Handbolti

Ís­lendingarnir með stór­leik í öruggum sigri Mag­deburg

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ómar Ingi fór mikinn að venju í liði Magdeburg í kvöld.
Ómar Ingi fór mikinn að venju í liði Magdeburg í kvöld. Frank Molter/Getty Images

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson létu heldur betur til sín taka er Magdeburg vann sex marka sigur á Tusem Essen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 34-28. Alls skoruðu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir sextán mörk í leiknum.

Ómar Ingi hefur verið frábær það sem af er leiktíð og virðist ekkert lát þar á. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði ellefu mörk í leik kvöldsins. Gísli Þorgeir átti einnig mjög góðan leik en hann skoraði fimm mörk ásamt því að gefa tvær stoðsendingar.

Fór það svo að leiknum lauk með 34-28 sigri Magdeburg sem er nú í þriðja sæti deildarinnar með 24 stig að loknum sautján leikjum.

Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara, er í 11. sæti með sautján stig eftir fjórtán leiki en liðið tapaði 31-22 gegn Hannover-Burgdorf í kvöld. Línuamaðurinn Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk fyrir Melsungen í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×