„Ég hélt að þetta ætlaði aldrei að klárast“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2021 15:25 Gísli Benedikt virtist skjálfa í viðtalinu við Kristján Má Unnarsson en það átti sér eðlilegar skýringar enda aðeins klæddur í peysu í viðtali sem tekið var utandyra. Vísir/Vilhelm Gísli Benedikt Gunnarsson kennari við 2. bekk í Grunnskólanum í Grindavík segist hafa haldið að jarðskjálftahrinan í morgun myndi aldrei klárast. Kennarar og nemendur hafi búið vel að jarðskjálftaæfingum frá því í fyrra. Dótadagur verður í grunnskólanum í Grindavík á morgun. „Við vorum bara í kennslu og þá kom mikill skjálfti. Eins og kennari gerir þá sagði maður: Krakkar, nú skuluð þið fara undir borð. Og þau gerðu það,“ segir Gísli Benedikt. Grindvíkingar þekkja jarðskjálfta betur en flestir hér á landi. Óvissustig var á Reykjanesi í byrjun árs í fyrra og svo nötraði jörð bæði í ágúst og október. Gísli Benedikt segir að jarðskjálftaæfingar frá því í fyrra hafi hjálpað mikið til þegar skjálftinn reið yfir. En þeir hættu ekki. Viðtal Kristjáns Más Unnarssonar við Gísla Benedikt má sjá að neðan. „Svo gerðist þetta aftur og aftur og aftur. Maður hélt að þetta væri búið. Var að leggja fyrir verkefni. Svo hélt þetta áfram og það endaði með því að það fóru allir út, á fyrir fram ákveðna staði við skólann.“ Ásdís Vala Pálsdóttir, nemandi við þriðja bekk skólans, sagði við fréttastofu fyrr í dag að nemendur í hennar bekk hefðu hlaupið út á körfuboltavöllinn við skólann. Gísli Benedikt segir að um fjöldarýmingu hafi verið að ræða en án nokkurs æsings. Allt hafi verið í rólegheitunum. „Svo fóru foreldrar að tínast hérna að. Sækja krakka. Yfirleitt brugðust krakkarnir mjög vel við, voru róleg. En það voru nokkur eins og gengur sem voru hrædd. Það var hringt í nokkra foreldra sem komu.“ Starfið í skólanum hafi verið með rólegu sniði út daginn. En krakkarnir eru væntanlega spenntir að koma í skólann á morgun. „Það var ákveðið í fyrra að gera gott úr þessu. Ef við fáum jarðskjálfta sem er yfir fimm þá er dótadagur daginn á eftir. Nú var skjálftinn 5,7 svo á morgun er dótadagur í skólanum. Við reynum að gera gott úr þessu.“ Hann viðurkennir að hafa verið skelkaður. „Já, maður var það. Ég hélt að þetta ætlaði aldrei að klárast,“ segir Gísli Benedikt sem er búsettur í Grindavík og grínaðist með það hvort hann kæmist ekki örugglega heim til sín að loknum vinnudegi. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Grunnskólar Jarðhræringar á Reykjanesi Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
„Við vorum bara í kennslu og þá kom mikill skjálfti. Eins og kennari gerir þá sagði maður: Krakkar, nú skuluð þið fara undir borð. Og þau gerðu það,“ segir Gísli Benedikt. Grindvíkingar þekkja jarðskjálfta betur en flestir hér á landi. Óvissustig var á Reykjanesi í byrjun árs í fyrra og svo nötraði jörð bæði í ágúst og október. Gísli Benedikt segir að jarðskjálftaæfingar frá því í fyrra hafi hjálpað mikið til þegar skjálftinn reið yfir. En þeir hættu ekki. Viðtal Kristjáns Más Unnarssonar við Gísla Benedikt má sjá að neðan. „Svo gerðist þetta aftur og aftur og aftur. Maður hélt að þetta væri búið. Var að leggja fyrir verkefni. Svo hélt þetta áfram og það endaði með því að það fóru allir út, á fyrir fram ákveðna staði við skólann.“ Ásdís Vala Pálsdóttir, nemandi við þriðja bekk skólans, sagði við fréttastofu fyrr í dag að nemendur í hennar bekk hefðu hlaupið út á körfuboltavöllinn við skólann. Gísli Benedikt segir að um fjöldarýmingu hafi verið að ræða en án nokkurs æsings. Allt hafi verið í rólegheitunum. „Svo fóru foreldrar að tínast hérna að. Sækja krakka. Yfirleitt brugðust krakkarnir mjög vel við, voru róleg. En það voru nokkur eins og gengur sem voru hrædd. Það var hringt í nokkra foreldra sem komu.“ Starfið í skólanum hafi verið með rólegu sniði út daginn. En krakkarnir eru væntanlega spenntir að koma í skólann á morgun. „Það var ákveðið í fyrra að gera gott úr þessu. Ef við fáum jarðskjálfta sem er yfir fimm þá er dótadagur daginn á eftir. Nú var skjálftinn 5,7 svo á morgun er dótadagur í skólanum. Við reynum að gera gott úr þessu.“ Hann viðurkennir að hafa verið skelkaður. „Já, maður var það. Ég hélt að þetta ætlaði aldrei að klárast,“ segir Gísli Benedikt sem er búsettur í Grindavík og grínaðist með það hvort hann kæmist ekki örugglega heim til sín að loknum vinnudegi.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Grunnskólar Jarðhræringar á Reykjanesi Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira