Ísak eins dýr og Norrköping kýs Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2021 14:00 Ísak Bergmann Jóhannesson er leikmaður U21-landsliðs Íslands og lék sinn fyrsta A-landsleik í nóvember. vísir/vilhelm Fyrrverandi formaður sænska knattspyrnufélagsins IFK Norrköping segir ekkert hæft í því að Ísak Bergmann Jóhannesson sé með klásúlu í samningi sínum við félagið, sem geri honum kleyft að yfirgefa það fyrir ákveðna upphæð. Ísak hefur verið leikmaður Norrköping í tvö ár og er með samning við félagið sem gildir til sumarsins 2023. Orðrómur hefur verið uppi um að hann gæti verið á förum frá félaginu og hefur hvert stórliðið á fætur öðru, þar á meðal Real Madrid og Manchester United, verið sagt fylgjast með honum. Peter Hunt er nýhættur eftir tólf ár sem formaður IFK Norrköping. Hann kveðst eiga von á því að árið 2021 verði stórkostlegt ár fyrir félagið hvað fjárhaginn snerti, og bindur vonir við að á næstu átján mánuðum verði félagið það næstbest stæða í sænsku íþróttalífi, á eftir Malmö FF. Þetta segir Hunt í viðtali við Aftonbladet. Norrköping geti orðið næstríkasta félag Svíþjóðar Aðspurður hvort að þessi fullyrðing sé tilkomin vegna þess að Ísak, sem verður 18 ára í næsta mánuði, verði seldur fyrir metupphæð svarar Hunt: „Það er margt sem spilar inn í en við höfum skilað hagnaði vegna leikmannamála síðustu fimm árin og ég hef ekki trú á að það breytist árið 2021.“ Hunt segir jafnframt að ekkert komi í veg fyrir að Norrköping geti einfaldlega samþykkt hæsta tilboð sem býðst í Ísak, og hafnað öðrum: „Við erum ekki háðir einhverri kauphæðarklásúlu. Þannig störfum við ekki. Við forðumst það í næstum 100 prósentum tilfella. Það er í okkar vinnureglum að gera ekki slíka samninga. Slíkt gerist alla vega ekki nema í algjörum undantekningartilfellum,“ segir Hunt. Hann er þá spurður hvort að slíkt undantekningartilfelli eigi við í tilviki Ísaks: „Nei, því get ég hafnað,“ segir Hunt. Sænski boltinn Tengdar fréttir Ísak Bergmann áfram í Svíþjóð þrátt fyrir tilboð Úlfanna Hjörvar Hafliðason sagði í hlaðvarpi sínu Dr. Football í gær að enska úrvalsdeildarfélagið Wolves hefði boðið í ungstirnið Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmann Norrköping í Svíþjóð, á lokadegi félagaskiptagluggans. 5. febrúar 2021 07:00 „Maður ætti ekki að trúa öllu sem að maður les“ Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson þvertekur fyrir það að ljóst sé að hann muni fara frá sænska knattspyrnufélaginu Norrköping í janúar. 4. janúar 2021 17:01 Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01 Ísak Bergmann um Norrköping, félagaskipti og peningana: „Ekkert draumalið en ég held með Man. United“ Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er eitt heitasta unga nafnið í Evrópufótboltanum í dag. Fjölmiðlar ytra segja Juventus, Liverpool og fleiri stórlið fylgjast með kappanum sem er einungis sautján ára gamall. 18. desember 2020 19:01 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Ísak hefur verið leikmaður Norrköping í tvö ár og er með samning við félagið sem gildir til sumarsins 2023. Orðrómur hefur verið uppi um að hann gæti verið á förum frá félaginu og hefur hvert stórliðið á fætur öðru, þar á meðal Real Madrid og Manchester United, verið sagt fylgjast með honum. Peter Hunt er nýhættur eftir tólf ár sem formaður IFK Norrköping. Hann kveðst eiga von á því að árið 2021 verði stórkostlegt ár fyrir félagið hvað fjárhaginn snerti, og bindur vonir við að á næstu átján mánuðum verði félagið það næstbest stæða í sænsku íþróttalífi, á eftir Malmö FF. Þetta segir Hunt í viðtali við Aftonbladet. Norrköping geti orðið næstríkasta félag Svíþjóðar Aðspurður hvort að þessi fullyrðing sé tilkomin vegna þess að Ísak, sem verður 18 ára í næsta mánuði, verði seldur fyrir metupphæð svarar Hunt: „Það er margt sem spilar inn í en við höfum skilað hagnaði vegna leikmannamála síðustu fimm árin og ég hef ekki trú á að það breytist árið 2021.“ Hunt segir jafnframt að ekkert komi í veg fyrir að Norrköping geti einfaldlega samþykkt hæsta tilboð sem býðst í Ísak, og hafnað öðrum: „Við erum ekki háðir einhverri kauphæðarklásúlu. Þannig störfum við ekki. Við forðumst það í næstum 100 prósentum tilfella. Það er í okkar vinnureglum að gera ekki slíka samninga. Slíkt gerist alla vega ekki nema í algjörum undantekningartilfellum,“ segir Hunt. Hann er þá spurður hvort að slíkt undantekningartilfelli eigi við í tilviki Ísaks: „Nei, því get ég hafnað,“ segir Hunt.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Ísak Bergmann áfram í Svíþjóð þrátt fyrir tilboð Úlfanna Hjörvar Hafliðason sagði í hlaðvarpi sínu Dr. Football í gær að enska úrvalsdeildarfélagið Wolves hefði boðið í ungstirnið Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmann Norrköping í Svíþjóð, á lokadegi félagaskiptagluggans. 5. febrúar 2021 07:00 „Maður ætti ekki að trúa öllu sem að maður les“ Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson þvertekur fyrir það að ljóst sé að hann muni fara frá sænska knattspyrnufélaginu Norrköping í janúar. 4. janúar 2021 17:01 Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01 Ísak Bergmann um Norrköping, félagaskipti og peningana: „Ekkert draumalið en ég held með Man. United“ Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er eitt heitasta unga nafnið í Evrópufótboltanum í dag. Fjölmiðlar ytra segja Juventus, Liverpool og fleiri stórlið fylgjast með kappanum sem er einungis sautján ára gamall. 18. desember 2020 19:01 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Ísak Bergmann áfram í Svíþjóð þrátt fyrir tilboð Úlfanna Hjörvar Hafliðason sagði í hlaðvarpi sínu Dr. Football í gær að enska úrvalsdeildarfélagið Wolves hefði boðið í ungstirnið Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmann Norrköping í Svíþjóð, á lokadegi félagaskiptagluggans. 5. febrúar 2021 07:00
„Maður ætti ekki að trúa öllu sem að maður les“ Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson þvertekur fyrir það að ljóst sé að hann muni fara frá sænska knattspyrnufélaginu Norrköping í janúar. 4. janúar 2021 17:01
Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01
Ísak Bergmann um Norrköping, félagaskipti og peningana: „Ekkert draumalið en ég held með Man. United“ Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er eitt heitasta unga nafnið í Evrópufótboltanum í dag. Fjölmiðlar ytra segja Juventus, Liverpool og fleiri stórlið fylgjast með kappanum sem er einungis sautján ára gamall. 18. desember 2020 19:01