— Red Bun Football (@RBFutbolTweets) February 23, 2021 Þrátt fyrir allt þetta þá segir umræddur heimildarmaður ESPN að leikmaðurinn hafi fengið grænt ljós frá læknum sínum um að hann megi spila næsta leik Napoli sem er á móti Granada í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn. Það hefur gengið á ýmsu hjá Osimhen að undanförnu. Hann er enn að ná sér að fullu eftir axlarmeiðsli og fékk kórónuveiruna þegar hann fór heim til Nígeríu í jólafrí. Osimhen er annar Nígeríumaðurinn sem hnígur niður eftir að hafa fengið höfuðhögg. Á síðasta tímabili missti Taiwo Awoniyi einnig meðvitund eftir að hafa fengið höfuðhögg í leik með Mainz 05. Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Osimhen var fluttur beint á sjúkrahús eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í leik Atalanta og Napoli í ítalska fótboltanum á sunnudaginn. Osimhen var útskrifaður af sjúkrahúsinu í gær en hafði þá eytt sólarhring á sjúkrahúsi í Bergamo. Atalanta vann leikinn 4-2 en undir lok hans þá lentu þeir Victor Osimhen og Cristian Romero í óhugnanlegu samstuði. Osimhen lá eftir og var á endanum borinn af velli og síðan keyrður beint upp á sjúkrahús. Napoli star Victor Osimhen to remain in hospital after being knocked UNCONSCIOUS during defeat to Atalanta https://t.co/4ImhaBxglT— MailOnline Sport (@MailSport) February 22, 2021 Victor Osimhen er 22 ára gamall og landsliðsmaður Nígeríu. Hann hefur skorað 2 mörk í 10 leikjum í ítölsku deildinni á leiktíðinni. ESPN hafði það eftir manni nákomnum Osimhen að leikmaðurinn hafi verið í sjokki þegar hann horfði aftur á atvikið. „Hann trúði þessu ekki þegar þau sýndu honum upptöku af atvikinu. Honum leið eins og að heilinn sinn hafi verið endurræstur,“ sagði heimildarmaður ESPN. Margir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Victor Osimhen hafi náð aftur meðvitund í sjúkrabílnum en heimildarmaður ESPN segir það ekki vera alveg rétt. „Hann sagði að hann hafi misst meðvitund í um þrjátíu mínútur. Það var ekki fyrr en þau komu upp á sjúkrahús sem hann áttaði sig á því hvað var að gerast í kringum hann. Það var þá sem þau sýndu honum upptökuna af atvikinu,“ sagði heimildarmaður ESPN. Napoli's Osimhen 'lost consciousness for 30 mins' https://t.co/jaobZsnyIY— Red Bun Football (@RBFutbolTweets) February 23, 2021 Þrátt fyrir allt þetta þá segir umræddur heimildarmaður ESPN að leikmaðurinn hafi fengið grænt ljós frá læknum sínum um að hann megi spila næsta leik Napoli sem er á móti Granada í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn. Það hefur gengið á ýmsu hjá Osimhen að undanförnu. Hann er enn að ná sér að fullu eftir axlarmeiðsli og fékk kórónuveiruna þegar hann fór heim til Nígeríu í jólafrí. Osimhen er annar Nígeríumaðurinn sem hnígur niður eftir að hafa fengið höfuðhögg. Á síðasta tímabili missti Taiwo Awoniyi einnig meðvitund eftir að hafa fengið höfuðhögg í leik með Mainz 05.
Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira