Mikilvægt að fólk sé vel upplýst ef rýma þurfi á höfuðborgarsvæðinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. febrúar 2021 19:04 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir margt geta orðið tilefni til þess að grípa þyrfti til rýminga á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir mikilvægt að fólk fái traustar upplýsingar og ani ekki af stað, ef til rýminga kæmi. Þetta kom fram í máli Jóns Viðars í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir fleira en bara snarpa jarðskjálfta eða eldgos geta orðið tilefni til rýminga. „Það er náttúrulega bara bæði, og getur verið margt, margt annað. Það getur verið bruni, eiturefnaslys, það getur verið margt sem getur komið upp á sem krefst þess að þurfi að flytja fólk á milli svæða,“ segir Jón Viðar. Hann segir þá líklegt að grípa þyrfti til þess ráðs að opna fjöldahjálparstöðvar, jafnvel fyrir höfuðborgarsvæðið allt. „Fólk kannski leitar þangað. Ef það fær einhverja viðvörun getur það þess vegna leitað þangað snemma og ef það er að leita þangað eftir að atburðurinn er búinn að eiga sér stað þurfum við að treysta á það að fólk komi þangað eða fylgist mjög vel með fjölmiðlum, því þaðan koma upplýsingarnar. Það er ekki gott að fólk ani af stað, það þarf að vita hvert á að fara,“ segir Jón Viðar. Hann segir þá að ekki sé gert ráð fyrir að allt höfuðborgarsvæðið yrði undir í einu. „Þannig að við flytjum þá fólk á milli svæða, og þetta þarf að gera mjög skipulega.“ Slökkvilið Almannavarnir Reykjavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti að stærð 3,5 fannst á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi Jarðskjálfti að stærðinni 3,5 fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi klukkan 14:35 í dag. Upptök skjálftans voru rétt fyrir norðan Fagradalsfjall og var hann sá stærsti sem mælst hefur síðan á fjórða tímanum í nótt. Þá er um að ræða fjórða skjálftann sem mælist að stærðinni 3 eða stærri frá því á miðnætti. 25. febrúar 2021 15:26 Segir bæjarbúum líða illa vegna jarðskjálftanna Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir ekki góða stemningu í bænum í þeirri jarðskjálftahrinu sem nú gengur yfir Reykjanesið. Fólki líði illa og hafi í einhverjum tilfellum farið heim úr vinnu. 24. febrúar 2021 11:01 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
Þetta kom fram í máli Jóns Viðars í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir fleira en bara snarpa jarðskjálfta eða eldgos geta orðið tilefni til rýminga. „Það er náttúrulega bara bæði, og getur verið margt, margt annað. Það getur verið bruni, eiturefnaslys, það getur verið margt sem getur komið upp á sem krefst þess að þurfi að flytja fólk á milli svæða,“ segir Jón Viðar. Hann segir þá líklegt að grípa þyrfti til þess ráðs að opna fjöldahjálparstöðvar, jafnvel fyrir höfuðborgarsvæðið allt. „Fólk kannski leitar þangað. Ef það fær einhverja viðvörun getur það þess vegna leitað þangað snemma og ef það er að leita þangað eftir að atburðurinn er búinn að eiga sér stað þurfum við að treysta á það að fólk komi þangað eða fylgist mjög vel með fjölmiðlum, því þaðan koma upplýsingarnar. Það er ekki gott að fólk ani af stað, það þarf að vita hvert á að fara,“ segir Jón Viðar. Hann segir þá að ekki sé gert ráð fyrir að allt höfuðborgarsvæðið yrði undir í einu. „Þannig að við flytjum þá fólk á milli svæða, og þetta þarf að gera mjög skipulega.“
Slökkvilið Almannavarnir Reykjavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti að stærð 3,5 fannst á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi Jarðskjálfti að stærðinni 3,5 fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi klukkan 14:35 í dag. Upptök skjálftans voru rétt fyrir norðan Fagradalsfjall og var hann sá stærsti sem mælst hefur síðan á fjórða tímanum í nótt. Þá er um að ræða fjórða skjálftann sem mælist að stærðinni 3 eða stærri frá því á miðnætti. 25. febrúar 2021 15:26 Segir bæjarbúum líða illa vegna jarðskjálftanna Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir ekki góða stemningu í bænum í þeirri jarðskjálftahrinu sem nú gengur yfir Reykjanesið. Fólki líði illa og hafi í einhverjum tilfellum farið heim úr vinnu. 24. febrúar 2021 11:01 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
Skjálfti að stærð 3,5 fannst á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi Jarðskjálfti að stærðinni 3,5 fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi klukkan 14:35 í dag. Upptök skjálftans voru rétt fyrir norðan Fagradalsfjall og var hann sá stærsti sem mælst hefur síðan á fjórða tímanum í nótt. Þá er um að ræða fjórða skjálftann sem mælist að stærðinni 3 eða stærri frá því á miðnætti. 25. febrúar 2021 15:26
Segir bæjarbúum líða illa vegna jarðskjálftanna Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir ekki góða stemningu í bænum í þeirri jarðskjálftahrinu sem nú gengur yfir Reykjanesið. Fólki líði illa og hafi í einhverjum tilfellum farið heim úr vinnu. 24. febrúar 2021 11:01