Solskjær heldur sambandi við Haaland: Sjáum til hvað framtíðin ber í skauti sér Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2021 11:00 Erling Braut Haaland virðist vera á hárréttri braut. Getty/Lars Baron Ole Gunnar Solskjær segist enn vera í sambandi við Erling Braut Haaland, markahrókinn magnaða sem að Solskjær stýrði hjá Molde í Noregi á sínum tíma. Þetta viðurkenndi Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, þegar hann ræddi við fjölmiðla í aðdraganda seinni leiksins við Real Sociedad í Evrópudeildinni í kvöld. Haaland hefur skorað 43 mörk í 43 leikjum síðan að United missti af honum í hendur Dortmund fyrir rúmu ári síðan, þegar Haaland var seldur frá Red Bull Salzburg. Solskjær mun hafa fundað með Haaland áður en hann fór til Dortmund og United var samkvæmt Sky Sports reiðubúið að greiða þær litlu 20 milljónir evra sem þurfti til að fá Haaland. Hins vegar náðist ekki samkomulag á milli United og Haaland um söluverðsklásúlu ef Norðmaðurinn vildi svo síðar fara frá United. „Þegar maður kynnist krökkum og leikmönnum sem þjálfari þá fylgist maður að sjálfsögðu með þeim,“ sagði Solskjær. Falur fyrir 11,6 milljarða á næsta ári „Ég held sambandi við Erling. Það er frábært að sjá hann verða að þeim leikmanni sem hann er í dag og ég veit að hann mun leggja hart að sér til að bæta sig sífellt. Hann er leikmaður Dortmund, við óskum honum bara alls hins besta og svo sjáum við til hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Solskjær. Haaland er samningsbundinn Dortmund til 2024 en er sagður vera með klásúlu sem geri hann falan fyrir 75 milljónir evra, eða 11,6 milljarða króna, frá og með sumrinu 2022. Solskjær staðfesti að United yrði áfram án Edinson Cavani, Donny van de Beek og Scott McTominay í kvöld vegna meiðsla. Paul Pogba er sömuleiðis enn að jafna sig af meiðslum. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af ölum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Sjá meira
Þetta viðurkenndi Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, þegar hann ræddi við fjölmiðla í aðdraganda seinni leiksins við Real Sociedad í Evrópudeildinni í kvöld. Haaland hefur skorað 43 mörk í 43 leikjum síðan að United missti af honum í hendur Dortmund fyrir rúmu ári síðan, þegar Haaland var seldur frá Red Bull Salzburg. Solskjær mun hafa fundað með Haaland áður en hann fór til Dortmund og United var samkvæmt Sky Sports reiðubúið að greiða þær litlu 20 milljónir evra sem þurfti til að fá Haaland. Hins vegar náðist ekki samkomulag á milli United og Haaland um söluverðsklásúlu ef Norðmaðurinn vildi svo síðar fara frá United. „Þegar maður kynnist krökkum og leikmönnum sem þjálfari þá fylgist maður að sjálfsögðu með þeim,“ sagði Solskjær. Falur fyrir 11,6 milljarða á næsta ári „Ég held sambandi við Erling. Það er frábært að sjá hann verða að þeim leikmanni sem hann er í dag og ég veit að hann mun leggja hart að sér til að bæta sig sífellt. Hann er leikmaður Dortmund, við óskum honum bara alls hins besta og svo sjáum við til hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Solskjær. Haaland er samningsbundinn Dortmund til 2024 en er sagður vera með klásúlu sem geri hann falan fyrir 75 milljónir evra, eða 11,6 milljarða króna, frá og með sumrinu 2022. Solskjær staðfesti að United yrði áfram án Edinson Cavani, Donny van de Beek og Scott McTominay í kvöld vegna meiðsla. Paul Pogba er sömuleiðis enn að jafna sig af meiðslum. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af ölum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Sjá meira