Fórnarlamb „mistaka og vanrækslu“ á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. febrúar 2021 19:34 Drífa var skömmuð fyrir það á HSS að hafa klagað málið til landlæknis. Aðsend „Ef að hjúkrunarfræðingur hefði verið á vakt þá hefði það bjargað mér; hún hefði stixað puttann... próf sem tekur 60 sekúndur.“ Þetta segir Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir. Hún er ein þeirra sem hafa kvartað til landlæknis vegna heilbrigðisþjónustunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Drífa vaknaði eina nótt í mars með 40 stiga hita og mikla verki. Hún hafði samband við bráðamóttöku HSS en fékk þau svör að taka verkjalyf og koma daginn eftir. Eiginmaður Drífu sætti sig þó ekki við þá lendingu og mættu þau á staðinn. Eftir nokkra bið var hitinn mældur og verkjastillandi sprautað í lærið. Aðra þjónustu fékk Drífa ekki. Í samtali við fréttastofu sagðist hún hafa orðið þess áskynja að sá sem tók á móti henni hringdi í annan til að fá ráðleggingar. „Mín tilfinning er að hann hafi fengið þau skilaboð að senda mig heim,“ segir hún. Daginn eftir var Drífa ekkert betri og hafði samband við lækna í Reykjavík. Þeir sögðu henni að leita strax á bráðamóttöku Landspítalans en þegar þangað var komið var Drífa strax sett í myndatöku og í ljós kom nýrnasteinn, sem hafði orðið til þess að mikill vökvi hafði safnast fyrir í nýranu. Þess ber að geta að sjúkrasögu sinnar vegna hafði Drífa spurt að því á HSS hvort nýrnasteinn væri mögulega að valda verkjunum en fengið neikvæð svör. „Hefði örugglega ekki endað á gjörgæslu og í lífshættu“ Þegar stungið var á nýrað til að ná vökvanum út slapp sýking út í blóðið og Drífa fór í hjartastopp. Hún dvaldi á gjörgæslu og var í lífshættu um tíma. Drífa er sannfærð um að ef hún hefði fengið rétta greiningu á HSS hefði verið hægt að draga úr alvarleika veikindanna. Það tók hana fimm mánuði að ná bata og hluta þess tíma var hún með þvagpoka og leiðslur í nýrun, eins og hún orðar það. „Ég hefði örugglega ekki endað á gjörgæslu og í lífshættu,“ segir hún. Þá gat hún ekki tekið gigtarlyfin sín í langan tíma vegna sýkingarinnar. Drífa kvartaði til landlæknisembættisins, sem tók ekki afstöðu til þess hvort það skipti sköpum hvenær gripið var inn í. Í áliti hans segir engu að síður að mistök og vanræksla hefðu átt sér stað á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem fólust í því að láta óreyndan læknanema starfa við móttöku bráðveikra sjúklinga. Þegar hún kom á HSS vissi Drífa ekki að sá sem tók á móti henni væri nemi. „Landlæknir telur að læknanemi á vakt hafi reynt að liðsinna kvartanda eftir megni. Ástand kvartanda hafi verið með þeim hætti að reynsla og kunnátta viðkomandi læknanema nægði ekki til að veita honum fullnægjandi heilbrigðisþjónustu. Landlæknir telur þó að þar sé ekki við þennan tiltekna læknanema að sakast en að óásættanlegt sé með öllu að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja tefli fram svo reynslulitlum einstaklingi við móttöku bráðveikra sjúklinga og, að því að best verður séð, án þess að læknaneminn hafi haft fullnægjandi stuðning af reynslumeiri lækni.“ „Ég hefði þegið afsökunarbeiðni“ Drífa tekur undir það að reiði hennar beinist ekki gegn nemanum. Hún segir hins vegar fáránlegt að enginn hjúkrunarfræðingur hafi verið á vakt og telur að auðveldlega hefði mátt koma í veg fyrir hvernig fór ef svo hefði verið. Atburðarásin hefur haft veruleg áhrif á andlega heilsu Drífu, sem segist bæði hafa fyllst vantrausti í garð lækna og upplifað heilsukvíða í kjölfarið. Hún vandar HSS ekki kveðjurnar og segist telja eitthvað mikið að, enda þekki hún marga sem veigri sér við að leita til stofnunarinnar. „Ég myndi frekar sitja í tólf tíma í Reykjavík og bíða eftir afgreiðslu en að fara til læknis í Keflavík,“ segir hún en þess ber að geta að hún segist hafa fengið skammir frá læknum fyrir að hafa klagað málið til landlæknis. Þá svíður að hún hafi ekki verið beðin afsökunar. „Ég hefði þegið afsökunarbeiðni. Það er það sem stendur mest í mér; að hafa ekki fengið hana.“ Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Sjá meira
Drífa vaknaði eina nótt í mars með 40 stiga hita og mikla verki. Hún hafði samband við bráðamóttöku HSS en fékk þau svör að taka verkjalyf og koma daginn eftir. Eiginmaður Drífu sætti sig þó ekki við þá lendingu og mættu þau á staðinn. Eftir nokkra bið var hitinn mældur og verkjastillandi sprautað í lærið. Aðra þjónustu fékk Drífa ekki. Í samtali við fréttastofu sagðist hún hafa orðið þess áskynja að sá sem tók á móti henni hringdi í annan til að fá ráðleggingar. „Mín tilfinning er að hann hafi fengið þau skilaboð að senda mig heim,“ segir hún. Daginn eftir var Drífa ekkert betri og hafði samband við lækna í Reykjavík. Þeir sögðu henni að leita strax á bráðamóttöku Landspítalans en þegar þangað var komið var Drífa strax sett í myndatöku og í ljós kom nýrnasteinn, sem hafði orðið til þess að mikill vökvi hafði safnast fyrir í nýranu. Þess ber að geta að sjúkrasögu sinnar vegna hafði Drífa spurt að því á HSS hvort nýrnasteinn væri mögulega að valda verkjunum en fengið neikvæð svör. „Hefði örugglega ekki endað á gjörgæslu og í lífshættu“ Þegar stungið var á nýrað til að ná vökvanum út slapp sýking út í blóðið og Drífa fór í hjartastopp. Hún dvaldi á gjörgæslu og var í lífshættu um tíma. Drífa er sannfærð um að ef hún hefði fengið rétta greiningu á HSS hefði verið hægt að draga úr alvarleika veikindanna. Það tók hana fimm mánuði að ná bata og hluta þess tíma var hún með þvagpoka og leiðslur í nýrun, eins og hún orðar það. „Ég hefði örugglega ekki endað á gjörgæslu og í lífshættu,“ segir hún. Þá gat hún ekki tekið gigtarlyfin sín í langan tíma vegna sýkingarinnar. Drífa kvartaði til landlæknisembættisins, sem tók ekki afstöðu til þess hvort það skipti sköpum hvenær gripið var inn í. Í áliti hans segir engu að síður að mistök og vanræksla hefðu átt sér stað á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem fólust í því að láta óreyndan læknanema starfa við móttöku bráðveikra sjúklinga. Þegar hún kom á HSS vissi Drífa ekki að sá sem tók á móti henni væri nemi. „Landlæknir telur að læknanemi á vakt hafi reynt að liðsinna kvartanda eftir megni. Ástand kvartanda hafi verið með þeim hætti að reynsla og kunnátta viðkomandi læknanema nægði ekki til að veita honum fullnægjandi heilbrigðisþjónustu. Landlæknir telur þó að þar sé ekki við þennan tiltekna læknanema að sakast en að óásættanlegt sé með öllu að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja tefli fram svo reynslulitlum einstaklingi við móttöku bráðveikra sjúklinga og, að því að best verður séð, án þess að læknaneminn hafi haft fullnægjandi stuðning af reynslumeiri lækni.“ „Ég hefði þegið afsökunarbeiðni“ Drífa tekur undir það að reiði hennar beinist ekki gegn nemanum. Hún segir hins vegar fáránlegt að enginn hjúkrunarfræðingur hafi verið á vakt og telur að auðveldlega hefði mátt koma í veg fyrir hvernig fór ef svo hefði verið. Atburðarásin hefur haft veruleg áhrif á andlega heilsu Drífu, sem segist bæði hafa fyllst vantrausti í garð lækna og upplifað heilsukvíða í kjölfarið. Hún vandar HSS ekki kveðjurnar og segist telja eitthvað mikið að, enda þekki hún marga sem veigri sér við að leita til stofnunarinnar. „Ég myndi frekar sitja í tólf tíma í Reykjavík og bíða eftir afgreiðslu en að fara til læknis í Keflavík,“ segir hún en þess ber að geta að hún segist hafa fengið skammir frá læknum fyrir að hafa klagað málið til landlæknis. Þá svíður að hún hafi ekki verið beðin afsökunar. „Ég hefði þegið afsökunarbeiðni. Það er það sem stendur mest í mér; að hafa ekki fengið hana.“
Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Sjá meira