Ekki skuli nota faraldurinn til að skerða mannréttindi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. febrúar 2021 13:45 Guðlaugur Þór ávarpaði mannréttindaráðið með þessa stórfínu landslagsmynd í bakgrunni. Vísir/Utanríkisráðuneytið Staða mannréttindamála í Rússlandi er áhyggjuefni. Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er hann ávarpaði mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í dag. Ráðherra fór yfir víðan völl í ræðu sinni og kallaði meðal annars eftir því að Rússar, sem voru nýverið kjörnir í ráðið, myndu nýta sæti sitt í ráðinu til þess að taka upp nýja nálgun innanlands. Óskaði hann þess að mannréttindi allra Rússa yrðu virt, meðal annars tjáningarfrelsi og rétturinn til mótmæla. Mikill fjöldi mótmælenda hefur verið handtekinn í Rússlandi á árinu vegna handtöku og dóms yfir stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Hefur Guðlaugur Þór, líkt og aðrir utanríkisráðherrar á Vesturlöndum, kallað eftir því að hann verði leystur úr haldi. Varhugaverð þróun Ástandið í Hvíta-Rússlandi og Hong Kong bar einnig á góma. Guðlaugur Þór sagði yfirvöld þar hafa grafið undan lýðræðinu. Í Mjanmar hefði lýðræðinu svo einfaldlega verið kastað í ruslið. „Allt of víða sætir fólk ofsóknum vegna trúar sinnar, stjórnmálaskoðana eða kynhneigðar. Blaðamenn og fólk sem berst fyrir mannréttindum leggur líf sitt að veði í baráttunni gegn slíku óréttlæti. Það er sameiginleg skylda okkar að standa vörð um mannréttindi og frelsi allra,“ sagði Guðlaugur Þór. Íslandi þakkað fyrir Þá horfði ráðherra aftur til ársins 2019. Nánar tiltekið til sameiginlegrar yfirlýsingar um stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu þar sem minnst var á Loujain al-Hathloul, 31 árs gamla konu sem hefur barist fyrir réttindum kvenna í landinu og var handtekin árið 2018. „Við fögnum ákvörðun sádiarabískra stjórnvalda að svara kalli alþjóðasamfélagsins um að leysa hana úr haldi. Ég vona að þetta sé fyrirboði um raunverulegar umbætur og bætta stöðu kvenna og mannréttindabaráttufólks í Sádi-Arabíu,“ sagði Guðlaugur Þór. Lina al-Hathloul, systir Loujain, þakkaði fyrir stuðninginn á Twitter. brighter days for the women and human rights defenders of Saudi Arabia. Thank you Iceland for encouraging positive changes from the start. We are grateful for your support — Lina Alhathloul (@LinaAlhathloul) February 23, 2021 Skert frelsi í skugga Covid Kórónuveirufaraldurinn rataði einnig í ávarp utanríkisráðherra. „Það er enginn vafi um það að faraldur Covid-19 hefur reynst mikil áskorun fyrir ríkisstjórnir jafnt sem almenna borgara. Það er erfitt að finna rétt jafnvægi á milli takmarkana og frelsis.“ Hann sagði að ekki mætti nýta faraldurinn til þess að réttlæta langvarandi skorður á réttindi og frelsi. „Við þurfum að svara slíkum tilraunum og verðum að standa vörð um frið og öryggi, lög og reglu og mannréttindi, meðal annars réttindi kvenna og hinsegin fólks.“ Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Ísland í mannréttindaráði SÞ Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ráðherra fór yfir víðan völl í ræðu sinni og kallaði meðal annars eftir því að Rússar, sem voru nýverið kjörnir í ráðið, myndu nýta sæti sitt í ráðinu til þess að taka upp nýja nálgun innanlands. Óskaði hann þess að mannréttindi allra Rússa yrðu virt, meðal annars tjáningarfrelsi og rétturinn til mótmæla. Mikill fjöldi mótmælenda hefur verið handtekinn í Rússlandi á árinu vegna handtöku og dóms yfir stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Hefur Guðlaugur Þór, líkt og aðrir utanríkisráðherrar á Vesturlöndum, kallað eftir því að hann verði leystur úr haldi. Varhugaverð þróun Ástandið í Hvíta-Rússlandi og Hong Kong bar einnig á góma. Guðlaugur Þór sagði yfirvöld þar hafa grafið undan lýðræðinu. Í Mjanmar hefði lýðræðinu svo einfaldlega verið kastað í ruslið. „Allt of víða sætir fólk ofsóknum vegna trúar sinnar, stjórnmálaskoðana eða kynhneigðar. Blaðamenn og fólk sem berst fyrir mannréttindum leggur líf sitt að veði í baráttunni gegn slíku óréttlæti. Það er sameiginleg skylda okkar að standa vörð um mannréttindi og frelsi allra,“ sagði Guðlaugur Þór. Íslandi þakkað fyrir Þá horfði ráðherra aftur til ársins 2019. Nánar tiltekið til sameiginlegrar yfirlýsingar um stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu þar sem minnst var á Loujain al-Hathloul, 31 árs gamla konu sem hefur barist fyrir réttindum kvenna í landinu og var handtekin árið 2018. „Við fögnum ákvörðun sádiarabískra stjórnvalda að svara kalli alþjóðasamfélagsins um að leysa hana úr haldi. Ég vona að þetta sé fyrirboði um raunverulegar umbætur og bætta stöðu kvenna og mannréttindabaráttufólks í Sádi-Arabíu,“ sagði Guðlaugur Þór. Lina al-Hathloul, systir Loujain, þakkaði fyrir stuðninginn á Twitter. brighter days for the women and human rights defenders of Saudi Arabia. Thank you Iceland for encouraging positive changes from the start. We are grateful for your support — Lina Alhathloul (@LinaAlhathloul) February 23, 2021 Skert frelsi í skugga Covid Kórónuveirufaraldurinn rataði einnig í ávarp utanríkisráðherra. „Það er enginn vafi um það að faraldur Covid-19 hefur reynst mikil áskorun fyrir ríkisstjórnir jafnt sem almenna borgara. Það er erfitt að finna rétt jafnvægi á milli takmarkana og frelsis.“ Hann sagði að ekki mætti nýta faraldurinn til þess að réttlæta langvarandi skorður á réttindi og frelsi. „Við þurfum að svara slíkum tilraunum og verðum að standa vörð um frið og öryggi, lög og reglu og mannréttindi, meðal annars réttindi kvenna og hinsegin fólks.“
Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Ísland í mannréttindaráði SÞ Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira