Um er að ræða ný markaðsverðlaun sem ráðgjafafyrirtækið brandr hyggst veita árlega og eru 30 vörumerki nú tilnefnd í fjórum mismunandi flokkum fyrirtækja. Við valið var leitað til almennings og 54 manna valnefndar sem samanstendur af sérfræðingum úr atvinnulífinu og fræðasamfélaginu.
Tilnefningar fyrir árið 2020 eru eftirfarandi:
Einstaklingsmarkaður - starfsfólk vörumerkis 50 eða fleiri: 66° Norður , Byko, Elko, Heimkaup, Ísey skyr, Lyfja, Nettó, Nova.
Einstaklingsmarkaður - starfsfólk vörumerkis 49 eða færri: Arna, Blush, Brauð & co, Brikk, Eldum rétt, Feel Iceland, Good Good, Húrra Reykjavík, Hlemmur Mathöll, Omnom.
Fyrirtækjamarkaður - starfsfólk vörumerkis 50 eða fleiri: Controlant, Marel, Meniga, Nox Medical, Origo.
Fyrirtækjamarkaður - starfsfólk vörumerkis 49 eða færri: Akademias, Alfreð, Brandenburg, Múrbúðin, Payday.
Uppfært: Þau vörumerki sem voru valin best í hverjum flokki eru skáletruð á listanum hér fyrir ofan.