Póst- og fjarskiptastofnun: Ekki svara óþekktum erlendum númerum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. febrúar 2021 18:43 Ef einhver þarf að ná í þig, segir Þorleifur, reynir hann aðrar leiðir ef þú svarar ekki. „Ég hef það fyrir reglu að ef ég þekki ekki númerin, þá svara ég ekki. Og það hefur þau áhrif að þetta hættir eftir einhvern smá tíma,“ sagði Þorleifur Jónasson, forstöðumaður tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar um torkennilegar símhringingar í Reykjavík síðdegis í dag. Það gerist með reglulegu millibili að Íslendingar fá hrinu símhringinga erlendis frá úr númerum sem þeir kannast ekki við. Oft er um að ræða einhvers konar svik en Þorleifur segir hringingarnar af tvennu tagi; annars vegar eina hringingu og ekki meir og hins vegar símtöl þar sem rödd er á hinum endanum sem reynir að bjóða einhvers konar þjónustu eða falast eftir upplýsingum með öðrum hætti. Ef fólk hringir til baka eftir að hafa fengið eina hringingu er hætt við að um sé að ræða einhvers konar sjálfvirka þjónustu sem hringjandinn greiðir fyrir dýrum dómi. Þegar manneskja reynist á hinum endanum sé markmiðið iðulega að komast yfir fjárhagsupplýsingar. En hvað er hægt að gera? „Hvorki Póst- og fjarskiptastofnun né símfyrirtækin geta blandað sér beint í þetta. Þær ráðstafanir sem væru þá fyrir hendi væru þá hreinlega að loka á slík númer en það eru mörg númer á bakvið þetta og þið sjáið bara sjálf að ef það ætti að fara að loka á númer frá einhverju landi þá yrðu ekki allir ánægðir með það,“ segir Þorleifur. Hann segir að í gegnum tíðina hafi símhringingar átt uppruna sinn í ýmsum löndum en upp á síðkastið hafi mátt rekja þær til Bretlands og Ítalíu. Þorleifur segir allur gangur á því hvort um róbóta sé að ræða eða hringingar frá einstaklingum af holdi og blóði. „Þetta er orðinn iðnaður í rauninni og ekkert ólíklegt að það sé skipulögð glæpastarfsemi á bakvið þetta. Og þá er þetta yfirleitt fólk sem er þjálfað í að tala sig inn á fólk.“ Þorleifur segir fátt annað í stöðunni fyrir þá sem láta glepjast en hafa samband við lögreglu og ef til vill ræða við símafyrirtækið ef málið snýst um himinháan símreikning. „Ráðlegging mín væri að reyna að svara bara ekki. Og alls ekki hringja til baka. Það eru alls konar leiðir til að hafa samband í dag og yfirleitt er það nú þannig að ef viðkomandi þarf virkilega að ná í okkur þá reynir hann það í tölvupósti eða með öðrum leiðum.“ Fjarskipti Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Það gerist með reglulegu millibili að Íslendingar fá hrinu símhringinga erlendis frá úr númerum sem þeir kannast ekki við. Oft er um að ræða einhvers konar svik en Þorleifur segir hringingarnar af tvennu tagi; annars vegar eina hringingu og ekki meir og hins vegar símtöl þar sem rödd er á hinum endanum sem reynir að bjóða einhvers konar þjónustu eða falast eftir upplýsingum með öðrum hætti. Ef fólk hringir til baka eftir að hafa fengið eina hringingu er hætt við að um sé að ræða einhvers konar sjálfvirka þjónustu sem hringjandinn greiðir fyrir dýrum dómi. Þegar manneskja reynist á hinum endanum sé markmiðið iðulega að komast yfir fjárhagsupplýsingar. En hvað er hægt að gera? „Hvorki Póst- og fjarskiptastofnun né símfyrirtækin geta blandað sér beint í þetta. Þær ráðstafanir sem væru þá fyrir hendi væru þá hreinlega að loka á slík númer en það eru mörg númer á bakvið þetta og þið sjáið bara sjálf að ef það ætti að fara að loka á númer frá einhverju landi þá yrðu ekki allir ánægðir með það,“ segir Þorleifur. Hann segir að í gegnum tíðina hafi símhringingar átt uppruna sinn í ýmsum löndum en upp á síðkastið hafi mátt rekja þær til Bretlands og Ítalíu. Þorleifur segir allur gangur á því hvort um róbóta sé að ræða eða hringingar frá einstaklingum af holdi og blóði. „Þetta er orðinn iðnaður í rauninni og ekkert ólíklegt að það sé skipulögð glæpastarfsemi á bakvið þetta. Og þá er þetta yfirleitt fólk sem er þjálfað í að tala sig inn á fólk.“ Þorleifur segir fátt annað í stöðunni fyrir þá sem láta glepjast en hafa samband við lögreglu og ef til vill ræða við símafyrirtækið ef málið snýst um himinháan símreikning. „Ráðlegging mín væri að reyna að svara bara ekki. Og alls ekki hringja til baka. Það eru alls konar leiðir til að hafa samband í dag og yfirleitt er það nú þannig að ef viðkomandi þarf virkilega að ná í okkur þá reynir hann það í tölvupósti eða með öðrum leiðum.“
Fjarskipti Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira